Niðurgreiða bensín til að lokka fólk í búðina Jakob Bjarnar skrifar 22. maí 2017 10:32 Árni Finnsson er ekki einn þeirra sem fagnar lágu bensínverði og segir það almennt verra fyrir loftslagið. Ekki eru allir almennir neytendur sem fagna lágu bensínverði, eða því sem Costco býður uppá. „Ég held að lágt verð á bensín þarna hjá Costco sé nú aðallega til að laða að viðskiptavini. Og þá getur maður spurt sig, á bara ekki að banna að niðurgreiða bensín? Það er kannski ekkert vitlaust. Mér finnst að það eigi ekki að vera hægt að nota bensín sem aðdráttarafl fyrir einhverja lagervöru,“ segir Árni Finnsson formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands. Hið lága bensínverð sem Costco býður uppá hefur vakið verulega athygli og valdið titringi á markaði. Og, á því eru ýmsir fletir. Umhverfisverndarsinnar eru til að mynda ekkert mjög hrifnir, því þeir telja einfaldlega að lágt verð á olíu kalli á meiri brennslu og þar með losun gróðurhúsalofttegunda. Árni segist ekki hafa velt því sérstaklega fyrir sér, hvort hann fagni þessu lága bensínverði.Niðurgreiða bensín til að fá fólk í búðina„Þeir eru líklega að niðurgreiða þetta og það er nú ekki sniðugt. Þeir eru ekki að græða á þessu bensínverði heldur eru að fá fólk í búðina. Almennt séð er lægra bensínverð verra fyrir loftslagið. Eins og í Bandaríkjunum þar sem menn líta á það sem mannréttindi að bensínverð sé lágt. Það hefur verið að lækka. En, stjórnvöld hafa verið að taka við sér. Hér heima stendur til að hækka skatta eða svokallaðan kolefnisskatt, hann verður hækkaður um hundrað prósent um næstu áramót. Ríkisstjórn Bjarna og Sigmundar byrjaði reyndar á því að lækka þann skatt, 2014. Þó það hafi ekki verið mikil lækkun þá gaf það rangan signal. Bílafloti Íslendinga hefur endurnýjast á síðustu þremur árum. Um það bil,“ segir Árni. Og, sú endurnýjun hefur ekki verið heillavænleg, þar er ekki litið nægjanlega til sparneytni. „Ef stjórnvöld hefðu tekið á málum fyrir 2013 til 2014, sem sagt beina neytendum í átt að sparneytnari bílum þá væri aukningin í losun hér á Íslandi ekki eins mikil og raun ber vitni.“Eftir talsverðu að seilast fyrir stjórnvöldÁrni segir að stóriðjan, sem er langstærst, rugli umræðuna. Hún falli undir viðskiptakerfi Evrópusambandsins og því ekki inni í þeim aðgerðum sem stjórnvöld geta gripið til. Svo er einnig um alþjóðaflugið. Þetta þýðir að um 40 prósent af losun hér á landi fellur undir markaðskerfi Evrópusambandsins, ETS. Það sem snýr að stjórnvöldum er því landbúnaðurinn (um 14 prósent), sjávarútvegurinn (um 30 prósent), úrgangur (um 5 prósent) og svo samgöngurnar sem eru um 20 prósent. „Þar af leiðandi er eftir miklu að seilast fyrir stjórnvöld, þau geta minnkað þennan samgönguþátt umtalsvert. Ef stjórnvöld hefðu gripið í taumana 2014 hefði ekki orðið sú aukning í bílaflotanum sem varð,“ segir Árni Finnsson – sem ætlar ekki að leggja leið sína til Costco til að fylla á tankinn. „Nei, ekki eftir þetta,“ segir hann sposkur og vísar til þess að Vísir hefur nú fengið hann til að setja fram efasemdir um þetta lága bensínverð. Tengdar fréttir Stefnir í rauðan dag hjá olíufélögunum í Kauphöllinni Verð á hlutabréfum í N1 og Skeljungi hafa lækkað í morgun eftir að markaðir voru opnaðir. 22. maí 2017 10:05 Titringur á eldsneytismarkaði vegna lágs verðs hjá Costco Forstjóri Olís segir verð Costco lægra en markaðurinn geti ráðið við. Forstjóri Costco segir fyrirtækið ekki greiða með eldsneyti og að álagningin sé eðlileg. 22. maí 2017 06:00 Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Sjá meira
