Sakar ESB um að reyna að hafa áhrif á bresku þingkosningarnar Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 3. maí 2017 21:00 Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, fyrir utan Downing stræti 10 í dag. Vísir/Getty Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, sakar ráðamenn Evrópusambandsins, um að reyna vísvitandi að hafa áhrif á komandi þingkosningar í landinu, sem fara fram í júní næstkomandi, með hótunum sínum í aðdraganda komandi Brexit viðræðnanna. Ummælin lét May falla í ræðu fyrir utan Downing stræti númer 10, þar sem hún sagði að „embættismenn í Brussel,“ vildu helst sjá komandi samningaviðræður mistakast. Þannig vísaði hún í fréttir þess efnis sem birtust í þýsku dagblaði nú á dögunum, um að til orðaskipta hefðu komið á milli hennar og Jean Claude Juncker, leiðtoga framkvæmdastjórnar ESB. Hún segir að sú staðreynd að samræður þeirra hafi lekið í fjölmiðla, bendi til þess að samningaviðræðurnar verði harðari og að spenna á milli Bretlands og Evrópusambandsins eigi eftir að aukast. Hún gagnrýnir fréttaflutning evrópskra fjölmiðla um komandi viðræður.Stefna Bretlands í komandi samningaviðræðum er mistúlkuð í fjölmiðlum á meginlandinu. Afstaða ESB hefur harðnað og evrópskir ráðamenn hafa hótað Bretlandi. Hún segir að tímasetning þessara hótana sé engin tilviljun, en markmiðið sé að reyna að hafa áhrif á útkomu komandi þingkosninga í Bretlandi, sem fara fram í júní. Hún segist vilja ná fram góðum samningum, í samvinnu við Evrópusambandið. En atburðir síðastliðnu daga, sýna að sama hvað við viljum og sama hve sanngjarnir sumir ráðamenn eru í Evrópu, þá eru til staðar þeir stjórnmálamenn í Brussel sem vilja ekki að samningar náist. Breskir stjórnmálamenn úr röðum stjórnarandstöðunnar hafa harðlega gagnrýnt May fyrir þessi ummæli. Þannig segir Nicola Sturgeon, leiðtogi Skoska þjóðarflokksins, að May sýni afar óábyrga hegðun með því að reyna að láta Brexit viðræðurnar snúast um breska flokkadrætti. Jeremy Corby, leiðtogi Verkamannaflokksins, tekur í svipaðan streng og segir að það sé augljóst að May ætli sér að láta það líta út fyrir að Íhaldsflokkurinn sé eini flokkurinn sem muni geta staðið vörð um hagsmuni Breta, í tilraun til þess að slá ryki í augu almennings og dreifa athyglinni frá lélegri efnahagsstjórn Íhaldsflokksins. Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira
Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, sakar ráðamenn Evrópusambandsins, um að reyna vísvitandi að hafa áhrif á komandi þingkosningar í landinu, sem fara fram í júní næstkomandi, með hótunum sínum í aðdraganda komandi Brexit viðræðnanna. Ummælin lét May falla í ræðu fyrir utan Downing stræti númer 10, þar sem hún sagði að „embættismenn í Brussel,“ vildu helst sjá komandi samningaviðræður mistakast. Þannig vísaði hún í fréttir þess efnis sem birtust í þýsku dagblaði nú á dögunum, um að til orðaskipta hefðu komið á milli hennar og Jean Claude Juncker, leiðtoga framkvæmdastjórnar ESB. Hún segir að sú staðreynd að samræður þeirra hafi lekið í fjölmiðla, bendi til þess að samningaviðræðurnar verði harðari og að spenna á milli Bretlands og Evrópusambandsins eigi eftir að aukast. Hún gagnrýnir fréttaflutning evrópskra fjölmiðla um komandi viðræður.Stefna Bretlands í komandi samningaviðræðum er mistúlkuð í fjölmiðlum á meginlandinu. Afstaða ESB hefur harðnað og evrópskir ráðamenn hafa hótað Bretlandi. Hún segir að tímasetning þessara hótana sé engin tilviljun, en markmiðið sé að reyna að hafa áhrif á útkomu komandi þingkosninga í Bretlandi, sem fara fram í júní. Hún segist vilja ná fram góðum samningum, í samvinnu við Evrópusambandið. En atburðir síðastliðnu daga, sýna að sama hvað við viljum og sama hve sanngjarnir sumir ráðamenn eru í Evrópu, þá eru til staðar þeir stjórnmálamenn í Brussel sem vilja ekki að samningar náist. Breskir stjórnmálamenn úr röðum stjórnarandstöðunnar hafa harðlega gagnrýnt May fyrir þessi ummæli. Þannig segir Nicola Sturgeon, leiðtogi Skoska þjóðarflokksins, að May sýni afar óábyrga hegðun með því að reyna að láta Brexit viðræðurnar snúast um breska flokkadrætti. Jeremy Corby, leiðtogi Verkamannaflokksins, tekur í svipaðan streng og segir að það sé augljóst að May ætli sér að láta það líta út fyrir að Íhaldsflokkurinn sé eini flokkurinn sem muni geta staðið vörð um hagsmuni Breta, í tilraun til þess að slá ryki í augu almennings og dreifa athyglinni frá lélegri efnahagsstjórn Íhaldsflokksins.
Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira