Niðurgreiða bensín til að lokka fólk í búðina Jakob Bjarnar skrifar 22. maí 2017 10:32 Árni Finnsson er ekki einn þeirra sem fagnar lágu bensínverði og segir það almennt verra fyrir loftslagið. Ekki eru allir almennir neytendur sem fagna lágu bensínverði, eða því sem Costco býður uppá. „Ég held að lágt verð á bensín þarna hjá Costco sé nú aðallega til að laða að viðskiptavini. Og þá getur maður spurt sig, á bara ekki að banna að niðurgreiða bensín? Það er kannski ekkert vitlaust. Mér finnst að það eigi ekki að vera hægt að nota bensín sem aðdráttarafl fyrir einhverja lagervöru,“ segir Árni Finnsson formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands. Hið lága bensínverð sem Costco býður uppá hefur vakið verulega athygli og valdið titringi á markaði. Og, á því eru ýmsir fletir. Umhverfisverndarsinnar eru til að mynda ekkert mjög hrifnir, því þeir telja einfaldlega að lágt verð á olíu kalli á meiri brennslu og þar með losun gróðurhúsalofttegunda. Árni segist ekki hafa velt því sérstaklega fyrir sér, hvort hann fagni þessu lága bensínverði.Niðurgreiða bensín til að fá fólk í búðina„Þeir eru líklega að niðurgreiða þetta og það er nú ekki sniðugt. Þeir eru ekki að græða á þessu bensínverði heldur eru að fá fólk í búðina. Almennt séð er lægra bensínverð verra fyrir loftslagið. Eins og í Bandaríkjunum þar sem menn líta á það sem mannréttindi að bensínverð sé lágt. Það hefur verið að lækka. En, stjórnvöld hafa verið að taka við sér. Hér heima stendur til að hækka skatta eða svokallaðan kolefnisskatt, hann verður hækkaður um hundrað prósent um næstu áramót. Ríkisstjórn Bjarna og Sigmundar byrjaði reyndar á því að lækka þann skatt, 2014. Þó það hafi ekki verið mikil lækkun þá gaf það rangan signal. Bílafloti Íslendinga hefur endurnýjast á síðustu þremur árum. Um það bil,“ segir Árni. Og, sú endurnýjun hefur ekki verið heillavænleg, þar er ekki litið nægjanlega til sparneytni. „Ef stjórnvöld hefðu tekið á málum fyrir 2013 til 2014, sem sagt beina neytendum í átt að sparneytnari bílum þá væri aukningin í losun hér á Íslandi ekki eins mikil og raun ber vitni.“Eftir talsverðu að seilast fyrir stjórnvöldÁrni segir að stóriðjan, sem er langstærst, rugli umræðuna. Hún falli undir viðskiptakerfi Evrópusambandsins og því ekki inni í þeim aðgerðum sem stjórnvöld geta gripið til. Svo er einnig um alþjóðaflugið. Þetta þýðir að um 40 prósent af losun hér á landi fellur undir markaðskerfi Evrópusambandsins, ETS. Það sem snýr að stjórnvöldum er því landbúnaðurinn (um 14 prósent), sjávarútvegurinn (um 30 prósent), úrgangur (um 5 prósent) og svo samgöngurnar sem eru um 20 prósent. „Þar af leiðandi er eftir miklu að seilast fyrir stjórnvöld, þau geta minnkað þennan samgönguþátt umtalsvert. Ef stjórnvöld hefðu gripið í taumana 2014 hefði ekki orðið sú aukning í bílaflotanum sem varð,“ segir Árni Finnsson – sem ætlar ekki að leggja leið sína til Costco til að fylla á tankinn. „Nei, ekki eftir þetta,“ segir hann sposkur og vísar til þess að Vísir hefur nú fengið hann til að setja fram efasemdir um þetta lága bensínverð. Tengdar fréttir Stefnir í rauðan dag hjá olíufélögunum í Kauphöllinni Verð á hlutabréfum í N1 og Skeljungi hafa lækkað í morgun eftir að markaðir voru opnaðir. 22. maí 2017 10:05 Titringur á eldsneytismarkaði vegna lágs verðs hjá Costco Forstjóri Olís segir verð Costco lægra en markaðurinn geti ráðið við. Forstjóri Costco segir fyrirtækið ekki greiða með eldsneyti og að álagningin sé eðlileg. 22. maí 2017 06:00 Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Sjá meira
