Kominn tími á að taka þá Henry Birgir Gunnarsson skrifar 8. júní 2017 06:00 Það var létt yfir Emil í Laugardalnum. Hann er klár í bátana. vísir/ernir „Lífið leikur við mig. Var að klára mjög skemmtilegt tímabil á Ítalíu og kem hingað í góðu standi,“ segir landsliðsmaðurinn Emil Hallfreðsson afar léttur og kátur fyrir æfingu hjá íslenska landsliðinu á Laugardalsvelli. Emil var að klára sitt annað tímabil með ítalska úrvalsdeildarliðinu Udinese þar sem hann var í lykilhlutverki. Spilaði 28 leiki og var 23 sinnum í byrjunarliðinu. Udinese hafnaði í þrettánda sæti deildarinnar.Ánægður með veturinn „Það urðu þjálfaraskipti eftir einhverja tíu leiki og nýi þjálfarinn setti mig aðeins aftar á völlinn. Ég var að leika fyrir framan vörnina í tveggja manna miðju. Ég spilaði flesta leiki og það var mjög skemmtilegt. Það gekk vel hjá mér. Það skiptir máli að spila og hafa gaman af þessu. Þannig var svolítið tímabilið hjá mér,“ segir Emil og brosir út að eyrum. Augljóslega himinlifandi með góðan vetur. Hafnfirðingurinn er búinn að spila á Ítalíu í níu ár af síðustu tíu. Var hjá Barnsley leiktíðina 2009-10 eftir tvö ár hjá Reggina. Svo tók við sex ára vera hjá Hellas Verona áður en hann fór yfir til Udinese fyrir tveim árum. Emil neitar því ekki að hann sé orðinn ansi ítalskur.Framtíðin óráðin „Ég held ég sé orðinn aðeins of ítalskur,“ segir Emil og hlær dátt. „Ég er svo að ala upp tvö börn sem eru auðvitað líka ítölsk. Þetta eru orðin góð tíu ár á Ítalíu og þar hefur mér liðið mjög vel,“ segir hinn 32 ára gamli Emil en sér hann fyrir sér að geta flutt heim eftir að ferlinum lýkur eftir að hafa kynnst ljúfa lífinu á Ítalíu? „Það er mjög erfið spurning. Ég veit það ekki alveg. Ég held ég verði alltaf með annan fótinn á Ítalíu. Ég er auðvitað kominn í rauðvínsbransann úti og verð því pottþétt með annan fótinn þarna úti. Svo kitlar auðvitað alltaf að koma heim fyrir börnin og svona. Ég ætla ekki alveg að taka ákvörðun um hvað ég geri og hvenær í þessu viðtali,“ segir miðjumaðurinn léttur en hann er nú ekkert á því að leggja skóna á hilluna alveg strax enda á besta aldri. Hann telur sig eiga fleiri góð ár inni.Þreytt að ná aldrei úrslitum Á sunnudag er stórleikur hjá strákunum í landsliðinu gegn Króatíu. Algjör lykilleikur í riðlinum upp á framhaldið. Sigur á frábæru liði Króata myndi setja íslenska liðið í afar góða stöðu. Þetta er enn einn stórleikurinn gegn Króatíu á síðustu árum. „Er ekki kominn tími á að við tökum þá núna? Það verður þreytt að spila alltaf við þá og ná ekki úrslitum. Við stefnum á að taka þá núna og jafna við þá í riðlinum. Þetta er ótrúlega spennandi og það er bara mikil tilhlökkun í hópnum fyrir þessu skemmtilega verkefni. Allir einbeittir og ætla sér að ná í góð úrslit,“ segir Emil og mælir vel. Það er svo sannarlega kominn tími á að leggja Króatana.Verður stríðsleikur Því er eðlilegt að velta því fyrir sér hvort það festist ekki í hausnum á mönnum að Króatía vinni alltaf. Hefur það engin áhrif á andlegu hliðina? „Það gæti verið en ég held að við hugsum þannig að núna sé dagurinn þar sem við snúum taflinu við. Ég held að allir hugsi að nú sé komið að okkur. Það gefur okkur sjálfstraust til að klára þennan leik. Lykillinn að því er að verða fáránlega grimmir og berjast allan tímann. Ég held að þetta verði stríðsleikur og að við vinnum þá í baráttunni. Maður vonar að sumir þeirra séu svolítið hátt uppi fyrir leikinn en svo verður það örugglega ekki,“ segir Emil og glottir. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Fótbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Fótbolti Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Körfubolti „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ Handbolti Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Enski boltinn Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Fótbolti Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ Fótbolti Ætla ekki í stríð: Daníel þarf ekki að óttast breytingar lengur Sport Fleiri fréttir Mikael og félögum kastað öfugum út úr bikarnum EM 2029 haldið í Þýskalandi Murielle elti Óskar í Garðabæinn Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Algjör Pina fyrir þær þýsku í seinni og Spánn Þjóðadeildarmeistari Trump mætir á HM-dráttinn þar sem fyrstu friðarverðlaunin verða afhent Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Kláruðu leikinn tveimur sólarhringum eftir að hann hófst FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Heiða frá meisturunum til nýliða í Svíþjóð Sjá meira
