Bað stjúpdóttur sína og vinkonu hennar um að sýna á sér brjóstin Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 19. maí 2017 22:39 Héraðsdómur Vestfjarða á Ísafirði dæmdi manninn. Vísir/pjetur Héraðsdómur Vestfjarða hefur dæmt 48 ára gamlan karlmann í níu mánaða fangelsi fyrir kynferðisbrot og brot gegn barnaverndarlögum þegar hann í apríl 2014 bað stjúpdóttur sína og vinkonu hennar um að sýna á sér brjóstin þegar hann tók mynd af þeim þar sem þær í heitum potti fyrir utan heimili þeirra og klæddar í bikiní. Þá var maðurinn jafnframt dæmdur fyrir líkamsárás gegn þáverandi unnustu sinni, og móður stúlkunnar sem hann braut gegn, í nóvember 2015 auk þess sem hann var dæmdur fyrir umferðarlagabrot. Hann játaði bæði þau brot en neitaði kynferðisbrotinu og því að hafa brotið gegn barnaverndarlögum. Hjá lögreglu lýsti stjúpdóttir mannsins því þannig að hún hefði verið í heitum potti með vinkonu sinni þegar hann hefði staðið á svölunum og ætlað að taka af þeim mynd. Hafi „hann beðið þær um að „fara upp“ þannig að brjóstin á þeim sæjust á myndinni. Vandræðalegt og óþægilegt Maðurinn hafi einnig sagt að þær ættu að gera það af því að brjóstin á þeim væru flott. Ákærði hafi verið að drekka þegar þetta gerðist og hafi henni fundist þetta mjög óþægilegt.“ Vinkona stúlkunnar bar á sama veg um atvikið og sagði að sér hefði fundist þetta bæði óþægilegt og vandræðalegt. Þegar maðurinn gaf svo skýrslu hjá lögreglu kvaðst hann ekki kannast við að hafa sagt stúlkunum að kreista brjóstin út og „fara upp“ svo þau sæjust en hafi hann gert það þá hafi það verið sagt í gríni. Fyrir dómi neitaði hann svo staðfastlega að hafa sagt þetta við stúlkurnar. Kvaðst hann aldrei hafa beðið stúlkurnar um að bera á sér brjóstin og að það væri fráleitt að þetta hafi verið eitthvað kynferðislegt. Hann hefði tekið af þeim myndir og beðið þær um að reisa sig við svo það sæist betur í þær. Svo segir í dómi héraðsdóms: Framburður mannsins metinn óstöðugur „Borinn var undir ákærða framburður hans hjá lögreglu, þar sem hann var spurður hvort hann hafi beðið þær um að sýna brjóst sín og hafi svarað að vel geti verið að hann hafi gert það, og kvaðst hann ekki þræta fyrir það en það hafi ekki verið í þeim skilningi að hafa beðið þær um að sýna ber brjóst. Um þennan framburð sagði ákærði að það gæti verið að hann hafi beðið þær um þetta ef þær eru alveg harðar á því að svo hafi verið. Þá var ákærða kynntur framburður stúlknanna hjá lögreglu og kvaðst hann ekki vilja tjá sig um hann. Ákærði kvaðst ekki hafa orðið var við að tíminn hafi verið rangur í þeim síma sem notaður var við myndatökuna. Þá minntist hann þess ekki að hafa sagt eitthvað annað við stúlkurnar, ekki beðið þær um að bera aðra líkamshluta, né reynt að snerta þær eða muna eftir frekari afskipum af þeim þetta kvöld. Þá kvaðst hann halda að hann hafi aldrei sagt við þær að brjóstin á þeim væru flott eða beðið þær um að kreista fram brjóstin.“ Dómurinn mat það sem svo að ekkert hefði komið fram við meðferð málsins sem rýrði framburð stúlknanna. Hins vegar væri framburður mannsins óstöðugur og ekki væri hægt að byggja niðurstöðu málsins á honum. Því var hann dæmdur sekur en í dómnum segir að ekki hafi verið unnt að skilorðsbinda refsinguna þar sem maðurinn á langan sakarferil að baki sem nær aftur til ársins 1993.Dóm héraðsdóms má sjá hér. Mest lesið Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Erlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Allt að tuttugu stiga frost en bjart víða Veður Fleiri fréttir Spunaleikari vill annað sæti Samfylkingarinnar í borginni „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Sjá meira