Ekki eru allir almennir neytendur sem fagna lágu bensínverði, eða því sem Costco býður uppá. „Ég held að lágt verð á bensín þarna hjá Costco sé nú aðallega til að laða að viðskiptavini. Og þá getur maður spurt sig, á bara ekki að banna að niðurgreiða bensín? Það er kannski ekkert vitlaust. Mér finnst að það eigi ekki að vera hægt að nota bensín sem aðdráttarafl fyrir einhverja lagervöru,“ segir Árni Finnsson formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands. Hið lága bensínverð sem Costco býður uppá hefur vakið verulega athygli og valdið titringi á markaði. Og, á því eru ýmsir fletir. Umhverfisverndarsinnar eru til að mynda ekkert mjög hrifnir, því þeir telja einfaldlega að lágt verð á olíu kalli á meiri brennslu og þar með losun gróðurhúsalofttegunda. Árni segist ekki hafa velt því sérstaklega fyrir sér, hvort hann fagni þessu lága bensínverði.Niðurgreiða bensín til að fá fólk í búðina„Þeir eru líklega að niðurgreiða þetta og það er nú ekki sniðugt. Þeir eru ekki að græða á þessu bensínverði heldur eru að fá fólk í búðina. Almennt séð er lægra bensínverð verra fyrir loftslagið. Eins og í Bandaríkjunum þar sem menn líta á það sem mannréttindi að bensínverð sé lágt. Það hefur verið að lækka. En, stjórnvöld hafa verið að taka við sér. Hér heima stendur til að hækka skatta eða svokallaðan kolefnisskatt, hann verður hækkaður um hundrað prósent um næstu áramót. Ríkisstjórn Bjarna og Sigmundar byrjaði reyndar á því að lækka þann skatt, 2014. Þó það hafi ekki verið mikil lækkun þá gaf það rangan signal. Bílafloti Íslendinga hefur endurnýjast á síðustu þremur árum. Um það bil,“ segir Árni. Og, sú endurnýjun hefur ekki verið heillavænleg, þar er ekki litið nægjanlega til sparneytni. „Ef stjórnvöld hefðu tekið á málum fyrir 2013 til 2014, sem sagt beina neytendum í átt að sparneytnari bílum þá væri aukningin í losun hér á Íslandi ekki eins mikil og raun ber vitni.“Eftir talsverðu að seilast fyrir stjórnvöldÁrni segir að stóriðjan, sem er langstærst, rugli umræðuna. Hún falli undir viðskiptakerfi Evrópusambandsins og því ekki inni í þeim aðgerðum sem stjórnvöld geta gripið til. Svo er einnig um alþjóðaflugið. Þetta þýðir að um 40 prósent af losun hér á landi fellur undir markaðskerfi Evrópusambandsins, ETS. Það sem snýr að stjórnvöldum er því landbúnaðurinn (um 14 prósent), sjávarútvegurinn (um 30 prósent), úrgangur (um 5 prósent) og svo samgöngurnar sem eru um 20 prósent. „Þar af leiðandi er eftir miklu að seilast fyrir stjórnvöld, þau geta minnkað þennan samgönguþátt umtalsvert. Ef stjórnvöld hefðu gripið í taumana 2014 hefði ekki orðið sú aukning í bílaflotanum sem varð,“ segir Árni Finnsson – sem ætlar ekki að leggja leið sína til Costco til að fylla á tankinn. „Nei, ekki eftir þetta,“ segir hann sposkur og vísar til þess að Vísir hefur nú fengið hann til að setja fram efasemdir um þetta lága bensínverð.
Tengdar fréttir Stefnir í rauðan dag hjá olíufélögunum í Kauphöllinni Verð á hlutabréfum í N1 og Skeljungi hafa lækkað í morgun eftir að markaðir voru opnaðir. 22. maí 2017 10:05 Titringur á eldsneytismarkaði vegna lágs verðs hjá Costco Forstjóri Olís segir verð Costco lægra en markaðurinn geti ráðið við. Forstjóri Costco segir fyrirtækið ekki greiða með eldsneyti og að álagningin sé eðlileg. 22. maí 2017 06:00 Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Sjá meira
Stefnir í rauðan dag hjá olíufélögunum í Kauphöllinni Verð á hlutabréfum í N1 og Skeljungi hafa lækkað í morgun eftir að markaðir voru opnaðir. 22. maí 2017 10:05
Titringur á eldsneytismarkaði vegna lágs verðs hjá Costco Forstjóri Olís segir verð Costco lægra en markaðurinn geti ráðið við. Forstjóri Costco segir fyrirtækið ekki greiða með eldsneyti og að álagningin sé eðlileg. 22. maí 2017 06:00