Sextán ára fylgdarlausum dreng vísað úr landi 17. maí 2017 19:20 Sextán ára marokkóskum dreng sem kom án forráðamanns hingað til lands í desember hefur verið synjað um hæli og verður vísað úr landi. Málið hefur verið kært til Kærunefndar útlendingamála. Lögfræðingur Rauða krossins segir mál hans hafa sérstöðu umfram önnur mál hælisleitenda hér á landi. Drengurinn kom hingað til lands frá Spáni í lok nóvember á síðasta ári ásamt eldri bróður sínum en þangað höfðu þeir flúið heimalandið vegna hættu á ofsóknum, en yngri bróðirinn er samkynhneigður. Samkynhneigð í heimalandi þeirra, Marokkó er ólögleg bæði í lagalegum og trúarlegum skilningi og hafa þeir sem viðurkennt hafa samkynhneigð þar í landi orðið fyrir ofsóknum og útskúfun frá samfélaginu og jafnvel dæmdir til fangelsisvistar. Saga bræðranna er sorgleg en báðir ólust þeir upp við mikið líkamlegt og kynferðisleg ofbeldi og misnotkun frá barnæsku og til að forðast aðstæður heima við kaus þeir að búa frekar á götunni heldur en heimili foreldra sinna. Samkvæmt gögnum sem fréttastofa hefur undir höndum hefur eldri bróðirinn mikla ábyrgðartilfinningu og hefur reynt eftir fremsta megni að koma bróður sínum í öruggt skjól.Arndís Anna K. Gunnarsdóttir, lögfræðingur og talsmaður hælisleitenda.Bræðurnir sóttu um hæli hér á landi við komuna til landsins og segir lögfræðingur og talsmaður hælisleitenda hjá Rauða krossi Íslands mál þeirra hafa sérstöðu þar sem drengurinn kemur hingað til lands fylgdarlaus með bróður sínum. En sá hefur ekki forræði yfir bróður sínum og er ekki fylgdarlaus þar sem hann er yfir átján ára aldri. „Sem að í raun verður til þess að stjórnvöld taka þá ákvörðun að að senda þá báða til Spánar sem samkvæmt Dyflinnarreglugerðinni ber ábyrgð á umsókn eldri bróðurins þar sem þeir fengu vegabréfsáritun útgefna á Spáni,“ segir Arndís Anna K. Gunnarsdóttir, lögfræðingur og talsmaður hælisleitenda hjá Rauða krossi Íslands. Arndís segir að Útlendingastofnun byggi ákvörðun sína á fjölskylduákvæði í Dyflinnarreglugerðinni, sem hún telur að ekki hafi verið rétt túlkuð í þessi tilviki. Bræðurnir fá að vera hér á landi á meðan málið er til meðferðar hjá Kærunefnd Útlendingamála og að það verði tekið fyrir á næstu vikum. „Það sem við erum að vonast eftir er það að kærunefndin nýti heimild sem hún hefur í lögum til þess að bjóða kærendum í viðtal. Sérstaklega yngri bróðirinn fái þetta tækifæri til þess að hitta kærunefndina, skýra frá sínum sjónarmiðum, þannig að hægt sé að leggja áherslu á sérstöðu málsins,“ segir Arndís. Arndís segir að frá því bræðurnir komu til landsins hafi þeir náð að aðlagast þjóðfélaginu. „Við sjáum greinilegan mun á þeim báðum, sérstaklega yngri bróðurnum og það kannski skýrist að einhverju leyti vegna þess hversu mikið öryggi hann finnur hérna sem samkynhneigður einstaklingur sem hann hefur ekki kynnst áður,“ segir Arndís. Fréttastofan hitti yngri bróðurinn í dag en hann baðst undan viðtali af ótta við viðbrögð samlanda sinna hér á landi vegna samkynhneigðar sinnar og hættu á að það gæti spurst út til heima landsins. Hefði verið hægt fyrir þá tvo að koma hingað til lands og sækja um á öðrum grundvelli? „Nei! Fyrst og fremst er ástæðan sú að meginreglan í lögum er sú að til þess að sækja um dvalarleyfi þá þarftu að gera það áður en þú kemur til landsins og svo eru bara ákaflega fáir flokkar fyrir einstaklinga í þessari stöðu,“ segir Arndís. Mest lesið Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Fleiri fréttir Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Sjá meira