Héraðsdómur Vestfjarða hefur dæmt 48 ára gamlan karlmann í níu mánaða fangelsi fyrir kynferðisbrot og brot gegn barnaverndarlögum þegar hann í apríl 2014 bað stjúpdóttur sína og vinkonu hennar um að sýna á sér brjóstin þegar hann tók mynd af þeim þar sem þær í heitum potti fyrir utan heimili þeirra og klæddar í bikiní. Þá var maðurinn jafnframt dæmdur fyrir líkamsárás gegn þáverandi unnustu sinni, og móður stúlkunnar sem hann braut gegn, í nóvember 2015 auk þess sem hann var dæmdur fyrir umferðarlagabrot. Hann játaði bæði þau brot en neitaði kynferðisbrotinu og því að hafa brotið gegn barnaverndarlögum. Hjá lögreglu lýsti stjúpdóttir mannsins því þannig að hún hefði verið í heitum potti með vinkonu sinni þegar hann hefði staðið á svölunum og ætlað að taka af þeim mynd. Hafi „hann beðið þær um að „fara upp“ þannig að brjóstin á þeim sæjust á myndinni. Vandræðalegt og óþægilegt Maðurinn hafi einnig sagt að þær ættu að gera það af því að brjóstin á þeim væru flott. Ákærði hafi verið að drekka þegar þetta gerðist og hafi henni fundist þetta mjög óþægilegt.“ Vinkona stúlkunnar bar á sama veg um atvikið og sagði að sér hefði fundist þetta bæði óþægilegt og vandræðalegt. Þegar maðurinn gaf svo skýrslu hjá lögreglu kvaðst hann ekki kannast við að hafa sagt stúlkunum að kreista brjóstin út og „fara upp“ svo þau sæjust en hafi hann gert það þá hafi það verið sagt í gríni. Fyrir dómi neitaði hann svo staðfastlega að hafa sagt þetta við stúlkurnar. Kvaðst hann aldrei hafa beðið stúlkurnar um að bera á sér brjóstin og að það væri fráleitt að þetta hafi verið eitthvað kynferðislegt. Hann hefði tekið af þeim myndir og beðið þær um að reisa sig við svo það sæist betur í þær. Svo segir í dómi héraðsdóms: Framburður mannsins metinn óstöðugur „Borinn var undir ákærða framburður hans hjá lögreglu, þar sem hann var spurður hvort hann hafi beðið þær um að sýna brjóst sín og hafi svarað að vel geti verið að hann hafi gert það, og kvaðst hann ekki þræta fyrir það en það hafi ekki verið í þeim skilningi að hafa beðið þær um að sýna ber brjóst. Um þennan framburð sagði ákærði að það gæti verið að hann hafi beðið þær um þetta ef þær eru alveg harðar á því að svo hafi verið. Þá var ákærða kynntur framburður stúlknanna hjá lögreglu og kvaðst hann ekki vilja tjá sig um hann. Ákærði kvaðst ekki hafa orðið var við að tíminn hafi verið rangur í þeim síma sem notaður var við myndatökuna. Þá minntist hann þess ekki að hafa sagt eitthvað annað við stúlkurnar, ekki beðið þær um að bera aðra líkamshluta, né reynt að snerta þær eða muna eftir frekari afskipum af þeim þetta kvöld. Þá kvaðst hann halda að hann hafi aldrei sagt við þær að brjóstin á þeim væru flott eða beðið þær um að kreista fram brjóstin.“ Dómurinn mat það sem svo að ekkert hefði komið fram við meðferð málsins sem rýrði framburð stúlknanna. Hins vegar væri framburður mannsins óstöðugur og ekki væri hægt að byggja niðurstöðu málsins á honum. Því var hann dæmdur sekur en í dómnum segir að ekki hafi verið unnt að skilorðsbinda refsinguna þar sem maðurinn á langan sakarferil að baki sem nær aftur til ársins 1993.Dóm héraðsdóms má sjá hér.
Mest lesið Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Erlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Allt að tuttugu stiga frost en bjart víða Veður Fleiri fréttir Spunaleikari vill annað sæti Samfylkingarinnar í borginni „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Sjá meira