„Lífið leikur við mig. Var að klára mjög skemmtilegt tímabil á Ítalíu og kem hingað í góðu standi,“ segir landsliðsmaðurinn Emil Hallfreðsson afar léttur og kátur fyrir æfingu hjá íslenska landsliðinu á Laugardalsvelli. Emil var að klára sitt annað tímabil með ítalska úrvalsdeildarliðinu Udinese þar sem hann var í lykilhlutverki. Spilaði 28 leiki og var 23 sinnum í byrjunarliðinu. Udinese hafnaði í þrettánda sæti deildarinnar.Ánægður með veturinn „Það urðu þjálfaraskipti eftir einhverja tíu leiki og nýi þjálfarinn setti mig aðeins aftar á völlinn. Ég var að leika fyrir framan vörnina í tveggja manna miðju. Ég spilaði flesta leiki og það var mjög skemmtilegt. Það gekk vel hjá mér. Það skiptir máli að spila og hafa gaman af þessu. Þannig var svolítið tímabilið hjá mér,“ segir Emil og brosir út að eyrum. Augljóslega himinlifandi með góðan vetur. Hafnfirðingurinn er búinn að spila á Ítalíu í níu ár af síðustu tíu. Var hjá Barnsley leiktíðina 2009-10 eftir tvö ár hjá Reggina. Svo tók við sex ára vera hjá Hellas Verona áður en hann fór yfir til Udinese fyrir tveim árum. Emil neitar því ekki að hann sé orðinn ansi ítalskur.Framtíðin óráðin „Ég held ég sé orðinn aðeins of ítalskur,“ segir Emil og hlær dátt. „Ég er svo að ala upp tvö börn sem eru auðvitað líka ítölsk. Þetta eru orðin góð tíu ár á Ítalíu og þar hefur mér liðið mjög vel,“ segir hinn 32 ára gamli Emil en sér hann fyrir sér að geta flutt heim eftir að ferlinum lýkur eftir að hafa kynnst ljúfa lífinu á Ítalíu? „Það er mjög erfið spurning. Ég veit það ekki alveg. Ég held ég verði alltaf með annan fótinn á Ítalíu. Ég er auðvitað kominn í rauðvínsbransann úti og verð því pottþétt með annan fótinn þarna úti. Svo kitlar auðvitað alltaf að koma heim fyrir börnin og svona. Ég ætla ekki alveg að taka ákvörðun um hvað ég geri og hvenær í þessu viðtali,“ segir miðjumaðurinn léttur en hann er nú ekkert á því að leggja skóna á hilluna alveg strax enda á besta aldri. Hann telur sig eiga fleiri góð ár inni.Þreytt að ná aldrei úrslitum Á sunnudag er stórleikur hjá strákunum í landsliðinu gegn Króatíu. Algjör lykilleikur í riðlinum upp á framhaldið. Sigur á frábæru liði Króata myndi setja íslenska liðið í afar góða stöðu. Þetta er enn einn stórleikurinn gegn Króatíu á síðustu árum. „Er ekki kominn tími á að við tökum þá núna? Það verður þreytt að spila alltaf við þá og ná ekki úrslitum. Við stefnum á að taka þá núna og jafna við þá í riðlinum. Þetta er ótrúlega spennandi og það er bara mikil tilhlökkun í hópnum fyrir þessu skemmtilega verkefni. Allir einbeittir og ætla sér að ná í góð úrslit,“ segir Emil og mælir vel. Það er svo sannarlega kominn tími á að leggja Króatana.Verður stríðsleikur Því er eðlilegt að velta því fyrir sér hvort það festist ekki í hausnum á mönnum að Króatía vinni alltaf. Hefur það engin áhrif á andlegu hliðina? „Það gæti verið en ég held að við hugsum þannig að núna sé dagurinn þar sem við snúum taflinu við. Ég held að allir hugsi að nú sé komið að okkur. Það gefur okkur sjálfstraust til að klára þennan leik. Lykillinn að því er að verða fáránlega grimmir og berjast allan tímann. Ég held að þetta verði stríðsleikur og að við vinnum þá í baráttunni. Maður vonar að sumir þeirra séu svolítið hátt uppi fyrir leikinn en svo verður það örugglega ekki,“ segir Emil og glottir.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Fótbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Fótbolti Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Körfubolti „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ Handbolti Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Enski boltinn Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Fótbolti Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ Fótbolti Ætla ekki í stríð: Daníel þarf ekki að óttast breytingar lengur Sport Fleiri fréttir Mikael og félögum kastað öfugum út úr bikarnum EM 2029 haldið í Þýskalandi Murielle elti Óskar í Garðabæinn Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Algjör Pina fyrir þær þýsku í seinni og Spánn Þjóðadeildarmeistari Trump mætir á HM-dráttinn þar sem fyrstu friðarverðlaunin verða afhent Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Kláruðu leikinn tveimur sólarhringum eftir að hann hófst FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Heiða frá meisturunum til nýliða í Svíþjóð Sjá meira