Ákærð fyrir að hafa hvatt kærastann til sjálfsmorðs: „Þú verður að gera þetta, Conrad“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 7. júní 2017 11:45 Michelle Carter í réttarsal í gær. Fyrir tæpum þremur árum fannst hinn 18 ára gamli Conrad Roy III látinn í bíl sínum á bílastæði við Kmart í Fairhaven í Massachusettes. Hann framdi sjálfsmorð en dánarorsökin var kolsýrlingseitrun. Réttarhöld fara nú fram yfir þáverandi kærustu Conrad, Michelle Carter, en hún var 17 ára á þeim tíma sem Conrad svipti sig lífi. Er Michelle ákærð fyrir að hafa hvatt Conrad til sjálfsmorðs en hún sendi honum fjölda smáskilaboða með slíkum hvatningum. Conrad fyrirfór sér þann 13. júlí 2014. Ákæruvaldið segir að dagana áður hafi Michelle sent honum skilaboð þar sem hún hvatti hann til að stytta sér aldur. „Þú verður að gera þetta, Conrad,“ skrifaði Michelle að morgni 12. júlí 2014 og bætti við: „Þú ert tilbúinn og undirbúinn. Allt sem þú þarft að gera er að kveikja á bílnum og þú verður frjáls og hamingjusamur. Ekki fresta þessu lengur, ekki bíða lengur.“Fór út úr bílnum og talaði við Michelle í símann í 40 mínútur Í einum skilaboðum nokkrum dögum áður en Conrad framdi sjálfsvíg ýjaði Michelle að því að það væri betra fyrir hann að vera dáinn. „Þú verður loksins hamingjusamur í himnaríki. Ekki meiri sársauki. Það er allt í lagi að vera hræddur og það er eðlilegt. Ég meina, þú ert að fara að deyja.“ Samkvæmt gögnum málsins keyrði Conrad á bílastæðið við Kmart sem var í um 60 kílómetra fjarlægð frá heimili hans. Á einum tímapunkti fór hann út úr bílnum og talaði við Michelle í símann í um 40 mínútur. Hann sagði henni meðal annars að hann væri farinn að efast um að það væri rétt ákvörðun að svipta sig lífi en hún sagði honum að fara aftur upp í bílinn. Í málinu liggja fyrir tugir skilaboða frá Michelle til Conrad þar sem hún, að því er virðist, hvetur hann til þess að fremja sjálfsmorð. Ákæruvaldið segir að hún hafi verið að leika „sjúkan leik“ auk þess sem hún er sökuð um að hafa sóst eftir samúð og athygli sem syrgjandi kærasta Conrad en hún safnaði meðal annars 2.300 dollurum til að vekja athygli á geðheilbrigðismálum í minningu hans.Ekki morð heldur sjálfsmorð að sögn verjanda Það sem liggur hjá ákæruvaldinu að sanna er hvort að smáskilaboð Michelle hafi í raun leitt til þess að Conrad svipti sig lífi. Vörn Michelle byggir á því að sjálfsvígshugsanir hafi sótt að Conrad áður en hann og Michelle byrjuðu saman og að ákvörðunin um að svipta sig lífi hafi alfarið verið hans. „Það var hugmynd Conrad að svipta sig lifi, ekki Michelle. Þetta var sjálfsmorð, sorglegt sjálfsmorð, en ekki morð,“ sagði verjandi Michelle fyrir dómi í gær. Móðir Conrad hefur hins vegar sagt fyrir dómi að sonur hafi verið „smá þunglyndur“ en ekkert hafi bent til þess að hann myndi stytta sér aldur. Stuttu eftir að Conrad framdi svo sjálfsvíg ræddi Michelle við vinkonu sína í gegnum smáskilaboð og sagði henni að hún hefði talað við hann í símann skömmu áður en hann svipti sig lífi. „Ég hjálpaði honum með þetta og sagði honum að þetta væri í lagi... Ég hefði auðveldlega getað stoppað hann eða hringt í lögregluna en ég gerði það ekki.“ Fylgst er náið með málinu í Massachusettes-ríki þar sem það verður að öllum líkindum fordæmisgefandi en það er ekki talið vera glæpur í ríkinu að aðstoða einhvern við að fremja sjálfsmorð.Byggt á umfjöllun Washington Post og CNN. Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Sjá meira
