Þróttarar héldu sigurgöngu sinni áfram í Inkasso-deild karla í fótbolta í kvöld og komust á toppinn með 3-0 sigri á Seltjarnarnesinu. Framliðið vann KA-bananana í ÍR eftir mikla dramatíkin í lokin í hinum leik kvöldsins.
Þróttur vann 3-0 sigur á Gróttu á Vivaldivellinum á Nesinu og er þar með komið með 9 stig í fyrstu fjórum umferðum Inkasso-deildarinnar. Sigurinn kemur liðinu í efsti sæti deildarinnar.
Framarar komu til baka á heimavelli á móti ÍR og unnu 2-1 sigur sem skilar Safamýrarliðinu upp í annað sætið. Brynjar Kristmundsson skoraði sigurmarkið í uppbótartíma. Framarar hafa enn ekki tapað í deildinni í sumar.
Þróttur tapaði fyrir Haukum á heimavelli í fyrstu umferðinni en svaraði því með sigri á ÍR, Þór og svo Gróttu í kvöld.
Sveinbjörn Jónasson sá um tvö fyrstu mörkin fyrir Þróttara í kvöld. Hann kom liðinu í 1-0 með laglegum skalla strax á 9. mínútu eftir fyrirgjöf frá Aroni Þórði Albertssyni og bætti síðan við öðru marki á 66. mínútu eftir að hafa sloppið í gegn eftir sendingu frá Rafni Andra Haraldssyni.
Varamaðurinn Ólafur Hrannar Kristjánsson skoraði síðan þriðja markið í uppbótartíma en hann er nýkominn til Þróttar frá Leikni Reykjavík.
ÍR-ingar slógu Pepsi-deildarlið KA út úr Borgunarbikarnum á dögunum en þeir áttu enn eftir að vinna í deildinni þegar þeir mættu á Laugardalsvöllinn í kvöld. ÍR komst í 1-0 með marki Jónatans Hróbjartssonar á 63. mínútu og ÍR-liðið var yfir í tæpar tuttugu mínútur.
Framarar skoruðu aftur á móti tvö mörk í lokin og tryggðu sér 2-1 sigur. Ivan Bubalo jafnaði á 82. mínútu og varamaðurinn Brynjar Kristmundsson skoraði sigurmarkið í uppbótartíma aðeins þremur mínútum eftir að hann kom inná.
Upplýsingar um markaskorara eru fengnar frá úrslitaþjónustunni úrslit.net.
Sveinbjörn skaut Þróttara upp í toppsætið | Framarar í 2. sætið
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið


Tottenham vann Evrópudeildina
Fótbolti



Guardiola hótar að hætta
Enski boltinn



Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika
Íslenski boltinn

Shaq segist hundrað prósent
Körfubolti

Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd
Fótbolti