Innlent

Hlauparinn fundinn heill á húfi

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Helgafell er ofan Hafnarfjarðar.
Helgafell er ofan Hafnarfjarðar. mynd/loftmyndir

Uppfært klukkan 23:52: Hlauparinn er fundinn heill á húfi en kaldur að sögn Jónasar Guðmundssonar hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg. Um 100 björgunarsveitarmenn tóku þátt í leitinni ásamt leitarhundum. Ágætis skyggni var við leitina en mikil rigning, lágskýjað og kalt. 

Björgunarsveitir á höfuðborgarsvæðinu hafa verið kallaðar út til að leita að hlaupara á eða við Helgafell ofan Hafnarfjarðar.

Í tilkynningu frá Landsbjörg segir að maðurinn hafi orðið viðskila við annan hlaupafélaga sinn á fjallinu og að ekki hafi náðst samband við hann efitr það.

Veður sé hálfleiðinlegt á svæðinu, rok og rigning og maðurinn klæddur fyrir hlaup en ekki langa útiveru.

Tveir hópar björgunarmanna eru lagðir af stað á fjallið til leitar og fleiri eru að gera sig klára.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.