Niðurgreiða bensín til að lokka fólk í búðina Jakob Bjarnar skrifar 22. maí 2017 10:32 Árni Finnsson er ekki einn þeirra sem fagnar lágu bensínverði og segir það almennt verra fyrir loftslagið. Ekki eru allir almennir neytendur sem fagna lágu bensínverði, eða því sem Costco býður uppá. „Ég held að lágt verð á bensín þarna hjá Costco sé nú aðallega til að laða að viðskiptavini. Og þá getur maður spurt sig, á bara ekki að banna að niðurgreiða bensín? Það er kannski ekkert vitlaust. Mér finnst að það eigi ekki að vera hægt að nota bensín sem aðdráttarafl fyrir einhverja lagervöru,“ segir Árni Finnsson formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands. Hið lága bensínverð sem Costco býður uppá hefur vakið verulega athygli og valdið titringi á markaði. Og, á því eru ýmsir fletir. Umhverfisverndarsinnar eru til að mynda ekkert mjög hrifnir, því þeir telja einfaldlega að lágt verð á olíu kalli á meiri brennslu og þar með losun gróðurhúsalofttegunda. Árni segist ekki hafa velt því sérstaklega fyrir sér, hvort hann fagni þessu lága bensínverði.Niðurgreiða bensín til að fá fólk í búðina„Þeir eru líklega að niðurgreiða þetta og það er nú ekki sniðugt. Þeir eru ekki að græða á þessu bensínverði heldur eru að fá fólk í búðina. Almennt séð er lægra bensínverð verra fyrir loftslagið. Eins og í Bandaríkjunum þar sem menn líta á það sem mannréttindi að bensínverð sé lágt. Það hefur verið að lækka. En, stjórnvöld hafa verið að taka við sér. Hér heima stendur til að hækka skatta eða svokallaðan kolefnisskatt, hann verður hækkaður um hundrað prósent um næstu áramót. Ríkisstjórn Bjarna og Sigmundar byrjaði reyndar á því að lækka þann skatt, 2014. Þó það hafi ekki verið mikil lækkun þá gaf það rangan signal. Bílafloti Íslendinga hefur endurnýjast á síðustu þremur árum. Um það bil,“ segir Árni. Og, sú endurnýjun hefur ekki verið heillavænleg, þar er ekki litið nægjanlega til sparneytni. „Ef stjórnvöld hefðu tekið á málum fyrir 2013 til 2014, sem sagt beina neytendum í átt að sparneytnari bílum þá væri aukningin í losun hér á Íslandi ekki eins mikil og raun ber vitni.“Eftir talsverðu að seilast fyrir stjórnvöldÁrni segir að stóriðjan, sem er langstærst, rugli umræðuna. Hún falli undir viðskiptakerfi Evrópusambandsins og því ekki inni í þeim aðgerðum sem stjórnvöld geta gripið til. Svo er einnig um alþjóðaflugið. Þetta þýðir að um 40 prósent af losun hér á landi fellur undir markaðskerfi Evrópusambandsins, ETS. Það sem snýr að stjórnvöldum er því landbúnaðurinn (um 14 prósent), sjávarútvegurinn (um 30 prósent), úrgangur (um 5 prósent) og svo samgöngurnar sem eru um 20 prósent. „Þar af leiðandi er eftir miklu að seilast fyrir stjórnvöld, þau geta minnkað þennan samgönguþátt umtalsvert. Ef stjórnvöld hefðu gripið í taumana 2014 hefði ekki orðið sú aukning í bílaflotanum sem varð,“ segir Árni Finnsson – sem ætlar ekki að leggja leið sína til Costco til að fylla á tankinn. „Nei, ekki eftir þetta,“ segir hann sposkur og vísar til þess að Vísir hefur nú fengið hann til að setja fram efasemdir um þetta lága bensínverð. Tengdar fréttir Stefnir í rauðan dag hjá olíufélögunum í Kauphöllinni Verð á hlutabréfum í N1 og Skeljungi hafa lækkað í morgun eftir að markaðir voru opnaðir. 22. maí 2017 10:05 Titringur á eldsneytismarkaði vegna lágs verðs hjá Costco Forstjóri Olís segir verð Costco lægra en markaðurinn geti ráðið við. Forstjóri Costco segir fyrirtækið ekki greiða með eldsneyti og að álagningin sé eðlileg. 22. maí 2017 06:00 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Sjá meira
