Fiskverkakona á Akranesi: „Það er bara búið að reka okkur öll“ Hulda Hólmkelsdóttir og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 11. maí 2017 16:02 Frá HB Granda á Akranesi í dag. vísir/anton brink „Þetta er ekki flókið, það er bara búið að reka okkur öll,“ segir Elsa Hrönn Gísladóttir, fiskverkakona á Akranesi, en henni var sagt upp vinnunni sinni hjá HB Granda í dag. Alls missa 86 manns vinnuna þegar botnfiskvinnslunni verður lokað á Skaganum þann 1. september næstkomandi og sameinuð vinnslunni í Reykjavík. Vilhjálmur Vilhjálmsson, forstjóri fyrirtækisins, tilkynnti starsfmönnum þetta á fundi á fjórða tímanum í dag. „Hann stendur þarna uppi og segir við okkur að það séu einhver störf í boði í reykjavík en getur ekki svarað hversu mörg störf það eru hann hefur engin svör,“ segir Elsa sem kveðst ekki bjartsýn á að fá vinnu. „Þetta er mjög erfitt. Bara eins og það að það er fullt af mömmum þarna inni og hvað eigum við að gera við börnin okkar þegar vinnslan byrjar í Reykjavík klukkan kannski sex á morgnana? [...] Þetta er bara kjánalegt, það er illa að þessu staðið og það eru bara allir ósáttir.“ Hún segir að fólki hafi ekki verið mjög brugðið á fundinum. „Við fengum bara staðfestingu á okkar grun. [...] En það er allt svo óljóst, við fengum engin almennileg svör þannig að það er fólk þarna uppi sem er að bíða eftir einhverjum svörum. Þetta er bara ekki gott fyrir svona pláss,“ segir Elsa. Um 270 starfsmenn starfa nú hjá HB Granda og dótturfélögum á Akranesi. Brim Tengdar fréttir Nærri tveir milljarðar í arð hjá Granda Ein króna á hvern hlut í HB Granda verður greidd í arð vegna ársins 2016. Samtals nemur fjárhæðin 1,8 milljörðum króna. Arðurinn verður greiddur þann 31. maí næstkomandi. Þetta var samþykkt á aðalfundi HB Granda í gær. 6. maí 2017 07:00 Gefa grænt ljós á milljarða uppbyggingu á Akranesi Hvort ráðist verður í uppbyggingu hafnarmannvirkja á Akranesi ræðst nú alfarið af ákvörðun forsvarsmanna HB Granda um hvort starfsemi fyrirtækisins verði haldið áfram þar. 19. apríl 2017 06:00 86 starfsmönnum HB Granda á Akranesi sagt upp Botnsfiskvinnslan á Akranesi lokar þann 1. september næstkomandi. 11. maí 2017 15:32 Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Innlent Fleiri fréttir Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Sjá meira
„Þetta er ekki flókið, það er bara búið að reka okkur öll,“ segir Elsa Hrönn Gísladóttir, fiskverkakona á Akranesi, en henni var sagt upp vinnunni sinni hjá HB Granda í dag. Alls missa 86 manns vinnuna þegar botnfiskvinnslunni verður lokað á Skaganum þann 1. september næstkomandi og sameinuð vinnslunni í Reykjavík. Vilhjálmur Vilhjálmsson, forstjóri fyrirtækisins, tilkynnti starsfmönnum þetta á fundi á fjórða tímanum í dag. „Hann stendur þarna uppi og segir við okkur að það séu einhver störf í boði í reykjavík en getur ekki svarað hversu mörg störf það eru hann hefur engin svör,“ segir Elsa sem kveðst ekki bjartsýn á að fá vinnu. „Þetta er mjög erfitt. Bara eins og það að það er fullt af mömmum þarna inni og hvað eigum við að gera við börnin okkar þegar vinnslan byrjar í Reykjavík klukkan kannski sex á morgnana? [...] Þetta er bara kjánalegt, það er illa að þessu staðið og það eru bara allir ósáttir.“ Hún segir að fólki hafi ekki verið mjög brugðið á fundinum. „Við fengum bara staðfestingu á okkar grun. [...] En það er allt svo óljóst, við fengum engin almennileg svör þannig að það er fólk þarna uppi sem er að bíða eftir einhverjum svörum. Þetta er bara ekki gott fyrir svona pláss,“ segir Elsa. Um 270 starfsmenn starfa nú hjá HB Granda og dótturfélögum á Akranesi.
Brim Tengdar fréttir Nærri tveir milljarðar í arð hjá Granda Ein króna á hvern hlut í HB Granda verður greidd í arð vegna ársins 2016. Samtals nemur fjárhæðin 1,8 milljörðum króna. Arðurinn verður greiddur þann 31. maí næstkomandi. Þetta var samþykkt á aðalfundi HB Granda í gær. 6. maí 2017 07:00 Gefa grænt ljós á milljarða uppbyggingu á Akranesi Hvort ráðist verður í uppbyggingu hafnarmannvirkja á Akranesi ræðst nú alfarið af ákvörðun forsvarsmanna HB Granda um hvort starfsemi fyrirtækisins verði haldið áfram þar. 19. apríl 2017 06:00 86 starfsmönnum HB Granda á Akranesi sagt upp Botnsfiskvinnslan á Akranesi lokar þann 1. september næstkomandi. 11. maí 2017 15:32 Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Innlent Fleiri fréttir Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Sjá meira
Nærri tveir milljarðar í arð hjá Granda Ein króna á hvern hlut í HB Granda verður greidd í arð vegna ársins 2016. Samtals nemur fjárhæðin 1,8 milljörðum króna. Arðurinn verður greiddur þann 31. maí næstkomandi. Þetta var samþykkt á aðalfundi HB Granda í gær. 6. maí 2017 07:00
Gefa grænt ljós á milljarða uppbyggingu á Akranesi Hvort ráðist verður í uppbyggingu hafnarmannvirkja á Akranesi ræðst nú alfarið af ákvörðun forsvarsmanna HB Granda um hvort starfsemi fyrirtækisins verði haldið áfram þar. 19. apríl 2017 06:00
86 starfsmönnum HB Granda á Akranesi sagt upp Botnsfiskvinnslan á Akranesi lokar þann 1. september næstkomandi. 11. maí 2017 15:32