Átta hundruð íbúðir í Skerjafjörðinn Sæunn Gísladóttir skrifar 23. maí 2017 07:00 Uppbyggingin í Skerjafirði verður meðal annars þar sem gamla neyðarbrautin var. Í Skerjafirði hefst fljótlega samkeppni um uppbyggingu 800 íbúða auk atvinnuhúsnæðis. Þetta kom fram í máli Dags B. Eggertssonar borgarstjóra á fundi um uppbyggingu atvinnuhúsnæðis, á föstudag. Fimm arkitektastofum hefur verið boðið að vinna tillögu að rammaskipulagi svæðisins en á því er meðal annars gömlu neyðarbrautina að finna. Fram kom í máli borgarstjóra að borgin væri sennilega á miðju stærsta uppbyggingarskeiði í sögunni. Hann ítrekaði þó að húsnæðisuppbygging í fermetrum talið væri meiri en uppbygging atvinnuhúsnæðis. „Við höfum líklega aldrei í sögu borgarinnar verið með jafn mikið af atvinnulóðum til reiðu,“ sagði Dagur á fundinum. Þá telur hann rauða þráðinn í uppbyggingu á fjölda svæða vera lifandi jarðhæðir, það er uppbygging íbúða með verslun eða þjónustu á jarðhæðinni. Eitt stærsta uppbyggingarsvæðið er við Ártúnshöfða, um 4.500 íbúðir, og umtalsvert atvinnuhúsnæði. Einnig má nefna Hörpureitinn og svæðið í kring sem mun að mörgu leyti umbreyta borgarmyndinni, en þar verður byggt 250 herbergja hótel. Áætluð verklok eru 2019. Húsin við Kirkjusand þar sem höfuðstöðvar Íslandsbanka voru verða rifin og uppbygging þar á 48 þúsund fermetra svæði. Þar er gert ráð fyrir verslunum og þjónustu.Miklar framkvæmdir eiga sér nú stað vegna uppbyggingu Hafnartorgs og Hörpureits.vísir/eyþórSprengisandur gæti vikið Dagur benti á húsnæðið við Bústaðaveg 151 í ávarpinu. Þar er verið að leggja af hesthúsabyggð. Skipulagstillaga verður lögð fram í sumar. Svæðið er tilbúið í deiliskipulagsauglýsingu sem fer út fljótlega. Hann benti á að svæðið lægi mjög vel við stofnbrautum. „Um 207 milljarðar eru að fara í fjárfestingu í Vatnsmýrinni, mikið tengt þekkingariðnaði,“ sagði Dagur í ávarpinu. Þar verða nýjar höfuðstöðvar CCP svo eitthvað sé nefnt. Uppbyggingin í borginni teygir sig víða. Hugsanlega verður bætt við atvinnulóðum í Hádegismóum því þær eru uppseldar að öðru leyti. Hótel halda áfram að rísa, Dagur benti á að þekkt áform um uppbyggingu væru um 4.000 herbergi. „Við sjáum fyrir okkur tvöföldun á hótelherbergjum. Staðfest verkefni í samþykktu skipulagi eru þegar um 2.800 og eru 1.500 í þróun.“ Dagur sagði borgaryfirvöld áskilja sér rétt til að beina hótelum frá stöðum þar sem mörg hótel eru fyrir og að Borgarlínan væri forsenda þess að öll þessi uppbygging gæti átt sér stað. „Það er lykilatriði í að þróa borgina án þess að umferðarkerfið springi.“ Birtist í Fréttablaðinu Skipulag Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Fleiri fréttir Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Sjá meira
Í Skerjafirði hefst fljótlega samkeppni um uppbyggingu 800 íbúða auk atvinnuhúsnæðis. Þetta kom fram í máli Dags B. Eggertssonar borgarstjóra á fundi um uppbyggingu atvinnuhúsnæðis, á föstudag. Fimm arkitektastofum hefur verið boðið að vinna tillögu að rammaskipulagi svæðisins en á því er meðal annars gömlu neyðarbrautina að finna. Fram kom í máli borgarstjóra að borgin væri sennilega á miðju stærsta uppbyggingarskeiði í sögunni. Hann ítrekaði þó að húsnæðisuppbygging í fermetrum talið væri meiri en uppbygging atvinnuhúsnæðis. „Við höfum líklega aldrei í sögu borgarinnar verið með jafn mikið af atvinnulóðum til reiðu,“ sagði Dagur á fundinum. Þá telur hann rauða þráðinn í uppbyggingu á fjölda svæða vera lifandi jarðhæðir, það er uppbygging íbúða með verslun eða þjónustu á jarðhæðinni. Eitt stærsta uppbyggingarsvæðið er við Ártúnshöfða, um 4.500 íbúðir, og umtalsvert atvinnuhúsnæði. Einnig má nefna Hörpureitinn og svæðið í kring sem mun að mörgu leyti umbreyta borgarmyndinni, en þar verður byggt 250 herbergja hótel. Áætluð verklok eru 2019. Húsin við Kirkjusand þar sem höfuðstöðvar Íslandsbanka voru verða rifin og uppbygging þar á 48 þúsund fermetra svæði. Þar er gert ráð fyrir verslunum og þjónustu.Miklar framkvæmdir eiga sér nú stað vegna uppbyggingu Hafnartorgs og Hörpureits.vísir/eyþórSprengisandur gæti vikið Dagur benti á húsnæðið við Bústaðaveg 151 í ávarpinu. Þar er verið að leggja af hesthúsabyggð. Skipulagstillaga verður lögð fram í sumar. Svæðið er tilbúið í deiliskipulagsauglýsingu sem fer út fljótlega. Hann benti á að svæðið lægi mjög vel við stofnbrautum. „Um 207 milljarðar eru að fara í fjárfestingu í Vatnsmýrinni, mikið tengt þekkingariðnaði,“ sagði Dagur í ávarpinu. Þar verða nýjar höfuðstöðvar CCP svo eitthvað sé nefnt. Uppbyggingin í borginni teygir sig víða. Hugsanlega verður bætt við atvinnulóðum í Hádegismóum því þær eru uppseldar að öðru leyti. Hótel halda áfram að rísa, Dagur benti á að þekkt áform um uppbyggingu væru um 4.000 herbergi. „Við sjáum fyrir okkur tvöföldun á hótelherbergjum. Staðfest verkefni í samþykktu skipulagi eru þegar um 2.800 og eru 1.500 í þróun.“ Dagur sagði borgaryfirvöld áskilja sér rétt til að beina hótelum frá stöðum þar sem mörg hótel eru fyrir og að Borgarlínan væri forsenda þess að öll þessi uppbygging gæti átt sér stað. „Það er lykilatriði í að þróa borgina án þess að umferðarkerfið springi.“
Birtist í Fréttablaðinu Skipulag Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Fleiri fréttir Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Sjá meira