Sextán ára fylgdarlausum dreng vísað úr landi 17. maí 2017 19:20 Sextán ára marokkóskum dreng sem kom án forráðamanns hingað til lands í desember hefur verið synjað um hæli og verður vísað úr landi. Málið hefur verið kært til Kærunefndar útlendingamála. Lögfræðingur Rauða krossins segir mál hans hafa sérstöðu umfram önnur mál hælisleitenda hér á landi. Drengurinn kom hingað til lands frá Spáni í lok nóvember á síðasta ári ásamt eldri bróður sínum en þangað höfðu þeir flúið heimalandið vegna hættu á ofsóknum, en yngri bróðirinn er samkynhneigður. Samkynhneigð í heimalandi þeirra, Marokkó er ólögleg bæði í lagalegum og trúarlegum skilningi og hafa þeir sem viðurkennt hafa samkynhneigð þar í landi orðið fyrir ofsóknum og útskúfun frá samfélaginu og jafnvel dæmdir til fangelsisvistar. Saga bræðranna er sorgleg en báðir ólust þeir upp við mikið líkamlegt og kynferðisleg ofbeldi og misnotkun frá barnæsku og til að forðast aðstæður heima við kaus þeir að búa frekar á götunni heldur en heimili foreldra sinna. Samkvæmt gögnum sem fréttastofa hefur undir höndum hefur eldri bróðirinn mikla ábyrgðartilfinningu og hefur reynt eftir fremsta megni að koma bróður sínum í öruggt skjól.Arndís Anna K. Gunnarsdóttir, lögfræðingur og talsmaður hælisleitenda.Bræðurnir sóttu um hæli hér á landi við komuna til landsins og segir lögfræðingur og talsmaður hælisleitenda hjá Rauða krossi Íslands mál þeirra hafa sérstöðu þar sem drengurinn kemur hingað til lands fylgdarlaus með bróður sínum. En sá hefur ekki forræði yfir bróður sínum og er ekki fylgdarlaus þar sem hann er yfir átján ára aldri. „Sem að í raun verður til þess að stjórnvöld taka þá ákvörðun að að senda þá báða til Spánar sem samkvæmt Dyflinnarreglugerðinni ber ábyrgð á umsókn eldri bróðurins þar sem þeir fengu vegabréfsáritun útgefna á Spáni,“ segir Arndís Anna K. Gunnarsdóttir, lögfræðingur og talsmaður hælisleitenda hjá Rauða krossi Íslands. Arndís segir að Útlendingastofnun byggi ákvörðun sína á fjölskylduákvæði í Dyflinnarreglugerðinni, sem hún telur að ekki hafi verið rétt túlkuð í þessi tilviki. Bræðurnir fá að vera hér á landi á meðan málið er til meðferðar hjá Kærunefnd Útlendingamála og að það verði tekið fyrir á næstu vikum. „Það sem við erum að vonast eftir er það að kærunefndin nýti heimild sem hún hefur í lögum til þess að bjóða kærendum í viðtal. Sérstaklega yngri bróðirinn fái þetta tækifæri til þess að hitta kærunefndina, skýra frá sínum sjónarmiðum, þannig að hægt sé að leggja áherslu á sérstöðu málsins,“ segir Arndís. Arndís segir að frá því bræðurnir komu til landsins hafi þeir náð að aðlagast þjóðfélaginu. „Við sjáum greinilegan mun á þeim báðum, sérstaklega yngri bróðurnum og það kannski skýrist að einhverju leyti vegna þess hversu mikið öryggi hann finnur hérna sem samkynhneigður einstaklingur sem hann hefur ekki kynnst áður,“ segir Arndís. Fréttastofan hitti yngri bróðurinn í dag en hann baðst undan viðtali af ótta við viðbrögð samlanda sinna hér á landi vegna samkynhneigðar sinnar og hættu á að það gæti spurst út til heima landsins. Hefði verið hægt fyrir þá tvo að koma hingað til lands og sækja um á öðrum grundvelli? „Nei! Fyrst og fremst er ástæðan sú að meginreglan í lögum er sú að til þess að sækja um dvalarleyfi þá þarftu að gera það áður en þú kemur til landsins og svo eru bara ákaflega fáir flokkar fyrir einstaklinga í þessari stöðu,“ segir Arndís. Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Fleiri fréttir Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Sjá meira