Fyrir tæpum þremur árum fannst hinn 18 ára gamli Conrad Roy III látinn í bíl sínum á bílastæði við Kmart í Fairhaven í Massachusettes. Hann framdi sjálfsmorð en dánarorsökin var kolsýrlingseitrun. Réttarhöld fara nú fram yfir þáverandi kærustu Conrad, Michelle Carter, en hún var 17 ára á þeim tíma sem Conrad svipti sig lífi. Er Michelle ákærð fyrir að hafa hvatt Conrad til sjálfsmorðs en hún sendi honum fjölda smáskilaboða með slíkum hvatningum. Conrad fyrirfór sér þann 13. júlí 2014. Ákæruvaldið segir að dagana áður hafi Michelle sent honum skilaboð þar sem hún hvatti hann til að stytta sér aldur. „Þú verður að gera þetta, Conrad,“ skrifaði Michelle að morgni 12. júlí 2014 og bætti við: „Þú ert tilbúinn og undirbúinn. Allt sem þú þarft að gera er að kveikja á bílnum og þú verður frjáls og hamingjusamur. Ekki fresta þessu lengur, ekki bíða lengur.“Fór út úr bílnum og talaði við Michelle í símann í 40 mínútur Í einum skilaboðum nokkrum dögum áður en Conrad framdi sjálfsvíg ýjaði Michelle að því að það væri betra fyrir hann að vera dáinn. „Þú verður loksins hamingjusamur í himnaríki. Ekki meiri sársauki. Það er allt í lagi að vera hræddur og það er eðlilegt. Ég meina, þú ert að fara að deyja.“ Samkvæmt gögnum málsins keyrði Conrad á bílastæðið við Kmart sem var í um 60 kílómetra fjarlægð frá heimili hans. Á einum tímapunkti fór hann út úr bílnum og talaði við Michelle í símann í um 40 mínútur. Hann sagði henni meðal annars að hann væri farinn að efast um að það væri rétt ákvörðun að svipta sig lífi en hún sagði honum að fara aftur upp í bílinn. Í málinu liggja fyrir tugir skilaboða frá Michelle til Conrad þar sem hún, að því er virðist, hvetur hann til þess að fremja sjálfsmorð. Ákæruvaldið segir að hún hafi verið að leika „sjúkan leik“ auk þess sem hún er sökuð um að hafa sóst eftir samúð og athygli sem syrgjandi kærasta Conrad en hún safnaði meðal annars 2.300 dollurum til að vekja athygli á geðheilbrigðismálum í minningu hans.Ekki morð heldur sjálfsmorð að sögn verjanda Það sem liggur hjá ákæruvaldinu að sanna er hvort að smáskilaboð Michelle hafi í raun leitt til þess að Conrad svipti sig lífi. Vörn Michelle byggir á því að sjálfsvígshugsanir hafi sótt að Conrad áður en hann og Michelle byrjuðu saman og að ákvörðunin um að svipta sig lífi hafi alfarið verið hans. „Það var hugmynd Conrad að svipta sig lifi, ekki Michelle. Þetta var sjálfsmorð, sorglegt sjálfsmorð, en ekki morð,“ sagði verjandi Michelle fyrir dómi í gær. Móðir Conrad hefur hins vegar sagt fyrir dómi að sonur hafi verið „smá þunglyndur“ en ekkert hafi bent til þess að hann myndi stytta sér aldur. Stuttu eftir að Conrad framdi svo sjálfsvíg ræddi Michelle við vinkonu sína í gegnum smáskilaboð og sagði henni að hún hefði talað við hann í símann skömmu áður en hann svipti sig lífi. „Ég hjálpaði honum með þetta og sagði honum að þetta væri í lagi... Ég hefði auðveldlega getað stoppað hann eða hringt í lögregluna en ég gerði það ekki.“ Fylgst er náið með málinu í Massachusettes-ríki þar sem það verður að öllum líkindum fordæmisgefandi en það er ekki talið vera glæpur í ríkinu að aðstoða einhvern við að fremja sjálfsmorð.Byggt á umfjöllun Washington Post og CNN.
Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Sjá meira