Hagi stofnaði félag og gerði það að meisturum á átta árum Henry Birgir Gunnarsson skrifar 15. maí 2017 23:15 Kóngurinn Hagi var borinn út um allan völl. Þvílíkt kraftaverk. vísir/epa Rúmenska goðsögnin Gheorghe Hagi stofnaði nýtt knattspyrnufélag í heimalandinu fyrir átta árum síðar og í dag er það rúmenskur meistari. Ótrúlegt. Félagið heitir Viitorul og fagnaði titlinum með látum um nýliðna helgi eftir 1-0 sigur á FC Cluj. Ekki er þó víst að Viitorul muni halda titlinum því FCSB, sem áður var þekkt sem Steaua Búkarest, hefur ákveðið að kæra til íþróttadómstólsins í Sviss. Bæði lið fengu 44 stig en Knattspyrnusamband Rúmeníu úrskurðaði að Viitorul væri meistari þar sem liðið væri með betri innbyrðisárangur gegn FCSB í úrslitakeppninni. Það sættir FCSB sig illa við. Liðið var með betri innbyrðisárangur í deildarkeppninni og það eigi að gilda. „Það er alveg 100 prósent. Við förum með þetta í íþróttadómstólinn sem mun svo afhenda okkur bikarinn,“ sagði Gigi Becali, forseti FCSB.Hagi lyftir bikarnum með strákunum sínum.vísir/epaTitillinn um helgina var sérstaklega sætur fyrir Hagi sem fór í fússi frá Steaua á sínum tíma og stofnaði sitt eigið félag í kjölfarið. Hann segir forráðamenn FCSB vera tapsára. „Þó svo þeir séu í fýlu þá erum við hamingjusamir. Þeir verða að haga sér eins og fullorðnir menn. Verða að kunna að tapa,“ sagði Hagi. Það sem gerir árangur félags Hagi enn magnaðri en ella er sú staðreynd að leikmennirnir koma úr unglingastarfi Viitorul og aðeins einn útlendingur er á mála hjá félaginu. „Ég er ótrúlega stoltur af þessu afreki. Að þetta séu leikmenn úr akademíunni okkar og ungir Rúmenar. Þeir gáfu allt og afrekuðu hið ótrúlega. Við erum yngstu meistarar Evrópu. Ég gerði greinilega réttan hlut er ég ákvað að fara í þetta verkefni. Fótbolti Mest lesið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Hættur aðeins þrítugur Golf Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Fótbolti Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Fleiri fréttir Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Sjá meira
Rúmenska goðsögnin Gheorghe Hagi stofnaði nýtt knattspyrnufélag í heimalandinu fyrir átta árum síðar og í dag er það rúmenskur meistari. Ótrúlegt. Félagið heitir Viitorul og fagnaði titlinum með látum um nýliðna helgi eftir 1-0 sigur á FC Cluj. Ekki er þó víst að Viitorul muni halda titlinum því FCSB, sem áður var þekkt sem Steaua Búkarest, hefur ákveðið að kæra til íþróttadómstólsins í Sviss. Bæði lið fengu 44 stig en Knattspyrnusamband Rúmeníu úrskurðaði að Viitorul væri meistari þar sem liðið væri með betri innbyrðisárangur gegn FCSB í úrslitakeppninni. Það sættir FCSB sig illa við. Liðið var með betri innbyrðisárangur í deildarkeppninni og það eigi að gilda. „Það er alveg 100 prósent. Við förum með þetta í íþróttadómstólinn sem mun svo afhenda okkur bikarinn,“ sagði Gigi Becali, forseti FCSB.Hagi lyftir bikarnum með strákunum sínum.vísir/epaTitillinn um helgina var sérstaklega sætur fyrir Hagi sem fór í fússi frá Steaua á sínum tíma og stofnaði sitt eigið félag í kjölfarið. Hann segir forráðamenn FCSB vera tapsára. „Þó svo þeir séu í fýlu þá erum við hamingjusamir. Þeir verða að haga sér eins og fullorðnir menn. Verða að kunna að tapa,“ sagði Hagi. Það sem gerir árangur félags Hagi enn magnaðri en ella er sú staðreynd að leikmennirnir koma úr unglingastarfi Viitorul og aðeins einn útlendingur er á mála hjá félaginu. „Ég er ótrúlega stoltur af þessu afreki. Að þetta séu leikmenn úr akademíunni okkar og ungir Rúmenar. Þeir gáfu allt og afrekuðu hið ótrúlega. Við erum yngstu meistarar Evrópu. Ég gerði greinilega réttan hlut er ég ákvað að fara í þetta verkefni.
Fótbolti Mest lesið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Hættur aðeins þrítugur Golf Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Fótbolti Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Fleiri fréttir Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Sjá meira