Sálfræðingur segir það ekki endilega góða hugmynd að fara með börnin í Costco Birgir Olgeirsson skrifar 26. maí 2017 10:48 Fjölmargir lögðu leið sína í Costco í gær. Vísir/Anton Brink Örtröð var í versluninni Costco í Kauptúni í Garðabæ í gær, enda margir sem nýttu fríið sitt á uppstigningardegi til að kíkja þangað. Í Facebook-hópnum Keypt í Costco Ísl. – Myndir og verð, sem telur um 37 þúsund manns þegar þetta er ritað, voru foreldrar varaðir við að fara með börnin sín í Costco í gær ef þau voru ekki stemmd fyrir því. Þá sérstaklega í ljósi þess að ferð í Costco getur staðið yfir í allt að einn og hálfan klukkutíma þegar örtröðin er sem mest líkt og raun bar vitni í gær.Steinunn Anna Sigurjónsdóttir, sálfræðingur.Vísir„Það er stappað og heitt þarna inni og þetta er síðasti staðurinn sem þau vilja vera á,“ ritaði einn þeirra sem er meðlimur í þessum hópi og bætti annar við. „Það virðist vera full þörf á þessari ábendingu. Ég fór í gær og þá var ekki troðið og það var skelfilegt að sjá grátandi börn sem voru svo gjörsamlega búin að fá nóg. Það eru ekki öll börn sem þola þetta álag sem fylgir því að fara í búðir, hvað þá svona búðir.“ Steinunn Anna Sigurjónsdóttir, sálfræðingur hjá Litlu kvíðameðferðarmiðstöðinni, segir það full mikið í lagt að foreldrar ættu að hafa áhyggjur af því að fara með börnin sín í Costco. Varanlegur skaði muni ekki hljótast af því ef börnin þeirra gráti. Steinunn segir hins vegar að það sé ekki beint skynsamlegt að taka börnin sín með sér í verslunarferð í Costco sem getur tekið þó nokkurn tíma þegar aðsóknin er jafn mikil og raun bar vitni í gær. „Það er ekki endilega góð hugmynd ef ef þú ætlar að gera það þá getur þú undirbúið þig. Tekið smá nesti með fyrir barnið og leikfang fyrir það. Þú getur einnig látið barnið hjálpa þér að kaupa inn,“ segir Steinunn en bendir á að pakkningarnar í Costco séu mögulega það stórar að erfitt sé að láta lítil börn aðstoða sig með þær. „En krökkum finnst gaman að fá að vera aðstoðarmenn,“ segir Steinunn en ítrekar að þetta sé ekki eitthvað til að hafa áhyggjur af. „Hafið það hins vegar í huga að þetta getur orðið hrikalega erfitt fyrir ykkur bæði, börn og foreldra. Costco Tengdar fréttir Costco-brjálæðið síst í rénun Löng röð hafði myndast áður en verslunin opnaði í morgun. 26. maí 2017 10:14 Bónus fylgist grannt með Costco „Við erum stolt af því að verðin hjá okkur eru í mörgum tilfellum sambærileg og hjá næststærsta smásala heims,“ segir Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónuss, um hvort opnun Costco hafi haft einhver áhrif á Bónus það sem af er vikunni. 26. maí 2017 07:00 Mannfjöldinn svo mikill að Costco kerrur kláruðust Svo mikill mannfjöldi er í Costco í dag að ekki eru nægilega margar kerrur fyrir alla. 25. maí 2017 12:39 Biður neytendur að gæta sín á Costco-áhrifunum "Þessi hugsun að þú farir inn í verslun, jafnvel bara til að skoða, en þú kemur út úr búðinni með eitthvað sem þig vantaði ekki.“ 24. maí 2017 14:49 Mest lesið Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Fleiri fréttir „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Sjá meira
