Ítalska sjö ára reglan að ganga upp einu sinni enn í Meistaradeildinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. maí 2017 14:30 Jose Mourinho stýrði Inter til sigurs í Meistaradeildinni 2010. Vísir/Getty Juventus er komið í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir að hafa slegið út franska spútnikliðið Mónakó út úr undanúrslitunum í gær. Juventus mætir annaðhvort Real Madrid eða Atletico Madrid í úrslitaleiknum sem fer fram í Cardiff 3. júní næstkomandi. Spænski knattspyrnutölfræðingurinn Alexis Martín-Tamayo var fljótur að benda á það eftir úrslitin í gær að nú væri útlit fyrir það að ítalska sjö ára reglan væri að ganga upp einu sinni enn.CAMPEONES COPA DE EUROPA: 1989 ITALIA (Milan) +7 1996 ITALIA (Juve) +7 2003 ITALIA (Milan) +7 2010 ITALIA (Inter) +7 2017 ¿ITALIA (Juve)? — MisterChip (Alexis) (@2010MisterChip) May 9, 2017 Frá og með árinu 1989 hefur ítalska lið nefnilega fagna sigri í Meistaradeildinni á sjö ára fresti en ítölsku liðin hafa reyndar bætt við nokkrum Meistaradeildartitlum líka í bónus. AC Milan tryggði sér sigur í Evrópukeppni meistaraliða 1989 eftir sannfærandi 4–0 sigur á Steaua Búkarest í úrslitaleik á Nývangi í Barcelona. Hollendingarnir Ruud Gullit og Marco van Basten skoruðu báðir tvö mörk fyrir AC Milan. Sjö árum síðar var úrslitaleikurinn á Ólympíuleikvanginum í Róm og þá vann Juventus sigur á Ajax í vítakeppni. Leikmenn Juve nýttu öll fjögur vítin sín en leikmenn Ajax aðeins tvö. Árið 2003 fór úrslitaleikurinn fram á Old Trafford í Manchester og það var ljóst fyrir leikinn að ítalskt lið myndi vinna. AC Milan vann á endanum 3-2 í vítakeppni eftir að leikmenn Juve klikkuðu á þremur vítaspyrnum. Fyrir sjö árum, eða árið 2010, vann Internazionale síðan 2-0 sigur á Bayern München í úrslitaleiknum sem fór fram á Santiago Bernabéu leikvanginum í Madrid. Nú árið 2017 ætti því að vera komið aftur að ítölsku liði. Juventus mætir að öllum líkindum liði Real Madrid í úrslitaleiknum en Real-menn unnu í fyrra og eiga ekki bara möguleika á að vinna tvö ár í röð heldur í þriðja sinn á fjórum árum. Auk þess að vinna á sjö ára fresti (1989, 1996, 2003 og 2010) þá unnu ítölsk lið einnig Meistaradeildina 1990 (AC Milan), 1994 (AC Milan) og 2007 (AC Milan). Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Hélt marki sínu hreinu í tíu klukkutíma | „Trúið á draumana ykkar“ Gianluigi Buffon, markvörður Juventus, fær nú þriðja tækifærið til að vinna Meistaradeildina en hann og félagar hans tryggðu sér sæti í úrslitaleiknum í gærkvöldi. 10. maí 2017 09:00 Allt gengið á afturfótunum í þjálfaramálunum síðan að Mourinho stakk af Ítalska knattspyrnufélagið Internazionale frá Mílanó rak í gær þjálfara sinn Stefano Pioli eftir aðeins sex mánuði í starfi. Hann er annar þjálfarinn sem þarf að taka pokann sinn á tímabilinu. 10. maí 2017 07:30 Juventus í úrslitaleikinn í níunda sinn Juventus vann 4-1 samanlagðan sigur á Monaco og leikur til úrslita í Meistaradeildinni. 9. maí 2017 20:45 Mest lesið „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Fótbolti Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Fleiri fréttir Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Sjá meira
