Hugsanlegt að netárásir hafi verið gerðar hérlendis Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 14. maí 2017 15:25 Hrafnkell biður fólk um að fylgja leiðbeiningunum áður en það mætir í vinnuna í fyrramálið. vísir/afp Vísbendingar eru um að netárásir hafi verið gerðar hér á landi síðastliðna daga, segir Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar. Ekki er vitað hvort um sé að ræða sömu árásir og gerðar hafa verið víða um heim en þær hafa nú náð til 200 þúsund tölva í 150 löndum. „Við höfum ekki fengið staðfesta tilkynningu um að tölvur hérlendis hafi orðið fyrir þessari árás. En við höfum vísbendingar um sýkingar hérlendis, en það er óstaðfest. Það þýðir samt ekki að það séu ekki sýkingar – bara að við höfum ekki fengið þær,“ segir Hrafnkell.Fólk fylgi leiðbeiningunum strax Hrafnkell segir að málið sé í rannsókn og að send verði út fréttatilkynning vegna málsins síðar í dag. „Við erum að reyna að grafa okkur til botns í þessu til þess að fá skýrari mynd á hvaða veikleiki það er sem er nýttur til að dreifa vírusnum en við erum í samstarfi við erlenda aðila varðandi þau mál,“ segir Hrafnkell. Þá verði í framhaldinu sendar út uppfærðar leiðbeiningar um hvernig bregðast skuli við yfirvofandi hættu. „Þetta eru ákveðnar leiðbeiningar sem við mælum með að verði gerðar í fyrramálið – eða áður en fólk mætir í vinnuna.“Útbreiðsluhraðinn mikill Fram kemur á vefsíðu netöryggissveitar að um sé að ræða svokallaðan „WannaCry“ spillikóða sem nýti sér ákveðna veikleika. Árásin sé sérstaklega varasöm þar sem hún dreifi sér sjálfvirkt milli véla (ormur) á netlagi en flestar gíslatökuárásir hafa til þessa verið gerðar með tölvupósti og/eða spilltum vefsíðum. Útbreiðsluhraðinn hafi því verið verulega meiri en í fyrri árásum sem geri þessa mun skæðari. „Vísbendingar hafa borist um tiltölulega fáar sýktar vélar hérlendis en enn sem komið er hafa okkur ekki borist tilkynningar um árásir frá fórnarlömbum,“ segir á vefsíðunni. Ógnin herjar á Microsoft Windows stýrikerfi. Hún nýtir sér þekktan veikleika í SMB kerfinu (MS17-010) sem hefur þegar verið lagfærður af Microsoft. Svo virðist sem veikleikinn sé bundinn við útgáfur fyrir Windows 10 en engu að síður er mælt með að uppfæra allar vélar sem keyra Microsoft Windows stýrikerfi.Ógnin fari vaxandi Tölvuárásin hófst á föstudag. Óttast er að hún sé mun umfangsmeiri en áður var talið og að það muni koma í ljós í fyrramálið. Stjórnandi hjá Europol segir að allar líkur séu á að ógnin fari vaxandi og þá hafa öryggissérfræðingar varað við því að önnur árás sé yfirvofandi, auk þess sem hún gæti verið óstöðvandi. Árásin hefur haft hvað mest áhrif í Bretlandi og Rússlandi en áhrifa hennar hefur gætt víða um heim. Tölvuárásir Tengdar fréttir Ólíklegt að Ísland sleppi við netárásirnar Tölvuárásin sem hófst á föstudag hefur náð til tvö hundruð þúsund tölva í hundrað og fimmtíu löndum. 14. maí 2017 13:30 Bilun í tölvupóstkerfi Símans í nótt ótengd netárásunum Tæplega sautján klukkustunda bilun. 13. maí 2017 13:45 Ekki vitað til þess að Íslendingar hafi orðið fyrir tölvuárásinni Umfangsmikil netárás var gerð í 99 löndum í gær. 13. maí 2017 11:52 Þetta vitum við um alþjóðlegu tölvuárásina Sérstakur hugbúnaður tók þúsundir tölva í 99 löndum í gíslingu í gær. 13. maí 2017 10:22 Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Fleiri fréttir Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Sjá meira
Vísbendingar eru um að netárásir hafi verið gerðar hér á landi síðastliðna daga, segir Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar. Ekki er vitað hvort um sé að ræða sömu árásir og gerðar hafa verið víða um heim en þær hafa nú náð til 200 þúsund tölva í 150 löndum. „Við höfum ekki fengið staðfesta tilkynningu um að tölvur hérlendis hafi orðið fyrir þessari árás. En við höfum vísbendingar um sýkingar hérlendis, en það er óstaðfest. Það þýðir samt ekki að það séu ekki sýkingar – bara að við höfum ekki fengið þær,“ segir Hrafnkell.Fólk fylgi leiðbeiningunum strax Hrafnkell segir að málið sé í rannsókn og að send verði út fréttatilkynning vegna málsins síðar í dag. „Við erum að reyna að grafa okkur til botns í þessu til þess að fá skýrari mynd á hvaða veikleiki það er sem er nýttur til að dreifa vírusnum en við erum í samstarfi við erlenda aðila varðandi þau mál,“ segir Hrafnkell. Þá verði í framhaldinu sendar út uppfærðar leiðbeiningar um hvernig bregðast skuli við yfirvofandi hættu. „Þetta eru ákveðnar leiðbeiningar sem við mælum með að verði gerðar í fyrramálið – eða áður en fólk mætir í vinnuna.“Útbreiðsluhraðinn mikill Fram kemur á vefsíðu netöryggissveitar að um sé að ræða svokallaðan „WannaCry“ spillikóða sem nýti sér ákveðna veikleika. Árásin sé sérstaklega varasöm þar sem hún dreifi sér sjálfvirkt milli véla (ormur) á netlagi en flestar gíslatökuárásir hafa til þessa verið gerðar með tölvupósti og/eða spilltum vefsíðum. Útbreiðsluhraðinn hafi því verið verulega meiri en í fyrri árásum sem geri þessa mun skæðari. „Vísbendingar hafa borist um tiltölulega fáar sýktar vélar hérlendis en enn sem komið er hafa okkur ekki borist tilkynningar um árásir frá fórnarlömbum,“ segir á vefsíðunni. Ógnin herjar á Microsoft Windows stýrikerfi. Hún nýtir sér þekktan veikleika í SMB kerfinu (MS17-010) sem hefur þegar verið lagfærður af Microsoft. Svo virðist sem veikleikinn sé bundinn við útgáfur fyrir Windows 10 en engu að síður er mælt með að uppfæra allar vélar sem keyra Microsoft Windows stýrikerfi.Ógnin fari vaxandi Tölvuárásin hófst á föstudag. Óttast er að hún sé mun umfangsmeiri en áður var talið og að það muni koma í ljós í fyrramálið. Stjórnandi hjá Europol segir að allar líkur séu á að ógnin fari vaxandi og þá hafa öryggissérfræðingar varað við því að önnur árás sé yfirvofandi, auk þess sem hún gæti verið óstöðvandi. Árásin hefur haft hvað mest áhrif í Bretlandi og Rússlandi en áhrifa hennar hefur gætt víða um heim.
Tölvuárásir Tengdar fréttir Ólíklegt að Ísland sleppi við netárásirnar Tölvuárásin sem hófst á föstudag hefur náð til tvö hundruð þúsund tölva í hundrað og fimmtíu löndum. 14. maí 2017 13:30 Bilun í tölvupóstkerfi Símans í nótt ótengd netárásunum Tæplega sautján klukkustunda bilun. 13. maí 2017 13:45 Ekki vitað til þess að Íslendingar hafi orðið fyrir tölvuárásinni Umfangsmikil netárás var gerð í 99 löndum í gær. 13. maí 2017 11:52 Þetta vitum við um alþjóðlegu tölvuárásina Sérstakur hugbúnaður tók þúsundir tölva í 99 löndum í gíslingu í gær. 13. maí 2017 10:22 Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Fleiri fréttir Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Sjá meira
Ólíklegt að Ísland sleppi við netárásirnar Tölvuárásin sem hófst á föstudag hefur náð til tvö hundruð þúsund tölva í hundrað og fimmtíu löndum. 14. maí 2017 13:30
Bilun í tölvupóstkerfi Símans í nótt ótengd netárásunum Tæplega sautján klukkustunda bilun. 13. maí 2017 13:45
Ekki vitað til þess að Íslendingar hafi orðið fyrir tölvuárásinni Umfangsmikil netárás var gerð í 99 löndum í gær. 13. maí 2017 11:52
Þetta vitum við um alþjóðlegu tölvuárásina Sérstakur hugbúnaður tók þúsundir tölva í 99 löndum í gíslingu í gær. 13. maí 2017 10:22