Sakar ESB um að reyna að hafa áhrif á bresku þingkosningarnar Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 3. maí 2017 21:00 Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, fyrir utan Downing stræti 10 í dag. Vísir/Getty Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, sakar ráðamenn Evrópusambandsins, um að reyna vísvitandi að hafa áhrif á komandi þingkosningar í landinu, sem fara fram í júní næstkomandi, með hótunum sínum í aðdraganda komandi Brexit viðræðnanna. Ummælin lét May falla í ræðu fyrir utan Downing stræti númer 10, þar sem hún sagði að „embættismenn í Brussel,“ vildu helst sjá komandi samningaviðræður mistakast. Þannig vísaði hún í fréttir þess efnis sem birtust í þýsku dagblaði nú á dögunum, um að til orðaskipta hefðu komið á milli hennar og Jean Claude Juncker, leiðtoga framkvæmdastjórnar ESB. Hún segir að sú staðreynd að samræður þeirra hafi lekið í fjölmiðla, bendi til þess að samningaviðræðurnar verði harðari og að spenna á milli Bretlands og Evrópusambandsins eigi eftir að aukast. Hún gagnrýnir fréttaflutning evrópskra fjölmiðla um komandi viðræður.Stefna Bretlands í komandi samningaviðræðum er mistúlkuð í fjölmiðlum á meginlandinu. Afstaða ESB hefur harðnað og evrópskir ráðamenn hafa hótað Bretlandi. Hún segir að tímasetning þessara hótana sé engin tilviljun, en markmiðið sé að reyna að hafa áhrif á útkomu komandi þingkosninga í Bretlandi, sem fara fram í júní. Hún segist vilja ná fram góðum samningum, í samvinnu við Evrópusambandið. En atburðir síðastliðnu daga, sýna að sama hvað við viljum og sama hve sanngjarnir sumir ráðamenn eru í Evrópu, þá eru til staðar þeir stjórnmálamenn í Brussel sem vilja ekki að samningar náist. Breskir stjórnmálamenn úr röðum stjórnarandstöðunnar hafa harðlega gagnrýnt May fyrir þessi ummæli. Þannig segir Nicola Sturgeon, leiðtogi Skoska þjóðarflokksins, að May sýni afar óábyrga hegðun með því að reyna að láta Brexit viðræðurnar snúast um breska flokkadrætti. Jeremy Corby, leiðtogi Verkamannaflokksins, tekur í svipaðan streng og segir að það sé augljóst að May ætli sér að láta það líta út fyrir að Íhaldsflokkurinn sé eini flokkurinn sem muni geta staðið vörð um hagsmuni Breta, í tilraun til þess að slá ryki í augu almennings og dreifa athyglinni frá lélegri efnahagsstjórn Íhaldsflokksins. Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Fleiri fréttir Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Sjá meira
Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, sakar ráðamenn Evrópusambandsins, um að reyna vísvitandi að hafa áhrif á komandi þingkosningar í landinu, sem fara fram í júní næstkomandi, með hótunum sínum í aðdraganda komandi Brexit viðræðnanna. Ummælin lét May falla í ræðu fyrir utan Downing stræti númer 10, þar sem hún sagði að „embættismenn í Brussel,“ vildu helst sjá komandi samningaviðræður mistakast. Þannig vísaði hún í fréttir þess efnis sem birtust í þýsku dagblaði nú á dögunum, um að til orðaskipta hefðu komið á milli hennar og Jean Claude Juncker, leiðtoga framkvæmdastjórnar ESB. Hún segir að sú staðreynd að samræður þeirra hafi lekið í fjölmiðla, bendi til þess að samningaviðræðurnar verði harðari og að spenna á milli Bretlands og Evrópusambandsins eigi eftir að aukast. Hún gagnrýnir fréttaflutning evrópskra fjölmiðla um komandi viðræður.Stefna Bretlands í komandi samningaviðræðum er mistúlkuð í fjölmiðlum á meginlandinu. Afstaða ESB hefur harðnað og evrópskir ráðamenn hafa hótað Bretlandi. Hún segir að tímasetning þessara hótana sé engin tilviljun, en markmiðið sé að reyna að hafa áhrif á útkomu komandi þingkosninga í Bretlandi, sem fara fram í júní. Hún segist vilja ná fram góðum samningum, í samvinnu við Evrópusambandið. En atburðir síðastliðnu daga, sýna að sama hvað við viljum og sama hve sanngjarnir sumir ráðamenn eru í Evrópu, þá eru til staðar þeir stjórnmálamenn í Brussel sem vilja ekki að samningar náist. Breskir stjórnmálamenn úr röðum stjórnarandstöðunnar hafa harðlega gagnrýnt May fyrir þessi ummæli. Þannig segir Nicola Sturgeon, leiðtogi Skoska þjóðarflokksins, að May sýni afar óábyrga hegðun með því að reyna að láta Brexit viðræðurnar snúast um breska flokkadrætti. Jeremy Corby, leiðtogi Verkamannaflokksins, tekur í svipaðan streng og segir að það sé augljóst að May ætli sér að láta það líta út fyrir að Íhaldsflokkurinn sé eini flokkurinn sem muni geta staðið vörð um hagsmuni Breta, í tilraun til þess að slá ryki í augu almennings og dreifa athyglinni frá lélegri efnahagsstjórn Íhaldsflokksins.
Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Fleiri fréttir Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Sjá meira