Juventus er komið í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir að hafa slegið út franska spútnikliðið Mónakó út úr undanúrslitunum í gær. Juventus mætir annaðhvort Real Madrid eða Atletico Madrid í úrslitaleiknum sem fer fram í Cardiff 3. júní næstkomandi. Spænski knattspyrnutölfræðingurinn Alexis Martín-Tamayo var fljótur að benda á það eftir úrslitin í gær að nú væri útlit fyrir það að ítalska sjö ára reglan væri að ganga upp einu sinni enn.CAMPEONES COPA DE EUROPA: 1989 ITALIA (Milan) +7 1996 ITALIA (Juve) +7 2003 ITALIA (Milan) +7 2010 ITALIA (Inter) +7 2017 ¿ITALIA (Juve)? — MisterChip (Alexis) (@2010MisterChip) May 9, 2017 Frá og með árinu 1989 hefur ítalska lið nefnilega fagna sigri í Meistaradeildinni á sjö ára fresti en ítölsku liðin hafa reyndar bætt við nokkrum Meistaradeildartitlum líka í bónus. AC Milan tryggði sér sigur í Evrópukeppni meistaraliða 1989 eftir sannfærandi 4–0 sigur á Steaua Búkarest í úrslitaleik á Nývangi í Barcelona. Hollendingarnir Ruud Gullit og Marco van Basten skoruðu báðir tvö mörk fyrir AC Milan. Sjö árum síðar var úrslitaleikurinn á Ólympíuleikvanginum í Róm og þá vann Juventus sigur á Ajax í vítakeppni. Leikmenn Juve nýttu öll fjögur vítin sín en leikmenn Ajax aðeins tvö. Árið 2003 fór úrslitaleikurinn fram á Old Trafford í Manchester og það var ljóst fyrir leikinn að ítalskt lið myndi vinna. AC Milan vann á endanum 3-2 í vítakeppni eftir að leikmenn Juve klikkuðu á þremur vítaspyrnum. Fyrir sjö árum, eða árið 2010, vann Internazionale síðan 2-0 sigur á Bayern München í úrslitaleiknum sem fór fram á Santiago Bernabéu leikvanginum í Madrid. Nú árið 2017 ætti því að vera komið aftur að ítölsku liði. Juventus mætir að öllum líkindum liði Real Madrid í úrslitaleiknum en Real-menn unnu í fyrra og eiga ekki bara möguleika á að vinna tvö ár í röð heldur í þriðja sinn á fjórum árum. Auk þess að vinna á sjö ára fresti (1989, 1996, 2003 og 2010) þá unnu ítölsk lið einnig Meistaradeildina 1990 (AC Milan), 1994 (AC Milan) og 2007 (AC Milan).
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Hélt marki sínu hreinu í tíu klukkutíma | „Trúið á draumana ykkar“ Gianluigi Buffon, markvörður Juventus, fær nú þriðja tækifærið til að vinna Meistaradeildina en hann og félagar hans tryggðu sér sæti í úrslitaleiknum í gærkvöldi. 10. maí 2017 09:00 Allt gengið á afturfótunum í þjálfaramálunum síðan að Mourinho stakk af Ítalska knattspyrnufélagið Internazionale frá Mílanó rak í gær þjálfara sinn Stefano Pioli eftir aðeins sex mánuði í starfi. Hann er annar þjálfarinn sem þarf að taka pokann sinn á tímabilinu. 10. maí 2017 07:30 Juventus í úrslitaleikinn í níunda sinn Juventus vann 4-1 samanlagðan sigur á Monaco og leikur til úrslita í Meistaradeildinni. 9. maí 2017 20:45 Mest lesið „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Fótbolti Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Fleiri fréttir Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Sjá meira
Hélt marki sínu hreinu í tíu klukkutíma | „Trúið á draumana ykkar“ Gianluigi Buffon, markvörður Juventus, fær nú þriðja tækifærið til að vinna Meistaradeildina en hann og félagar hans tryggðu sér sæti í úrslitaleiknum í gærkvöldi. 10. maí 2017 09:00
Allt gengið á afturfótunum í þjálfaramálunum síðan að Mourinho stakk af Ítalska knattspyrnufélagið Internazionale frá Mílanó rak í gær þjálfara sinn Stefano Pioli eftir aðeins sex mánuði í starfi. Hann er annar þjálfarinn sem þarf að taka pokann sinn á tímabilinu. 10. maí 2017 07:30
Juventus í úrslitaleikinn í níunda sinn Juventus vann 4-1 samanlagðan sigur á Monaco og leikur til úrslita í Meistaradeildinni. 9. maí 2017 20:45