Sakar ESB um að reyna að hafa áhrif á bresku þingkosningarnar Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 3. maí 2017 21:00 Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, fyrir utan Downing stræti 10 í dag. Vísir/Getty Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, sakar ráðamenn Evrópusambandsins, um að reyna vísvitandi að hafa áhrif á komandi þingkosningar í landinu, sem fara fram í júní næstkomandi, með hótunum sínum í aðdraganda komandi Brexit viðræðnanna. Ummælin lét May falla í ræðu fyrir utan Downing stræti númer 10, þar sem hún sagði að „embættismenn í Brussel,“ vildu helst sjá komandi samningaviðræður mistakast. Þannig vísaði hún í fréttir þess efnis sem birtust í þýsku dagblaði nú á dögunum, um að til orðaskipta hefðu komið á milli hennar og Jean Claude Juncker, leiðtoga framkvæmdastjórnar ESB. Hún segir að sú staðreynd að samræður þeirra hafi lekið í fjölmiðla, bendi til þess að samningaviðræðurnar verði harðari og að spenna á milli Bretlands og Evrópusambandsins eigi eftir að aukast. Hún gagnrýnir fréttaflutning evrópskra fjölmiðla um komandi viðræður.Stefna Bretlands í komandi samningaviðræðum er mistúlkuð í fjölmiðlum á meginlandinu. Afstaða ESB hefur harðnað og evrópskir ráðamenn hafa hótað Bretlandi. Hún segir að tímasetning þessara hótana sé engin tilviljun, en markmiðið sé að reyna að hafa áhrif á útkomu komandi þingkosninga í Bretlandi, sem fara fram í júní. Hún segist vilja ná fram góðum samningum, í samvinnu við Evrópusambandið. En atburðir síðastliðnu daga, sýna að sama hvað við viljum og sama hve sanngjarnir sumir ráðamenn eru í Evrópu, þá eru til staðar þeir stjórnmálamenn í Brussel sem vilja ekki að samningar náist. Breskir stjórnmálamenn úr röðum stjórnarandstöðunnar hafa harðlega gagnrýnt May fyrir þessi ummæli. Þannig segir Nicola Sturgeon, leiðtogi Skoska þjóðarflokksins, að May sýni afar óábyrga hegðun með því að reyna að láta Brexit viðræðurnar snúast um breska flokkadrætti. Jeremy Corby, leiðtogi Verkamannaflokksins, tekur í svipaðan streng og segir að það sé augljóst að May ætli sér að láta það líta út fyrir að Íhaldsflokkurinn sé eini flokkurinn sem muni geta staðið vörð um hagsmuni Breta, í tilraun til þess að slá ryki í augu almennings og dreifa athyglinni frá lélegri efnahagsstjórn Íhaldsflokksins. Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Innlent Fleiri fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Sjá meira
Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, sakar ráðamenn Evrópusambandsins, um að reyna vísvitandi að hafa áhrif á komandi þingkosningar í landinu, sem fara fram í júní næstkomandi, með hótunum sínum í aðdraganda komandi Brexit viðræðnanna. Ummælin lét May falla í ræðu fyrir utan Downing stræti númer 10, þar sem hún sagði að „embættismenn í Brussel,“ vildu helst sjá komandi samningaviðræður mistakast. Þannig vísaði hún í fréttir þess efnis sem birtust í þýsku dagblaði nú á dögunum, um að til orðaskipta hefðu komið á milli hennar og Jean Claude Juncker, leiðtoga framkvæmdastjórnar ESB. Hún segir að sú staðreynd að samræður þeirra hafi lekið í fjölmiðla, bendi til þess að samningaviðræðurnar verði harðari og að spenna á milli Bretlands og Evrópusambandsins eigi eftir að aukast. Hún gagnrýnir fréttaflutning evrópskra fjölmiðla um komandi viðræður.Stefna Bretlands í komandi samningaviðræðum er mistúlkuð í fjölmiðlum á meginlandinu. Afstaða ESB hefur harðnað og evrópskir ráðamenn hafa hótað Bretlandi. Hún segir að tímasetning þessara hótana sé engin tilviljun, en markmiðið sé að reyna að hafa áhrif á útkomu komandi þingkosninga í Bretlandi, sem fara fram í júní. Hún segist vilja ná fram góðum samningum, í samvinnu við Evrópusambandið. En atburðir síðastliðnu daga, sýna að sama hvað við viljum og sama hve sanngjarnir sumir ráðamenn eru í Evrópu, þá eru til staðar þeir stjórnmálamenn í Brussel sem vilja ekki að samningar náist. Breskir stjórnmálamenn úr röðum stjórnarandstöðunnar hafa harðlega gagnrýnt May fyrir þessi ummæli. Þannig segir Nicola Sturgeon, leiðtogi Skoska þjóðarflokksins, að May sýni afar óábyrga hegðun með því að reyna að láta Brexit viðræðurnar snúast um breska flokkadrætti. Jeremy Corby, leiðtogi Verkamannaflokksins, tekur í svipaðan streng og segir að það sé augljóst að May ætli sér að láta það líta út fyrir að Íhaldsflokkurinn sé eini flokkurinn sem muni geta staðið vörð um hagsmuni Breta, í tilraun til þess að slá ryki í augu almennings og dreifa athyglinni frá lélegri efnahagsstjórn Íhaldsflokksins.
Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Innlent Fleiri fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Sjá meira