Sextán ára marokkóskum dreng sem kom án forráðamanns hingað til lands í desember hefur verið synjað um hæli og verður vísað úr landi. Málið hefur verið kært til Kærunefndar útlendingamála. Lögfræðingur Rauða krossins segir mál hans hafa sérstöðu umfram önnur mál hælisleitenda hér á landi. Drengurinn kom hingað til lands frá Spáni í lok nóvember á síðasta ári ásamt eldri bróður sínum en þangað höfðu þeir flúið heimalandið vegna hættu á ofsóknum, en yngri bróðirinn er samkynhneigður. Samkynhneigð í heimalandi þeirra, Marokkó er ólögleg bæði í lagalegum og trúarlegum skilningi og hafa þeir sem viðurkennt hafa samkynhneigð þar í landi orðið fyrir ofsóknum og útskúfun frá samfélaginu og jafnvel dæmdir til fangelsisvistar. Saga bræðranna er sorgleg en báðir ólust þeir upp við mikið líkamlegt og kynferðisleg ofbeldi og misnotkun frá barnæsku og til að forðast aðstæður heima við kaus þeir að búa frekar á götunni heldur en heimili foreldra sinna. Samkvæmt gögnum sem fréttastofa hefur undir höndum hefur eldri bróðirinn mikla ábyrgðartilfinningu og hefur reynt eftir fremsta megni að koma bróður sínum í öruggt skjól.Arndís Anna K. Gunnarsdóttir, lögfræðingur og talsmaður hælisleitenda.Bræðurnir sóttu um hæli hér á landi við komuna til landsins og segir lögfræðingur og talsmaður hælisleitenda hjá Rauða krossi Íslands mál þeirra hafa sérstöðu þar sem drengurinn kemur hingað til lands fylgdarlaus með bróður sínum. En sá hefur ekki forræði yfir bróður sínum og er ekki fylgdarlaus þar sem hann er yfir átján ára aldri. „Sem að í raun verður til þess að stjórnvöld taka þá ákvörðun að að senda þá báða til Spánar sem samkvæmt Dyflinnarreglugerðinni ber ábyrgð á umsókn eldri bróðurins þar sem þeir fengu vegabréfsáritun útgefna á Spáni,“ segir Arndís Anna K. Gunnarsdóttir, lögfræðingur og talsmaður hælisleitenda hjá Rauða krossi Íslands. Arndís segir að Útlendingastofnun byggi ákvörðun sína á fjölskylduákvæði í Dyflinnarreglugerðinni, sem hún telur að ekki hafi verið rétt túlkuð í þessi tilviki. Bræðurnir fá að vera hér á landi á meðan málið er til meðferðar hjá Kærunefnd Útlendingamála og að það verði tekið fyrir á næstu vikum. „Það sem við erum að vonast eftir er það að kærunefndin nýti heimild sem hún hefur í lögum til þess að bjóða kærendum í viðtal. Sérstaklega yngri bróðirinn fái þetta tækifæri til þess að hitta kærunefndina, skýra frá sínum sjónarmiðum, þannig að hægt sé að leggja áherslu á sérstöðu málsins,“ segir Arndís. Arndís segir að frá því bræðurnir komu til landsins hafi þeir náð að aðlagast þjóðfélaginu. „Við sjáum greinilegan mun á þeim báðum, sérstaklega yngri bróðurnum og það kannski skýrist að einhverju leyti vegna þess hversu mikið öryggi hann finnur hérna sem samkynhneigður einstaklingur sem hann hefur ekki kynnst áður,“ segir Arndís. Fréttastofan hitti yngri bróðurinn í dag en hann baðst undan viðtali af ótta við viðbrögð samlanda sinna hér á landi vegna samkynhneigðar sinnar og hættu á að það gæti spurst út til heima landsins. Hefði verið hægt fyrir þá tvo að koma hingað til lands og sækja um á öðrum grundvelli? „Nei! Fyrst og fremst er ástæðan sú að meginreglan í lögum er sú að til þess að sækja um dvalarleyfi þá þarftu að gera það áður en þú kemur til landsins og svo eru bara ákaflega fáir flokkar fyrir einstaklinga í þessari stöðu,“ segir Arndís.
Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Fleiri fréttir Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Sjá meira