Afar slæmur fyrirboði fyrir flokk Corbyns Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 6. maí 2017 07:00 Alls var kosið um 4.851 sæti í 88 sveitarstjórnum. Vísir/AFP Íhaldsflokkurinn vann stærsta kosningasigur ríkisstjórnarflokks á Bretlandi í sveitarstjórnarkosningum í fjóra áratugi á fimmtudaginn. Vann flokkurinn alls 500 ný sæti og náði meirihluta í ellefu sveitarfélögum. Sigur Íhaldsflokksins þýddi einna helst tap Verkamannaflokksins og Breska sjálfstæðisflokksins (UKIP). Tapaði síðarnefndi flokkurinn öllum sínum þrjátíu sætum. Þá mistókst Frjálslyndum demókrötum að nýta sér lélegt gengi Verkamannaflokksins og UKIP.Niðurstöðurnar eru vonbrigði fyrir Jeremy Corbyn. Nordicphotos/AFPSamkvæmt mati BBC fengu íhaldsmenn 38 prósent atkvæða, 13 prósentum meira en árið 2013. Verkamenn fengu 27 prósent atkvæða en fengu 29 prósent síðast. Frjálslyndir demókratar fengu átján og bættu þar með við sig fjórum en UKIP fékk fimm prósenta fylgi, hafði 23 prósent. Þykir þessi sigur Íhaldsflokksins slæmur fyrirboði fyrir Verkamannaflokkinn ef horft er til þingkosninga sem fara fram í júní. Samkvæmt meðaltali skoðanakannana sem The Telegraph tekur saman mælast íhaldsmenn með 46 prósenta fylgi en Verkamannaflokkurinn með 29 prósent. Það myndi þýða sögulega stóran sigur Íhaldsflokksins og stóran meirihluta næstu fimm árin. Jeremy Corbyn, formaður Verkamannaflokksins, var þó ekki áhyggjufullur í gærkvöldi. „Við töpuðum sætum en erum að mjókka muninn á okkur og Íhaldsflokknum,“ sagði Corbyn. „Hver einasti ósigur Verkamannaflokksins í kosningunum veldur mér vonbrigðum. Of margir frábærir fulltrúar, sem hafa unnið af kappi fyrir samfélög sín misstu sæti sitt,“ sagði hann enn fremur. Þá benti Corbyn á að nú væru fimm vikur til stefnu til þess að reyna að sigra í þingkosningunum. „Við vitum að þetta verður ekki auðvelt. Þetta er sögulega stór áskorun. En Verkamannaflokkurinn og breska þjóðin mega ekki láta þetta tækifæri úr greipum sér ganga.“ BBC heldur því fram að niðurstaðan sé ekki síður slæmur fyrirboði fyrir UKIP. Flokkurinn, sem átti sínar bestu sveitarstjórnarkosningar fyrir fjórum árum, þurrkaðist algjörlega út á fimmtudag. Steven Woolfe, sem bauð sig eitt sinn fram til formennsku í UKIP, sagði að áhrif flokksins væru ekki til staðar lengur. Þá sagði Douglas Carswell, fyrrverandi þingmaður, að tími flokksins væri á enda. Paul Nuttall, formaður UKIP, sagði hins vegar að flokkurinn væri fórnarlamb eigin velgengni. Vísaði hann þar til þess að UKIP hafi verið einn helsti baráttuflokkurinn fyrir útgöngu úr Evrópusambandinu. Birtist í Fréttablaðinu Kosningar í Bretlandi Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Fleiri fréttir Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Sjá meira
Íhaldsflokkurinn vann stærsta kosningasigur ríkisstjórnarflokks á Bretlandi í sveitarstjórnarkosningum í fjóra áratugi á fimmtudaginn. Vann flokkurinn alls 500 ný sæti og náði meirihluta í ellefu sveitarfélögum. Sigur Íhaldsflokksins þýddi einna helst tap Verkamannaflokksins og Breska sjálfstæðisflokksins (UKIP). Tapaði síðarnefndi flokkurinn öllum sínum þrjátíu sætum. Þá mistókst Frjálslyndum demókrötum að nýta sér lélegt gengi Verkamannaflokksins og UKIP.Niðurstöðurnar eru vonbrigði fyrir Jeremy Corbyn. Nordicphotos/AFPSamkvæmt mati BBC fengu íhaldsmenn 38 prósent atkvæða, 13 prósentum meira en árið 2013. Verkamenn fengu 27 prósent atkvæða en fengu 29 prósent síðast. Frjálslyndir demókratar fengu átján og bættu þar með við sig fjórum en UKIP fékk fimm prósenta fylgi, hafði 23 prósent. Þykir þessi sigur Íhaldsflokksins slæmur fyrirboði fyrir Verkamannaflokkinn ef horft er til þingkosninga sem fara fram í júní. Samkvæmt meðaltali skoðanakannana sem The Telegraph tekur saman mælast íhaldsmenn með 46 prósenta fylgi en Verkamannaflokkurinn með 29 prósent. Það myndi þýða sögulega stóran sigur Íhaldsflokksins og stóran meirihluta næstu fimm árin. Jeremy Corbyn, formaður Verkamannaflokksins, var þó ekki áhyggjufullur í gærkvöldi. „Við töpuðum sætum en erum að mjókka muninn á okkur og Íhaldsflokknum,“ sagði Corbyn. „Hver einasti ósigur Verkamannaflokksins í kosningunum veldur mér vonbrigðum. Of margir frábærir fulltrúar, sem hafa unnið af kappi fyrir samfélög sín misstu sæti sitt,“ sagði hann enn fremur. Þá benti Corbyn á að nú væru fimm vikur til stefnu til þess að reyna að sigra í þingkosningunum. „Við vitum að þetta verður ekki auðvelt. Þetta er sögulega stór áskorun. En Verkamannaflokkurinn og breska þjóðin mega ekki láta þetta tækifæri úr greipum sér ganga.“ BBC heldur því fram að niðurstaðan sé ekki síður slæmur fyrirboði fyrir UKIP. Flokkurinn, sem átti sínar bestu sveitarstjórnarkosningar fyrir fjórum árum, þurrkaðist algjörlega út á fimmtudag. Steven Woolfe, sem bauð sig eitt sinn fram til formennsku í UKIP, sagði að áhrif flokksins væru ekki til staðar lengur. Þá sagði Douglas Carswell, fyrrverandi þingmaður, að tími flokksins væri á enda. Paul Nuttall, formaður UKIP, sagði hins vegar að flokkurinn væri fórnarlamb eigin velgengni. Vísaði hann þar til þess að UKIP hafi verið einn helsti baráttuflokkurinn fyrir útgöngu úr Evrópusambandinu.
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar í Bretlandi Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Fleiri fréttir Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Sjá meira