Skrá áhafnir úti og greiða laun undir lögboðnu lágmarki Þorbjörn Þórðarson skrifar 9. maí 2017 18:52 Vinnumálastofnun, velferðarráðuneytið og Flugmálastjórn Íslands hafa ekki brugðist við ítrekuðum ábendingum ASÍ um að brotið sé á réttindum flugfreyja og flugþjóna hjá Primera Air. Flugfreyjufélag Íslands samþykkti einróma í dag verkfall hjá Primera Air frá 15. septemer næstkomandi. Primera Air Nordic er hluti af Primer Air samstæðunni og flýgur frá Íslandi undir flugrekstrarleyfi sem skráð er í Lettlandi. Félagið flýgur fyrir íslenskar ferðaskrifstofur og flugfreyju- og þjónar um borð í vélum félagsins eru flest frá Lettlandi. Síðastliðin tvö ár hafa ASÍ og Flugfreyjufélag Íslands þrýst á Primera Air að gera kjarasamninga við áhafnir flugfélagsins. Berglind Hafsteinsdóttir formaður Flugfreyjufélags ÍslandsVísir/ÞÞFlugfreyjufélag Íslands samþykkti í dag verkfall flugfreyja og flugþjóna um borð í vélum Primera Air Nordic með öllum greiddum atkvæðum. „Þetta er ótímabundin vinnustöðvun sem hefst 15. september næstkomandi. Við vonumst til þess að sá tími verði nýttur til að gera kjarasamninga við þessa flugliða,“ segir Berglind Hafsteinsdóttir formaður Flugfreyjufélags Íslands. Magnús M. Norðdahl aðallögfræðingur ASÍ.Erlendu starfsmennirnir hjá Primera Air Nordic eru ráðnir í gegnum starfsmannaleigu á Guernsey og laun þeirra eru langt undir lágmarkskjörum í kjarasamningum við önnur flugfélög hér, eins og Icelandair og Wow Air. Primera kemst upp með þetta því áhafnirnar eru ekki skráðar með heimahöfn á Íslandi og áhafnir eru verktakar. Aðallögsögumaður Evrópudómstólsins telur í áliti vegna tveggja mála gegn Ryan Air sem bíða afgreiðslu dómstólsins að um kjarasamninga flugáhafnar gildi reglur lands sem flogið er frá og starfið er innt af hendi. ASÍ hefur óskað eftir því við Vinnumálastofnun að stofnunin viðurkenni að starfsemi Primera Air Nordic sé ekki lögleg samkvæmt íslenskum og evrópskum flugreglum. ASÍ hefur líka átt samskipti velferðarráðuneytið og Flugmálastjórn Íslands vegna málsins en þessar stofnanir hafa ekki brugðist við ítrekuðum kröfum sambandsins. Svo virðist sem íslensk stjórnvöld fallist á að flugáhafnir Primera Air Nordic hafi ekki heimahöfn hér á Íslandi. Þar með er viðurkennt að flugáhafnir hjá þessu flugfélagi njóti ekki sömu réttinda og flugáhafnir hjá Icelandair og Wow Air. „Þeir hafa ekki brugðist við þrátt fyrir að við teljum að það sé fyrst og fremst skylda íslenskra stjórnvalda að sjá til þess að erlend fyrirtæki sem starfa í íslensku efnahagslífi, fljúgandi eða hvað þau eru að gera, að þau fylgi íslenskum lögum og íslenskum kjarasamningum. Það hefur okkur ekki tekist að fá íslensk stjórnvöld til að samþykkja eða fylgja eftir,“ segir Magnús M. Norðdahl aðallögfræðingur ASÍ. Tengdar fréttir Flugfreyjur samþykkja verkfall í vélum Primera Air með öllum greiddum atkvæðum Flugfreyjufélag Íslands samþykkti í dag verkfall flugfreyja um borð í vélum Primera Air Nordic með öllum greiddum atkvæðum. 9. maí 2017 15:56 Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
Vinnumálastofnun, velferðarráðuneytið og Flugmálastjórn Íslands hafa ekki brugðist við ítrekuðum ábendingum ASÍ um að brotið sé á réttindum flugfreyja og flugþjóna hjá Primera Air. Flugfreyjufélag Íslands samþykkti einróma í dag verkfall hjá Primera Air frá 15. septemer næstkomandi. Primera Air Nordic er hluti af Primer Air samstæðunni og flýgur frá Íslandi undir flugrekstrarleyfi sem skráð er í Lettlandi. Félagið flýgur fyrir íslenskar ferðaskrifstofur og flugfreyju- og þjónar um borð í vélum félagsins eru flest frá Lettlandi. Síðastliðin tvö ár hafa ASÍ og Flugfreyjufélag Íslands þrýst á Primera Air að gera kjarasamninga við áhafnir flugfélagsins. Berglind Hafsteinsdóttir formaður Flugfreyjufélags ÍslandsVísir/ÞÞFlugfreyjufélag Íslands samþykkti í dag verkfall flugfreyja og flugþjóna um borð í vélum Primera Air Nordic með öllum greiddum atkvæðum. „Þetta er ótímabundin vinnustöðvun sem hefst 15. september næstkomandi. Við vonumst til þess að sá tími verði nýttur til að gera kjarasamninga við þessa flugliða,“ segir Berglind Hafsteinsdóttir formaður Flugfreyjufélags Íslands. Magnús M. Norðdahl aðallögfræðingur ASÍ.Erlendu starfsmennirnir hjá Primera Air Nordic eru ráðnir í gegnum starfsmannaleigu á Guernsey og laun þeirra eru langt undir lágmarkskjörum í kjarasamningum við önnur flugfélög hér, eins og Icelandair og Wow Air. Primera kemst upp með þetta því áhafnirnar eru ekki skráðar með heimahöfn á Íslandi og áhafnir eru verktakar. Aðallögsögumaður Evrópudómstólsins telur í áliti vegna tveggja mála gegn Ryan Air sem bíða afgreiðslu dómstólsins að um kjarasamninga flugáhafnar gildi reglur lands sem flogið er frá og starfið er innt af hendi. ASÍ hefur óskað eftir því við Vinnumálastofnun að stofnunin viðurkenni að starfsemi Primera Air Nordic sé ekki lögleg samkvæmt íslenskum og evrópskum flugreglum. ASÍ hefur líka átt samskipti velferðarráðuneytið og Flugmálastjórn Íslands vegna málsins en þessar stofnanir hafa ekki brugðist við ítrekuðum kröfum sambandsins. Svo virðist sem íslensk stjórnvöld fallist á að flugáhafnir Primera Air Nordic hafi ekki heimahöfn hér á Íslandi. Þar með er viðurkennt að flugáhafnir hjá þessu flugfélagi njóti ekki sömu réttinda og flugáhafnir hjá Icelandair og Wow Air. „Þeir hafa ekki brugðist við þrátt fyrir að við teljum að það sé fyrst og fremst skylda íslenskra stjórnvalda að sjá til þess að erlend fyrirtæki sem starfa í íslensku efnahagslífi, fljúgandi eða hvað þau eru að gera, að þau fylgi íslenskum lögum og íslenskum kjarasamningum. Það hefur okkur ekki tekist að fá íslensk stjórnvöld til að samþykkja eða fylgja eftir,“ segir Magnús M. Norðdahl aðallögfræðingur ASÍ.
Tengdar fréttir Flugfreyjur samþykkja verkfall í vélum Primera Air með öllum greiddum atkvæðum Flugfreyjufélag Íslands samþykkti í dag verkfall flugfreyja um borð í vélum Primera Air Nordic með öllum greiddum atkvæðum. 9. maí 2017 15:56 Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
Flugfreyjur samþykkja verkfall í vélum Primera Air með öllum greiddum atkvæðum Flugfreyjufélag Íslands samþykkti í dag verkfall flugfreyja um borð í vélum Primera Air Nordic með öllum greiddum atkvæðum. 9. maí 2017 15:56