Titringur á eldsneytismarkaði vegna lágs verðs hjá Costco Sveinn Arnarsson skrifar 22. maí 2017 06:00 Meðlimir í Costco dældu glaðir í bragði á farartæki sín enda langt síðan svona verð hefur sést. vísir/ernir „Mér finnst þeir koma inn með mjög lágt verð miðað við það sem markaðurinn getur veitt,“ segir Jón Ólafur Halldórsson, forstjóri Olíuverzlunar Íslands, við verðlagningu Costco á eldsneyti.Jón Ólafur Halldórsson, forstjóri Olís.vísir/vilhelmCostco hóf að selja eldsneyti í gær og er verð þar langt undir því sem gengur og gerist á markaði hér á landi. 95 oktana bensín er á 169,90 krónur lítrinn og dísilolía á 164,90 krónur lítrinn. Útsöluverð hinna olíufyrirtækjanna er tæpar 200 krónur án afsláttar. Verð Costco á eldsneyti mun breyta landslaginu á íslenskum eldsneytismarkaði að mati framkvæmdastjóra FÍB. „Þetta er lifandi sönnun þess sem vakin hefur verið athygli á, bæði af okkur í FÍB og samkeppnisyfirvöldum, að álagning á eldsneyti er langt umfram það sem þekkist í nágrannalöndum okkar. Það er fagnaðarefni að það sé hrist upp í þessum markaði,“ segir Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB. „Þetta verð mun hafa gífurleg áhrif á klassískum helsjúkum fákeppnismarkaði. Hinir munu lækka verð um leið því þeir vilja halda áfram að vera í bissness.“ „Við höfum bara verið að bíða eftir því að þeir myndu opna og sú tímamót eru komin núna. Við munum í framhaldinu skoða hvaða áhrif þetta hefur á markaðinn áður en við tökum ákvörðun,“ segir Jón Ólafur, forstjóri Olís. „Við munum einnig þurfa að sjá hvernig Costco spilar úr þessu til lengri tíma. Við vitum ekki hvort þetta sé tilboð dagsins eða hvort þeir haldi þessu verði til streitu. Auðvitað fylgjumst við gaumgæfilega með því við viljum veita samkeppnishæf verð.“ „Hundruð nýrra viðskiptakorta eru seld á hverjum degi núna og við erum mjög spennt fyrir opnun,“ segir Brett Vigelskas, framkvæmdastjóri Costco. Hann segir verðið á eldsneyti hjá Costco vera komið til að vera. „Við erum ekki að selja eldsneyti undir kostnaðarverði. Okkar markmið er að selja hágæðavöru á sem besta verði.“ Costco Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Bensínstöð Costco opnuð á undan búðinni Stefnt er að því að opna bensínstöð Costco við Kauptún í Garðabæ nokkrum dögum áður en verslunin sjálf verður opnuð næstkomandi þriðjudag. Þetta staðfestir Steve Pappas, aðstoðarforstjóri Costco í Evrópu. 18. maí 2017 07:00 Costco sýnir bensínlítrann á 170 krónur Orkan hefur lækkað verð í dag og kostar lítrinn 185,70 krónur á völdum stöðvum í höfuðborginni. 19. maí 2017 11:57 Svæðisstjóri Costco: „Þetta er stærsta opnunin frá því við komum til Evrópu árið 1993“ Verslunarrisinn Costco hefur selt 35 þúsund aðildarkort að versluninni. 21. maí 2017 20:46 Bensínstöð Costco opnuð: Selja bensín á 169,9 krónur Lítrinn af bensíni hefur ekki kostað undir 170 krónur á lítrann síðan árið 2009. 21. maí 2017 13:28 Mest lesið „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Viðskipti innlent Þórdís til dómsmálaráðuneytisins Viðskipti innlent Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Viðskipti innlent Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Viðskipti innlent Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Viðskipti innlent Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Viðskipti innlent „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Neytendur Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Sjá meira
„Mér finnst þeir koma inn með mjög lágt verð miðað við það sem markaðurinn getur veitt,“ segir Jón Ólafur Halldórsson, forstjóri Olíuverzlunar Íslands, við verðlagningu Costco á eldsneyti.Jón Ólafur Halldórsson, forstjóri Olís.vísir/vilhelmCostco hóf að selja eldsneyti í gær og er verð þar langt undir því sem gengur og gerist á markaði hér á landi. 95 oktana bensín er á 169,90 krónur lítrinn og dísilolía á 164,90 krónur lítrinn. Útsöluverð hinna olíufyrirtækjanna er tæpar 200 krónur án afsláttar. Verð Costco á eldsneyti mun breyta landslaginu á íslenskum eldsneytismarkaði að mati framkvæmdastjóra FÍB. „Þetta er lifandi sönnun þess sem vakin hefur verið athygli á, bæði af okkur í FÍB og samkeppnisyfirvöldum, að álagning á eldsneyti er langt umfram það sem þekkist í nágrannalöndum okkar. Það er fagnaðarefni að það sé hrist upp í þessum markaði,“ segir Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB. „Þetta verð mun hafa gífurleg áhrif á klassískum helsjúkum fákeppnismarkaði. Hinir munu lækka verð um leið því þeir vilja halda áfram að vera í bissness.“ „Við höfum bara verið að bíða eftir því að þeir myndu opna og sú tímamót eru komin núna. Við munum í framhaldinu skoða hvaða áhrif þetta hefur á markaðinn áður en við tökum ákvörðun,“ segir Jón Ólafur, forstjóri Olís. „Við munum einnig þurfa að sjá hvernig Costco spilar úr þessu til lengri tíma. Við vitum ekki hvort þetta sé tilboð dagsins eða hvort þeir haldi þessu verði til streitu. Auðvitað fylgjumst við gaumgæfilega með því við viljum veita samkeppnishæf verð.“ „Hundruð nýrra viðskiptakorta eru seld á hverjum degi núna og við erum mjög spennt fyrir opnun,“ segir Brett Vigelskas, framkvæmdastjóri Costco. Hann segir verðið á eldsneyti hjá Costco vera komið til að vera. „Við erum ekki að selja eldsneyti undir kostnaðarverði. Okkar markmið er að selja hágæðavöru á sem besta verði.“
Costco Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Bensínstöð Costco opnuð á undan búðinni Stefnt er að því að opna bensínstöð Costco við Kauptún í Garðabæ nokkrum dögum áður en verslunin sjálf verður opnuð næstkomandi þriðjudag. Þetta staðfestir Steve Pappas, aðstoðarforstjóri Costco í Evrópu. 18. maí 2017 07:00 Costco sýnir bensínlítrann á 170 krónur Orkan hefur lækkað verð í dag og kostar lítrinn 185,70 krónur á völdum stöðvum í höfuðborginni. 19. maí 2017 11:57 Svæðisstjóri Costco: „Þetta er stærsta opnunin frá því við komum til Evrópu árið 1993“ Verslunarrisinn Costco hefur selt 35 þúsund aðildarkort að versluninni. 21. maí 2017 20:46 Bensínstöð Costco opnuð: Selja bensín á 169,9 krónur Lítrinn af bensíni hefur ekki kostað undir 170 krónur á lítrann síðan árið 2009. 21. maí 2017 13:28 Mest lesið „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Viðskipti innlent Þórdís til dómsmálaráðuneytisins Viðskipti innlent Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Viðskipti innlent Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Viðskipti innlent Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Viðskipti innlent Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Viðskipti innlent „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Neytendur Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Sjá meira
Bensínstöð Costco opnuð á undan búðinni Stefnt er að því að opna bensínstöð Costco við Kauptún í Garðabæ nokkrum dögum áður en verslunin sjálf verður opnuð næstkomandi þriðjudag. Þetta staðfestir Steve Pappas, aðstoðarforstjóri Costco í Evrópu. 18. maí 2017 07:00
Costco sýnir bensínlítrann á 170 krónur Orkan hefur lækkað verð í dag og kostar lítrinn 185,70 krónur á völdum stöðvum í höfuðborginni. 19. maí 2017 11:57
Svæðisstjóri Costco: „Þetta er stærsta opnunin frá því við komum til Evrópu árið 1993“ Verslunarrisinn Costco hefur selt 35 þúsund aðildarkort að versluninni. 21. maí 2017 20:46
Bensínstöð Costco opnuð: Selja bensín á 169,9 krónur Lítrinn af bensíni hefur ekki kostað undir 170 krónur á lítrann síðan árið 2009. 21. maí 2017 13:28
Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Viðskipti innlent
Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Viðskipti innlent