Flugfreyjur samþykkja verkfall í vélum Primera Air með öllum greiddum atkvæðum Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 9. maí 2017 15:56 Atkvæði féllu þannig að já sögðu 429 og nei sagði enginn. Vísir/Hörður Flugfreyjufélag Íslands samþykkti í dag verkfall flugfreyja um borð í vélum Primera Air Nordic með öllum greiddum atkvæðum. Verkfall flugfreyja hjá Primera Air Nordic hefst þann 15. september næstkomandi hafi samningar ekki náðst fyrir þann tíma. Í tilkynningu segir að laun flugliða Primera Air, sem flestir eru frá Lettlandi, eru langt undir íslenskum lágmarkslaunum auk þess sem þeir njóta ekki ýmissa þeirra réttinda sem lög- og kjarasamningsbundin eru hér á landi. Primera Air Nordic starfar á Íslandi og flugliðar þess eru með heimahöfn hér á landi. Flugfreyjufélag Íslands gerði kröfu á hendur Primera Air Nordic SIA þann 2. Júní árið 2015 um að gengið yrði til viðræðna um kjarasamning vegna flugfreyja um borð í flugvélum félagsins. Þessar flugfreyjur eiga, samkvæmt flugáætlun og flugreglum, heimahöfn á Íslandi. Primera flýgur með farþega frá og til Íslands á vegum Heimsferða, Terra Nova Sol og ef til vill fleiri fyrirtækja hér á landi sem öll eru í eigu sama móðurfélags með einum eða öðrum hætti. „Þau störf sem unnin eru um borð í vélum félagsins falla undir íslenska lögsögu og samkvæmt íslenskum lögum er viðeigandi stéttarfélögum heimilt að gera kröfu um gerð kjarasamnings og fylgja þeirri kröfu eftir með þeim lögmætu úrræðum sem mælt er fyrir um í lögum nr. 80/1938 um stéttarfélög og vinnudeilur.“ segir í tilkynningunni. Primera Air sinnti kröfu Flugfreyjufélagsins í engu. Þann 23. desember 2016 var krafan ítrekuð og veittur frestur til 9. janúar 2017 til þess að ákveða upphaf viðræðna annars yrði deilunni vísað til ríkissáttasemjara. Engin viðbrögð bárust Flugfreyjufélaginu frá Primera. Þann 23. janúar 2017 var deilunni vísað til ríkissáttasemjara og þess óskað að hann hefði milligöngu um lausn hennar. Það bar ekki árangur. Atkvæðagreiðsla um verkfall hófst á aðalfundi félagsins 2. maí og stóð til kl. 14:00 þriðjudaginn 9. maí. Atkvæðisrétt áttu 1189 félagsmenn. Atkvæði greiddu 429 eða 36.1%. Atkvæði féllu þannig að já sögðu 429 og nei sagði enginn. Ótímabundin vinnustöðvun flugfreyja um borð í framangreindum flugvélum Primera Air Nordic SIA var því samþykkt og hefst þann 15. september 2017 kl. 06:00 hafi kjarasamningar ekki tekist fyrir þann tíma. Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira
Flugfreyjufélag Íslands samþykkti í dag verkfall flugfreyja um borð í vélum Primera Air Nordic með öllum greiddum atkvæðum. Verkfall flugfreyja hjá Primera Air Nordic hefst þann 15. september næstkomandi hafi samningar ekki náðst fyrir þann tíma. Í tilkynningu segir að laun flugliða Primera Air, sem flestir eru frá Lettlandi, eru langt undir íslenskum lágmarkslaunum auk þess sem þeir njóta ekki ýmissa þeirra réttinda sem lög- og kjarasamningsbundin eru hér á landi. Primera Air Nordic starfar á Íslandi og flugliðar þess eru með heimahöfn hér á landi. Flugfreyjufélag Íslands gerði kröfu á hendur Primera Air Nordic SIA þann 2. Júní árið 2015 um að gengið yrði til viðræðna um kjarasamning vegna flugfreyja um borð í flugvélum félagsins. Þessar flugfreyjur eiga, samkvæmt flugáætlun og flugreglum, heimahöfn á Íslandi. Primera flýgur með farþega frá og til Íslands á vegum Heimsferða, Terra Nova Sol og ef til vill fleiri fyrirtækja hér á landi sem öll eru í eigu sama móðurfélags með einum eða öðrum hætti. „Þau störf sem unnin eru um borð í vélum félagsins falla undir íslenska lögsögu og samkvæmt íslenskum lögum er viðeigandi stéttarfélögum heimilt að gera kröfu um gerð kjarasamnings og fylgja þeirri kröfu eftir með þeim lögmætu úrræðum sem mælt er fyrir um í lögum nr. 80/1938 um stéttarfélög og vinnudeilur.“ segir í tilkynningunni. Primera Air sinnti kröfu Flugfreyjufélagsins í engu. Þann 23. desember 2016 var krafan ítrekuð og veittur frestur til 9. janúar 2017 til þess að ákveða upphaf viðræðna annars yrði deilunni vísað til ríkissáttasemjara. Engin viðbrögð bárust Flugfreyjufélaginu frá Primera. Þann 23. janúar 2017 var deilunni vísað til ríkissáttasemjara og þess óskað að hann hefði milligöngu um lausn hennar. Það bar ekki árangur. Atkvæðagreiðsla um verkfall hófst á aðalfundi félagsins 2. maí og stóð til kl. 14:00 þriðjudaginn 9. maí. Atkvæðisrétt áttu 1189 félagsmenn. Atkvæði greiddu 429 eða 36.1%. Atkvæði féllu þannig að já sögðu 429 og nei sagði enginn. Ótímabundin vinnustöðvun flugfreyja um borð í framangreindum flugvélum Primera Air Nordic SIA var því samþykkt og hefst þann 15. september 2017 kl. 06:00 hafi kjarasamningar ekki tekist fyrir þann tíma.
Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira