Titringur á eldsneytismarkaði vegna lágs verðs hjá Costco Sveinn Arnarsson skrifar 22. maí 2017 06:00 Meðlimir í Costco dældu glaðir í bragði á farartæki sín enda langt síðan svona verð hefur sést. vísir/ernir „Mér finnst þeir koma inn með mjög lágt verð miðað við það sem markaðurinn getur veitt,“ segir Jón Ólafur Halldórsson, forstjóri Olíuverzlunar Íslands, við verðlagningu Costco á eldsneyti.Jón Ólafur Halldórsson, forstjóri Olís.vísir/vilhelmCostco hóf að selja eldsneyti í gær og er verð þar langt undir því sem gengur og gerist á markaði hér á landi. 95 oktana bensín er á 169,90 krónur lítrinn og dísilolía á 164,90 krónur lítrinn. Útsöluverð hinna olíufyrirtækjanna er tæpar 200 krónur án afsláttar. Verð Costco á eldsneyti mun breyta landslaginu á íslenskum eldsneytismarkaði að mati framkvæmdastjóra FÍB. „Þetta er lifandi sönnun þess sem vakin hefur verið athygli á, bæði af okkur í FÍB og samkeppnisyfirvöldum, að álagning á eldsneyti er langt umfram það sem þekkist í nágrannalöndum okkar. Það er fagnaðarefni að það sé hrist upp í þessum markaði,“ segir Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB. „Þetta verð mun hafa gífurleg áhrif á klassískum helsjúkum fákeppnismarkaði. Hinir munu lækka verð um leið því þeir vilja halda áfram að vera í bissness.“ „Við höfum bara verið að bíða eftir því að þeir myndu opna og sú tímamót eru komin núna. Við munum í framhaldinu skoða hvaða áhrif þetta hefur á markaðinn áður en við tökum ákvörðun,“ segir Jón Ólafur, forstjóri Olís. „Við munum einnig þurfa að sjá hvernig Costco spilar úr þessu til lengri tíma. Við vitum ekki hvort þetta sé tilboð dagsins eða hvort þeir haldi þessu verði til streitu. Auðvitað fylgjumst við gaumgæfilega með því við viljum veita samkeppnishæf verð.“ „Hundruð nýrra viðskiptakorta eru seld á hverjum degi núna og við erum mjög spennt fyrir opnun,“ segir Brett Vigelskas, framkvæmdastjóri Costco. Hann segir verðið á eldsneyti hjá Costco vera komið til að vera. „Við erum ekki að selja eldsneyti undir kostnaðarverði. Okkar markmið er að selja hágæðavöru á sem besta verði.“ Costco Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Bensínstöð Costco opnuð á undan búðinni Stefnt er að því að opna bensínstöð Costco við Kauptún í Garðabæ nokkrum dögum áður en verslunin sjálf verður opnuð næstkomandi þriðjudag. Þetta staðfestir Steve Pappas, aðstoðarforstjóri Costco í Evrópu. 18. maí 2017 07:00 Costco sýnir bensínlítrann á 170 krónur Orkan hefur lækkað verð í dag og kostar lítrinn 185,70 krónur á völdum stöðvum í höfuðborginni. 19. maí 2017 11:57 Svæðisstjóri Costco: „Þetta er stærsta opnunin frá því við komum til Evrópu árið 1993“ Verslunarrisinn Costco hefur selt 35 þúsund aðildarkort að versluninni. 21. maí 2017 20:46 Bensínstöð Costco opnuð: Selja bensín á 169,9 krónur Lítrinn af bensíni hefur ekki kostað undir 170 krónur á lítrann síðan árið 2009. 21. maí 2017 13:28 Mest lesið ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Neytendur Raforka hækkað um 13,2 prósent á árinu Viðskipti innlent Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Samstarf Verðhækkunin nemi ekki því sem Nói Síríus fái á sig Viðskipti innlent Forstjóri Dominos til N1 Viðskipti innlent Segir að vel væri hægt að lækka vexti Viðskipti innlent Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Neytendur Halli upp á tugi milljarða hjá hinu opinbera Viðskipti innlent Dominos hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Neytendur Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Atvinnulíf Fleiri fréttir Metsætanýting í nóvember hjá Icelandair Raforka hækkað um 13,2 prósent á árinu Forstjóri Dominos til N1 Verðhækkunin nemi ekki því sem Nói Síríus fái á sig Halli upp á tugi milljarða hjá hinu opinbera Segir að vel væri hægt að lækka vexti Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans „Kemur ekki til greina“ að lækka eiginfjárkröfur Atvinnuleysi dróst saman milli mánaða Bein útsending: Ásgeir og Tómas sitja fyrir svörum Hátt raunvaxtastig samhliða hægari vexti gæti skapað áskoranir Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Gunnars loksins selt Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Sjá meira
„Mér finnst þeir koma inn með mjög lágt verð miðað við það sem markaðurinn getur veitt,“ segir Jón Ólafur Halldórsson, forstjóri Olíuverzlunar Íslands, við verðlagningu Costco á eldsneyti.Jón Ólafur Halldórsson, forstjóri Olís.vísir/vilhelmCostco hóf að selja eldsneyti í gær og er verð þar langt undir því sem gengur og gerist á markaði hér á landi. 95 oktana bensín er á 169,90 krónur lítrinn og dísilolía á 164,90 krónur lítrinn. Útsöluverð hinna olíufyrirtækjanna er tæpar 200 krónur án afsláttar. Verð Costco á eldsneyti mun breyta landslaginu á íslenskum eldsneytismarkaði að mati framkvæmdastjóra FÍB. „Þetta er lifandi sönnun þess sem vakin hefur verið athygli á, bæði af okkur í FÍB og samkeppnisyfirvöldum, að álagning á eldsneyti er langt umfram það sem þekkist í nágrannalöndum okkar. Það er fagnaðarefni að það sé hrist upp í þessum markaði,“ segir Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB. „Þetta verð mun hafa gífurleg áhrif á klassískum helsjúkum fákeppnismarkaði. Hinir munu lækka verð um leið því þeir vilja halda áfram að vera í bissness.“ „Við höfum bara verið að bíða eftir því að þeir myndu opna og sú tímamót eru komin núna. Við munum í framhaldinu skoða hvaða áhrif þetta hefur á markaðinn áður en við tökum ákvörðun,“ segir Jón Ólafur, forstjóri Olís. „Við munum einnig þurfa að sjá hvernig Costco spilar úr þessu til lengri tíma. Við vitum ekki hvort þetta sé tilboð dagsins eða hvort þeir haldi þessu verði til streitu. Auðvitað fylgjumst við gaumgæfilega með því við viljum veita samkeppnishæf verð.“ „Hundruð nýrra viðskiptakorta eru seld á hverjum degi núna og við erum mjög spennt fyrir opnun,“ segir Brett Vigelskas, framkvæmdastjóri Costco. Hann segir verðið á eldsneyti hjá Costco vera komið til að vera. „Við erum ekki að selja eldsneyti undir kostnaðarverði. Okkar markmið er að selja hágæðavöru á sem besta verði.“
Costco Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Bensínstöð Costco opnuð á undan búðinni Stefnt er að því að opna bensínstöð Costco við Kauptún í Garðabæ nokkrum dögum áður en verslunin sjálf verður opnuð næstkomandi þriðjudag. Þetta staðfestir Steve Pappas, aðstoðarforstjóri Costco í Evrópu. 18. maí 2017 07:00 Costco sýnir bensínlítrann á 170 krónur Orkan hefur lækkað verð í dag og kostar lítrinn 185,70 krónur á völdum stöðvum í höfuðborginni. 19. maí 2017 11:57 Svæðisstjóri Costco: „Þetta er stærsta opnunin frá því við komum til Evrópu árið 1993“ Verslunarrisinn Costco hefur selt 35 þúsund aðildarkort að versluninni. 21. maí 2017 20:46 Bensínstöð Costco opnuð: Selja bensín á 169,9 krónur Lítrinn af bensíni hefur ekki kostað undir 170 krónur á lítrann síðan árið 2009. 21. maí 2017 13:28 Mest lesið ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Neytendur Raforka hækkað um 13,2 prósent á árinu Viðskipti innlent Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Samstarf Verðhækkunin nemi ekki því sem Nói Síríus fái á sig Viðskipti innlent Forstjóri Dominos til N1 Viðskipti innlent Segir að vel væri hægt að lækka vexti Viðskipti innlent Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Neytendur Halli upp á tugi milljarða hjá hinu opinbera Viðskipti innlent Dominos hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Neytendur Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Atvinnulíf Fleiri fréttir Metsætanýting í nóvember hjá Icelandair Raforka hækkað um 13,2 prósent á árinu Forstjóri Dominos til N1 Verðhækkunin nemi ekki því sem Nói Síríus fái á sig Halli upp á tugi milljarða hjá hinu opinbera Segir að vel væri hægt að lækka vexti Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans „Kemur ekki til greina“ að lækka eiginfjárkröfur Atvinnuleysi dróst saman milli mánaða Bein útsending: Ásgeir og Tómas sitja fyrir svörum Hátt raunvaxtastig samhliða hægari vexti gæti skapað áskoranir Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Gunnars loksins selt Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Sjá meira
Bensínstöð Costco opnuð á undan búðinni Stefnt er að því að opna bensínstöð Costco við Kauptún í Garðabæ nokkrum dögum áður en verslunin sjálf verður opnuð næstkomandi þriðjudag. Þetta staðfestir Steve Pappas, aðstoðarforstjóri Costco í Evrópu. 18. maí 2017 07:00
Costco sýnir bensínlítrann á 170 krónur Orkan hefur lækkað verð í dag og kostar lítrinn 185,70 krónur á völdum stöðvum í höfuðborginni. 19. maí 2017 11:57
Svæðisstjóri Costco: „Þetta er stærsta opnunin frá því við komum til Evrópu árið 1993“ Verslunarrisinn Costco hefur selt 35 þúsund aðildarkort að versluninni. 21. maí 2017 20:46
Bensínstöð Costco opnuð: Selja bensín á 169,9 krónur Lítrinn af bensíni hefur ekki kostað undir 170 krónur á lítrann síðan árið 2009. 21. maí 2017 13:28