Forstjóri HB Granda: Fólk var dapurt og leitt Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. maí 2017 16:14 Vilhjálmur Vilhjálmur, forstjóri HB Granda. Vísir/Anton Brink Vilhjálmur Vilhjálmsson, forstjóri HB Granda, segir vonir standa til þess að hægt verði að bjóða öllum þeim 86 starfsmönnum sem sagt verður upp störfum hjá fyrirtækinu í mánuðinum áframhaldandi vinnu. Sú vinna verður þó í Reykjavík í langflestum tilvikum. „Við gerum okkur vonir um að geta boðið þeim öllum starf áfram hjá félaginu og dótturfélögum þess,“ sagði Vilhjálmur í samtali við blaðamann Vísis á Akranesi í dag. Vilhjálmur ræddi við blaðamann að loknum fundi með Verkalýðsfélagi Akraness og trúnaðarmönnum áður en hann las upp yfirlýsingu HB Granda á fundi með starfsmönnum klukkan 15. „Það kom ekki meira fram þannig en að við fórum yfir yfirlýsingu sem við vorum að gefa út um að við værum að hætta vinnslu bolfisks á Akranesi hér 1. september, og munum segja upp starfsfólki fyrir næstu mánaðarmót,“ segir Vilhjálmur. Koma verði í ljós hvernig framhaldið verði. „Það á aldeilis eftir að reyna á að. Bróðurpartur þessara starfa sem fólkinu býðst er í Reykjavík. Hún er náttúrulega misjöfn aðstaða fólks til að geta þegið það. Þetta er það sem við getum boðið og getum gert. Það verður bara að koma í ljós hversu mörgum og hvort það gagnist öllum eða ekki.“ Var hiti í starfsmönnum á fundinum? „Ég get ekki sagt að það hafi verið hiti í fólki, fólk var dapurt og leitt,“ sagði Vilhjálmur. Ekki hafi verið svo að fólk hafi gengið út af fundinum í reiði eins og blaðamaður taldi sig verða vitni að. „Það var nú ekki fyrr en þetta var nánast búið,“ sagði Vilhjálmur. HB Grandi hafi fundð með Akurnesingum síðast í gær og í framhaldinu var boðað til fundarins í dag. „Það var komin mikil óþolinmæði í fólk vegna óvissu,“ segir Vilhjálmur og bætir við: „Við munum bjóða öllum vinnu en langflestum í Reykjavík. Það verður að koma í ljós hversu margir geta þegið það boð.“ Tengdar fréttir Fiskverkakona á Akranesi: „Það er bara búið að reka okkur öll“ Alls missa 86 manns vinnuna þegar botnfiskvinnslu HB Granda verður lokað á Skaganum þann 1. september næstkomandi og sameinuð vinnslunni í Reykjavík. 11. maí 2017 16:02 Örlög hundrað starfsmanna HB Granda skýrast Forstjóri HB Granda, Vilhjálmur Vilhjálmsson, situr nú fund með formanni Verkalýðsfélagi Akraness og trúnaðarmönnum. 11. maí 2017 14:28 86 starfsmönnum HB Granda á Akranesi sagt upp Botnsfiskvinnslan á Akranesi lokar þann 1. september næstkomandi. 11. maí 2017 15:32 Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Sjá meira
Vilhjálmur Vilhjálmsson, forstjóri HB Granda, segir vonir standa til þess að hægt verði að bjóða öllum þeim 86 starfsmönnum sem sagt verður upp störfum hjá fyrirtækinu í mánuðinum áframhaldandi vinnu. Sú vinna verður þó í Reykjavík í langflestum tilvikum. „Við gerum okkur vonir um að geta boðið þeim öllum starf áfram hjá félaginu og dótturfélögum þess,“ sagði Vilhjálmur í samtali við blaðamann Vísis á Akranesi í dag. Vilhjálmur ræddi við blaðamann að loknum fundi með Verkalýðsfélagi Akraness og trúnaðarmönnum áður en hann las upp yfirlýsingu HB Granda á fundi með starfsmönnum klukkan 15. „Það kom ekki meira fram þannig en að við fórum yfir yfirlýsingu sem við vorum að gefa út um að við værum að hætta vinnslu bolfisks á Akranesi hér 1. september, og munum segja upp starfsfólki fyrir næstu mánaðarmót,“ segir Vilhjálmur. Koma verði í ljós hvernig framhaldið verði. „Það á aldeilis eftir að reyna á að. Bróðurpartur þessara starfa sem fólkinu býðst er í Reykjavík. Hún er náttúrulega misjöfn aðstaða fólks til að geta þegið það. Þetta er það sem við getum boðið og getum gert. Það verður bara að koma í ljós hversu mörgum og hvort það gagnist öllum eða ekki.“ Var hiti í starfsmönnum á fundinum? „Ég get ekki sagt að það hafi verið hiti í fólki, fólk var dapurt og leitt,“ sagði Vilhjálmur. Ekki hafi verið svo að fólk hafi gengið út af fundinum í reiði eins og blaðamaður taldi sig verða vitni að. „Það var nú ekki fyrr en þetta var nánast búið,“ sagði Vilhjálmur. HB Grandi hafi fundð með Akurnesingum síðast í gær og í framhaldinu var boðað til fundarins í dag. „Það var komin mikil óþolinmæði í fólk vegna óvissu,“ segir Vilhjálmur og bætir við: „Við munum bjóða öllum vinnu en langflestum í Reykjavík. Það verður að koma í ljós hversu margir geta þegið það boð.“
Tengdar fréttir Fiskverkakona á Akranesi: „Það er bara búið að reka okkur öll“ Alls missa 86 manns vinnuna þegar botnfiskvinnslu HB Granda verður lokað á Skaganum þann 1. september næstkomandi og sameinuð vinnslunni í Reykjavík. 11. maí 2017 16:02 Örlög hundrað starfsmanna HB Granda skýrast Forstjóri HB Granda, Vilhjálmur Vilhjálmsson, situr nú fund með formanni Verkalýðsfélagi Akraness og trúnaðarmönnum. 11. maí 2017 14:28 86 starfsmönnum HB Granda á Akranesi sagt upp Botnsfiskvinnslan á Akranesi lokar þann 1. september næstkomandi. 11. maí 2017 15:32 Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Sjá meira
Fiskverkakona á Akranesi: „Það er bara búið að reka okkur öll“ Alls missa 86 manns vinnuna þegar botnfiskvinnslu HB Granda verður lokað á Skaganum þann 1. september næstkomandi og sameinuð vinnslunni í Reykjavík. 11. maí 2017 16:02
Örlög hundrað starfsmanna HB Granda skýrast Forstjóri HB Granda, Vilhjálmur Vilhjálmsson, situr nú fund með formanni Verkalýðsfélagi Akraness og trúnaðarmönnum. 11. maí 2017 14:28
86 starfsmönnum HB Granda á Akranesi sagt upp Botnsfiskvinnslan á Akranesi lokar þann 1. september næstkomandi. 11. maí 2017 15:32