Sextán ára marokkóskum dreng sem kom án forráðamanns hingað til lands í desember hefur verið synjað um hæli og verður vísað úr landi. Málið hefur verið kært til Kærunefndar útlendingamála. Lögfræðingur Rauða krossins segir mál hans hafa sérstöðu umfram önnur mál hælisleitenda hér á landi. Drengurinn kom hingað til lands frá Spáni í lok nóvember á síðasta ári ásamt eldri bróður sínum en þangað höfðu þeir flúið heimalandið vegna hættu á ofsóknum, en yngri bróðirinn er samkynhneigður. Samkynhneigð í heimalandi þeirra, Marokkó er ólögleg bæði í lagalegum og trúarlegum skilningi og hafa þeir sem viðurkennt hafa samkynhneigð þar í landi orðið fyrir ofsóknum og útskúfun frá samfélaginu og jafnvel dæmdir til fangelsisvistar. Saga bræðranna er sorgleg en báðir ólust þeir upp við mikið líkamlegt og kynferðisleg ofbeldi og misnotkun frá barnæsku og til að forðast aðstæður heima við kaus þeir að búa frekar á götunni heldur en heimili foreldra sinna. Samkvæmt gögnum sem fréttastofa hefur undir höndum hefur eldri bróðirinn mikla ábyrgðartilfinningu og hefur reynt eftir fremsta megni að koma bróður sínum í öruggt skjól.Arndís Anna K. Gunnarsdóttir, lögfræðingur og talsmaður hælisleitenda.Bræðurnir sóttu um hæli hér á landi við komuna til landsins og segir lögfræðingur og talsmaður hælisleitenda hjá Rauða krossi Íslands mál þeirra hafa sérstöðu þar sem drengurinn kemur hingað til lands fylgdarlaus með bróður sínum. En sá hefur ekki forræði yfir bróður sínum og er ekki fylgdarlaus þar sem hann er yfir átján ára aldri. „Sem að í raun verður til þess að stjórnvöld taka þá ákvörðun að að senda þá báða til Spánar sem samkvæmt Dyflinnarreglugerðinni ber ábyrgð á umsókn eldri bróðurins þar sem þeir fengu vegabréfsáritun útgefna á Spáni,“ segir Arndís Anna K. Gunnarsdóttir, lögfræðingur og talsmaður hælisleitenda hjá Rauða krossi Íslands. Arndís segir að Útlendingastofnun byggi ákvörðun sína á fjölskylduákvæði í Dyflinnarreglugerðinni, sem hún telur að ekki hafi verið rétt túlkuð í þessi tilviki. Bræðurnir fá að vera hér á landi á meðan málið er til meðferðar hjá Kærunefnd Útlendingamála og að það verði tekið fyrir á næstu vikum. „Það sem við erum að vonast eftir er það að kærunefndin nýti heimild sem hún hefur í lögum til þess að bjóða kærendum í viðtal. Sérstaklega yngri bróðirinn fái þetta tækifæri til þess að hitta kærunefndina, skýra frá sínum sjónarmiðum, þannig að hægt sé að leggja áherslu á sérstöðu málsins,“ segir Arndís. Arndís segir að frá því bræðurnir komu til landsins hafi þeir náð að aðlagast þjóðfélaginu. „Við sjáum greinilegan mun á þeim báðum, sérstaklega yngri bróðurnum og það kannski skýrist að einhverju leyti vegna þess hversu mikið öryggi hann finnur hérna sem samkynhneigður einstaklingur sem hann hefur ekki kynnst áður,“ segir Arndís. Fréttastofan hitti yngri bróðurinn í dag en hann baðst undan viðtali af ótta við viðbrögð samlanda sinna hér á landi vegna samkynhneigðar sinnar og hættu á að það gæti spurst út til heima landsins. Hefði verið hægt fyrir þá tvo að koma hingað til lands og sækja um á öðrum grundvelli? „Nei! Fyrst og fremst er ástæðan sú að meginreglan í lögum er sú að til þess að sækja um dvalarleyfi þá þarftu að gera það áður en þú kemur til landsins og svo eru bara ákaflega fáir flokkar fyrir einstaklinga í þessari stöðu,“ segir Arndís.
Mest lesið Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Fleiri fréttir Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“