Ekki eru allir almennir neytendur sem fagna lágu bensínverði, eða því sem Costco býður uppá. „Ég held að lágt verð á bensín þarna hjá Costco sé nú aðallega til að laða að viðskiptavini. Og þá getur maður spurt sig, á bara ekki að banna að niðurgreiða bensín? Það er kannski ekkert vitlaust. Mér finnst að það eigi ekki að vera hægt að nota bensín sem aðdráttarafl fyrir einhverja lagervöru,“ segir Árni Finnsson formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands. Hið lága bensínverð sem Costco býður uppá hefur vakið verulega athygli og valdið titringi á markaði. Og, á því eru ýmsir fletir. Umhverfisverndarsinnar eru til að mynda ekkert mjög hrifnir, því þeir telja einfaldlega að lágt verð á olíu kalli á meiri brennslu og þar með losun gróðurhúsalofttegunda. Árni segist ekki hafa velt því sérstaklega fyrir sér, hvort hann fagni þessu lága bensínverði.Niðurgreiða bensín til að fá fólk í búðina„Þeir eru líklega að niðurgreiða þetta og það er nú ekki sniðugt. Þeir eru ekki að græða á þessu bensínverði heldur eru að fá fólk í búðina. Almennt séð er lægra bensínverð verra fyrir loftslagið. Eins og í Bandaríkjunum þar sem menn líta á það sem mannréttindi að bensínverð sé lágt. Það hefur verið að lækka. En, stjórnvöld hafa verið að taka við sér. Hér heima stendur til að hækka skatta eða svokallaðan kolefnisskatt, hann verður hækkaður um hundrað prósent um næstu áramót. Ríkisstjórn Bjarna og Sigmundar byrjaði reyndar á því að lækka þann skatt, 2014. Þó það hafi ekki verið mikil lækkun þá gaf það rangan signal. Bílafloti Íslendinga hefur endurnýjast á síðustu þremur árum. Um það bil,“ segir Árni. Og, sú endurnýjun hefur ekki verið heillavænleg, þar er ekki litið nægjanlega til sparneytni. „Ef stjórnvöld hefðu tekið á málum fyrir 2013 til 2014, sem sagt beina neytendum í átt að sparneytnari bílum þá væri aukningin í losun hér á Íslandi ekki eins mikil og raun ber vitni.“Eftir talsverðu að seilast fyrir stjórnvöldÁrni segir að stóriðjan, sem er langstærst, rugli umræðuna. Hún falli undir viðskiptakerfi Evrópusambandsins og því ekki inni í þeim aðgerðum sem stjórnvöld geta gripið til. Svo er einnig um alþjóðaflugið. Þetta þýðir að um 40 prósent af losun hér á landi fellur undir markaðskerfi Evrópusambandsins, ETS. Það sem snýr að stjórnvöldum er því landbúnaðurinn (um 14 prósent), sjávarútvegurinn (um 30 prósent), úrgangur (um 5 prósent) og svo samgöngurnar sem eru um 20 prósent. „Þar af leiðandi er eftir miklu að seilast fyrir stjórnvöld, þau geta minnkað þennan samgönguþátt umtalsvert. Ef stjórnvöld hefðu gripið í taumana 2014 hefði ekki orðið sú aukning í bílaflotanum sem varð,“ segir Árni Finnsson – sem ætlar ekki að leggja leið sína til Costco til að fylla á tankinn. „Nei, ekki eftir þetta,“ segir hann sposkur og vísar til þess að Vísir hefur nú fengið hann til að setja fram efasemdir um þetta lága bensínverð.
Tengdar fréttir Stefnir í rauðan dag hjá olíufélögunum í Kauphöllinni Verð á hlutabréfum í N1 og Skeljungi hafa lækkað í morgun eftir að markaðir voru opnaðir. 22. maí 2017 10:05 Titringur á eldsneytismarkaði vegna lágs verðs hjá Costco Forstjóri Olís segir verð Costco lægra en markaðurinn geti ráðið við. Forstjóri Costco segir fyrirtækið ekki greiða með eldsneyti og að álagningin sé eðlileg. 22. maí 2017 06:00 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Sjá meira
Stefnir í rauðan dag hjá olíufélögunum í Kauphöllinni Verð á hlutabréfum í N1 og Skeljungi hafa lækkað í morgun eftir að markaðir voru opnaðir. 22. maí 2017 10:05
Titringur á eldsneytismarkaði vegna lágs verðs hjá Costco Forstjóri Olís segir verð Costco lægra en markaðurinn geti ráðið við. Forstjóri Costco segir fyrirtækið ekki greiða með eldsneyti og að álagningin sé eðlileg. 22. maí 2017 06:00