Örtröð var í versluninni Costco í Kauptúni í Garðabæ í gær, enda margir sem nýttu fríið sitt á uppstigningardegi til að kíkja þangað. Í Facebook-hópnum Keypt í Costco Ísl. – Myndir og verð, sem telur um 37 þúsund manns þegar þetta er ritað, voru foreldrar varaðir við að fara með börnin sín í Costco í gær ef þau voru ekki stemmd fyrir því. Þá sérstaklega í ljósi þess að ferð í Costco getur staðið yfir í allt að einn og hálfan klukkutíma þegar örtröðin er sem mest líkt og raun bar vitni í gær.Steinunn Anna Sigurjónsdóttir, sálfræðingur.Vísir„Það er stappað og heitt þarna inni og þetta er síðasti staðurinn sem þau vilja vera á,“ ritaði einn þeirra sem er meðlimur í þessum hópi og bætti annar við. „Það virðist vera full þörf á þessari ábendingu. Ég fór í gær og þá var ekki troðið og það var skelfilegt að sjá grátandi börn sem voru svo gjörsamlega búin að fá nóg. Það eru ekki öll börn sem þola þetta álag sem fylgir því að fara í búðir, hvað þá svona búðir.“ Steinunn Anna Sigurjónsdóttir, sálfræðingur hjá Litlu kvíðameðferðarmiðstöðinni, segir það full mikið í lagt að foreldrar ættu að hafa áhyggjur af því að fara með börnin sín í Costco. Varanlegur skaði muni ekki hljótast af því ef börnin þeirra gráti. Steinunn segir hins vegar að það sé ekki beint skynsamlegt að taka börnin sín með sér í verslunarferð í Costco sem getur tekið þó nokkurn tíma þegar aðsóknin er jafn mikil og raun bar vitni í gær. „Það er ekki endilega góð hugmynd ef ef þú ætlar að gera það þá getur þú undirbúið þig. Tekið smá nesti með fyrir barnið og leikfang fyrir það. Þú getur einnig látið barnið hjálpa þér að kaupa inn,“ segir Steinunn en bendir á að pakkningarnar í Costco séu mögulega það stórar að erfitt sé að láta lítil börn aðstoða sig með þær. „En krökkum finnst gaman að fá að vera aðstoðarmenn,“ segir Steinunn en ítrekar að þetta sé ekki eitthvað til að hafa áhyggjur af. „Hafið það hins vegar í huga að þetta getur orðið hrikalega erfitt fyrir ykkur bæði, börn og foreldra.
Costco Tengdar fréttir Costco-brjálæðið síst í rénun Löng röð hafði myndast áður en verslunin opnaði í morgun. 26. maí 2017 10:14 Bónus fylgist grannt með Costco „Við erum stolt af því að verðin hjá okkur eru í mörgum tilfellum sambærileg og hjá næststærsta smásala heims,“ segir Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónuss, um hvort opnun Costco hafi haft einhver áhrif á Bónus það sem af er vikunni. 26. maí 2017 07:00 Mannfjöldinn svo mikill að Costco kerrur kláruðust Svo mikill mannfjöldi er í Costco í dag að ekki eru nægilega margar kerrur fyrir alla. 25. maí 2017 12:39 Biður neytendur að gæta sín á Costco-áhrifunum "Þessi hugsun að þú farir inn í verslun, jafnvel bara til að skoða, en þú kemur út úr búðinni með eitthvað sem þig vantaði ekki.“ 24. maí 2017 14:49 Mest lesið Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Fleiri fréttir „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Sjá meira
Costco-brjálæðið síst í rénun Löng röð hafði myndast áður en verslunin opnaði í morgun. 26. maí 2017 10:14
Bónus fylgist grannt með Costco „Við erum stolt af því að verðin hjá okkur eru í mörgum tilfellum sambærileg og hjá næststærsta smásala heims,“ segir Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónuss, um hvort opnun Costco hafi haft einhver áhrif á Bónus það sem af er vikunni. 26. maí 2017 07:00
Mannfjöldinn svo mikill að Costco kerrur kláruðust Svo mikill mannfjöldi er í Costco í dag að ekki eru nægilega margar kerrur fyrir alla. 25. maí 2017 12:39
Biður neytendur að gæta sín á Costco-áhrifunum "Þessi hugsun að þú farir inn í verslun, jafnvel bara til að skoða, en þú kemur út úr búðinni með eitthvað sem þig vantaði ekki.“ 24. maí 2017 14:49