Grunuð um manndráp Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 8. júní 2017 20:49 Líkamsárásin í Mosfellsdal í gær sem leiddi til dauða manns um fertugt er rannsökuð sem manndráp. Vísir/Eyþór Líkamsárásin í Mosfellsdal í gær sem leiddi til dauða manns um fertugt er rannsökuð sem manndráp. Þetta staðfestir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem fer með rannsókn málsins, í samtali við Vísi. „Við höfum ekkert verið að fara yfir það sem hefur komið fram í framburðunum enn sem komið er,“ segir Grímur aðspurður hvort að játning liggi fyrir í málinu. Þá er ekki vitað hvort að allir sakborningarnir sex beri jafn mikla ábyrgð í málinu. „Rannsóknin snýst einmitt um það, að reyna að átta sig á aðild hvers og eins,“ segir Grímur en fimm karl og ein kona voru handtekin í gærkvöldi. Fimm þeirra voru í dag úrskurðuð í 15 daga gæsluvarðhald en einn einstaklingur var úrskurðaður í átta daga varðhald. Öllum verður þeim haldið í einangrun. Þá segir Grímur að krufning hafi farið fram á manninum sem lést en að dánarorsök liggi ekki endanlega fyrir. Maðurinn var á heimili sínu með konu og nýfæddu barni þegar gestina bar að garði sem réðust á manninn með járnkylfum, tóku hann hálstaki, settu hendur hans fyrir aftan bak og létu höggin dynja á manninum. Urðu nokkur vitni að árásinni og er því lýst að amerískum pallbíl, sem lögregla fjarlægði af vettvangi síðar um kvöldið, hafi verið ekið yfir fætur mannsins. Maðurinn var fluttur á Landspítalann í Fossvogi þar sem hann var úrskurðaður látinn. Fram kom í tilkynningu lögreglu í dag að rannsókn málsins sé mjög umfangsmikil og að hún sé í algjörum forgangi. Stórfelld líkamsárás í Mosfellsdal Tengdar fréttir Árásin við Æsustaði sögð hrottaleg Hinn látni var á heimili sínu með unnustu og nýfæddu barni þegar fólk bar að garði. 8. júní 2017 09:11 Manndráp í Mosfellsdal: Upp undir tíu vitni verið yfirheyrð Upp undir tíu vitni hafa verið yfirheyrð vegna manndrápsins í Mosfellsdal í gærkvöldi. 8. júní 2017 11:50 Manndráp í Mosfellsdal: Öll hin handteknu í gæsluvarðhald og einangrun Enn hefur ekki verið úrskurðað í gæsluvarðhaldskröfu þess sjötta sem var handtekinn vegna málsins í gær 8. júní 2017 19:07 Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Líkamsárásin í Mosfellsdal í gær sem leiddi til dauða manns um fertugt er rannsökuð sem manndráp. Þetta staðfestir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem fer með rannsókn málsins, í samtali við Vísi. „Við höfum ekkert verið að fara yfir það sem hefur komið fram í framburðunum enn sem komið er,“ segir Grímur aðspurður hvort að játning liggi fyrir í málinu. Þá er ekki vitað hvort að allir sakborningarnir sex beri jafn mikla ábyrgð í málinu. „Rannsóknin snýst einmitt um það, að reyna að átta sig á aðild hvers og eins,“ segir Grímur en fimm karl og ein kona voru handtekin í gærkvöldi. Fimm þeirra voru í dag úrskurðuð í 15 daga gæsluvarðhald en einn einstaklingur var úrskurðaður í átta daga varðhald. Öllum verður þeim haldið í einangrun. Þá segir Grímur að krufning hafi farið fram á manninum sem lést en að dánarorsök liggi ekki endanlega fyrir. Maðurinn var á heimili sínu með konu og nýfæddu barni þegar gestina bar að garði sem réðust á manninn með járnkylfum, tóku hann hálstaki, settu hendur hans fyrir aftan bak og létu höggin dynja á manninum. Urðu nokkur vitni að árásinni og er því lýst að amerískum pallbíl, sem lögregla fjarlægði af vettvangi síðar um kvöldið, hafi verið ekið yfir fætur mannsins. Maðurinn var fluttur á Landspítalann í Fossvogi þar sem hann var úrskurðaður látinn. Fram kom í tilkynningu lögreglu í dag að rannsókn málsins sé mjög umfangsmikil og að hún sé í algjörum forgangi.
Stórfelld líkamsárás í Mosfellsdal Tengdar fréttir Árásin við Æsustaði sögð hrottaleg Hinn látni var á heimili sínu með unnustu og nýfæddu barni þegar fólk bar að garði. 8. júní 2017 09:11 Manndráp í Mosfellsdal: Upp undir tíu vitni verið yfirheyrð Upp undir tíu vitni hafa verið yfirheyrð vegna manndrápsins í Mosfellsdal í gærkvöldi. 8. júní 2017 11:50 Manndráp í Mosfellsdal: Öll hin handteknu í gæsluvarðhald og einangrun Enn hefur ekki verið úrskurðað í gæsluvarðhaldskröfu þess sjötta sem var handtekinn vegna málsins í gær 8. júní 2017 19:07 Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Árásin við Æsustaði sögð hrottaleg Hinn látni var á heimili sínu með unnustu og nýfæddu barni þegar fólk bar að garði. 8. júní 2017 09:11
Manndráp í Mosfellsdal: Upp undir tíu vitni verið yfirheyrð Upp undir tíu vitni hafa verið yfirheyrð vegna manndrápsins í Mosfellsdal í gærkvöldi. 8. júní 2017 11:50
Manndráp í Mosfellsdal: Öll hin handteknu í gæsluvarðhald og einangrun Enn hefur ekki verið úrskurðað í gæsluvarðhaldskröfu þess sjötta sem var handtekinn vegna málsins í gær 8. júní 2017 19:07