Ekki eru allir almennir neytendur sem fagna lágu bensínverði, eða því sem Costco býður uppá. „Ég held að lágt verð á bensín þarna hjá Costco sé nú aðallega til að laða að viðskiptavini. Og þá getur maður spurt sig, á bara ekki að banna að niðurgreiða bensín? Það er kannski ekkert vitlaust. Mér finnst að það eigi ekki að vera hægt að nota bensín sem aðdráttarafl fyrir einhverja lagervöru,“ segir Árni Finnsson formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands. Hið lága bensínverð sem Costco býður uppá hefur vakið verulega athygli og valdið titringi á markaði. Og, á því eru ýmsir fletir. Umhverfisverndarsinnar eru til að mynda ekkert mjög hrifnir, því þeir telja einfaldlega að lágt verð á olíu kalli á meiri brennslu og þar með losun gróðurhúsalofttegunda. Árni segist ekki hafa velt því sérstaklega fyrir sér, hvort hann fagni þessu lága bensínverði.Niðurgreiða bensín til að fá fólk í búðina„Þeir eru líklega að niðurgreiða þetta og það er nú ekki sniðugt. Þeir eru ekki að græða á þessu bensínverði heldur eru að fá fólk í búðina. Almennt séð er lægra bensínverð verra fyrir loftslagið. Eins og í Bandaríkjunum þar sem menn líta á það sem mannréttindi að bensínverð sé lágt. Það hefur verið að lækka. En, stjórnvöld hafa verið að taka við sér. Hér heima stendur til að hækka skatta eða svokallaðan kolefnisskatt, hann verður hækkaður um hundrað prósent um næstu áramót. Ríkisstjórn Bjarna og Sigmundar byrjaði reyndar á því að lækka þann skatt, 2014. Þó það hafi ekki verið mikil lækkun þá gaf það rangan signal. Bílafloti Íslendinga hefur endurnýjast á síðustu þremur árum. Um það bil,“ segir Árni. Og, sú endurnýjun hefur ekki verið heillavænleg, þar er ekki litið nægjanlega til sparneytni. „Ef stjórnvöld hefðu tekið á málum fyrir 2013 til 2014, sem sagt beina neytendum í átt að sparneytnari bílum þá væri aukningin í losun hér á Íslandi ekki eins mikil og raun ber vitni.“Eftir talsverðu að seilast fyrir stjórnvöldÁrni segir að stóriðjan, sem er langstærst, rugli umræðuna. Hún falli undir viðskiptakerfi Evrópusambandsins og því ekki inni í þeim aðgerðum sem stjórnvöld geta gripið til. Svo er einnig um alþjóðaflugið. Þetta þýðir að um 40 prósent af losun hér á landi fellur undir markaðskerfi Evrópusambandsins, ETS. Það sem snýr að stjórnvöldum er því landbúnaðurinn (um 14 prósent), sjávarútvegurinn (um 30 prósent), úrgangur (um 5 prósent) og svo samgöngurnar sem eru um 20 prósent. „Þar af leiðandi er eftir miklu að seilast fyrir stjórnvöld, þau geta minnkað þennan samgönguþátt umtalsvert. Ef stjórnvöld hefðu gripið í taumana 2014 hefði ekki orðið sú aukning í bílaflotanum sem varð,“ segir Árni Finnsson – sem ætlar ekki að leggja leið sína til Costco til að fylla á tankinn. „Nei, ekki eftir þetta,“ segir hann sposkur og vísar til þess að Vísir hefur nú fengið hann til að setja fram efasemdir um þetta lága bensínverð.
Tengdar fréttir Stefnir í rauðan dag hjá olíufélögunum í Kauphöllinni Verð á hlutabréfum í N1 og Skeljungi hafa lækkað í morgun eftir að markaðir voru opnaðir. 22. maí 2017 10:05 Titringur á eldsneytismarkaði vegna lágs verðs hjá Costco Forstjóri Olís segir verð Costco lægra en markaðurinn geti ráðið við. Forstjóri Costco segir fyrirtækið ekki greiða með eldsneyti og að álagningin sé eðlileg. 22. maí 2017 06:00 Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Sjá meira
Stefnir í rauðan dag hjá olíufélögunum í Kauphöllinni Verð á hlutabréfum í N1 og Skeljungi hafa lækkað í morgun eftir að markaðir voru opnaðir. 22. maí 2017 10:05
Titringur á eldsneytismarkaði vegna lágs verðs hjá Costco Forstjóri Olís segir verð Costco lægra en markaðurinn geti ráðið við. Forstjóri Costco segir fyrirtækið ekki greiða með eldsneyti og að álagningin sé eðlileg. 22. maí 2017 06:00