Andstæðingar í stjórnmálum sameinast í efa um rafrettumál Jón Hákon Halldórsson skrifar 26. apríl 2017 07:00 Áslaug Arna segir það valda sér vonbrigðum að nota eigi boð og bönn í stað forvarna. Vísir/Anton Brink „Finnst ráðherra þetta vera meðalhóf og eðlilegt frumvarp miðað við þær litlu rannsóknar sem liggja fyrir á skaðsemi þessara rafsígaretta? Og ef þetta er meðalhóf, væri þá ekki meðalhóf að veiða rjúpu með sprengju?“ spurði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, á Alþingi í gær. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar, Vinstri grænna og Pírata sameinuðust í andstöðu við frumvarp Óttars Proppé heilbrigðisráðherra um rafsígarettur. „Það olli mér töluverðum vonbrigðum að sjá frumvarpið, að við séum enn og aftur að líta til boða, takmarkana og banna í stað forvarna. Og að það sé komið frumvarp um eitthvað tól sem ég taldi ekki skaðlegt,“ sagði Áslaug Arna jafnframt. Hildur Sverrisdóttir, flokksystir hennar, tók undir gagnrýni hennar. „Mer finnst mjög dapurlegt að það eigi að fella lög um rafrettur undir tóbaksvarnalög,“ sagði Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, og spurði Óttar hvort hann væri opinn fyrir breytingum á frumvarpinu. Hann benti á að frumvarpið hefði sætt mikilli gagnrýni, ekki síst frá neytendum. Gunnar I. Guðmundsson, flokksbróðir Birgittu, gagnrýndi frumvarpið líka. „Væri ekki sniðugt að búa til sérlög um rafsígarettur þar sem þetta eru aðskildir hlutir og við viljum ekki vera með sérverslanir sem eru með tóbak og rafsígarettur á sama stað,“ sagði hann. „Mínar megináhyggjur eru þær að okkar besta þekking í dag bendir til að þessar vörur séu þrátt fyrir allt talsvert hollari en þær vörur sem menn neyta í dag, sem eru venjulegar sígarettur. Þannig að jafnvel þótt neysla á nikótíni myndi eitthvað aukast þá væru heildaráhrifin hugsanlega jákvæð ef svo mætti orða,“ sagði Pawel Bartoszek, þingmaður Viðreisnar. Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður VG, lýsti líka efasemdum sínum um frumvarp Óttars frænda síns. „Ég held að það sé rétt að það sé hætta á því að það að setja rafrettur undir sama hatt og tóbak verði til þess að færri nýti sér þær sem leið til að hætta að reykja. Ég held að það sé hætta á því,“ sagði Kolbeinn. Óttarr sagðist telja að meðalhófs væri gætt í frumvarpinu en telur eðlilegt að breytingar séu gerðar á því í meðferð þingsins. „Það færi vitaskuld eftir því hvaða breytingar það væru á frumvarpinu sem myndi þá kannski hafa áhrif á afstöðu mína til þeirra breytinga. En ég legg frumvarpið fram í lýðheilsulegum tilgangi og kalla eftir því að það fái þinglega meðferð,“ sagði hann. Sömu reglur og gilda um tóbak Með frumvarpi um rafsígarettur er lagt til að sömu reglur gildi varðandi sölu og markaðssetningu á rafsígarettum og gilda um tóbak. Þá gerir frumvarpið ráð fyrir að merkingar verði á umbúðum rafsígaretta. Frumvarpið er liður í innleiðingu á tilskipun um framleiðslu kynningu og sölu á tóbaki og tengdum vörum, en vinnan við innleiðinguna hefur staðið yfir í velferðarráðuneyti frá árinu 2014.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira
„Finnst ráðherra þetta vera meðalhóf og eðlilegt frumvarp miðað við þær litlu rannsóknar sem liggja fyrir á skaðsemi þessara rafsígaretta? Og ef þetta er meðalhóf, væri þá ekki meðalhóf að veiða rjúpu með sprengju?“ spurði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, á Alþingi í gær. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar, Vinstri grænna og Pírata sameinuðust í andstöðu við frumvarp Óttars Proppé heilbrigðisráðherra um rafsígarettur. „Það olli mér töluverðum vonbrigðum að sjá frumvarpið, að við séum enn og aftur að líta til boða, takmarkana og banna í stað forvarna. Og að það sé komið frumvarp um eitthvað tól sem ég taldi ekki skaðlegt,“ sagði Áslaug Arna jafnframt. Hildur Sverrisdóttir, flokksystir hennar, tók undir gagnrýni hennar. „Mer finnst mjög dapurlegt að það eigi að fella lög um rafrettur undir tóbaksvarnalög,“ sagði Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, og spurði Óttar hvort hann væri opinn fyrir breytingum á frumvarpinu. Hann benti á að frumvarpið hefði sætt mikilli gagnrýni, ekki síst frá neytendum. Gunnar I. Guðmundsson, flokksbróðir Birgittu, gagnrýndi frumvarpið líka. „Væri ekki sniðugt að búa til sérlög um rafsígarettur þar sem þetta eru aðskildir hlutir og við viljum ekki vera með sérverslanir sem eru með tóbak og rafsígarettur á sama stað,“ sagði hann. „Mínar megináhyggjur eru þær að okkar besta þekking í dag bendir til að þessar vörur séu þrátt fyrir allt talsvert hollari en þær vörur sem menn neyta í dag, sem eru venjulegar sígarettur. Þannig að jafnvel þótt neysla á nikótíni myndi eitthvað aukast þá væru heildaráhrifin hugsanlega jákvæð ef svo mætti orða,“ sagði Pawel Bartoszek, þingmaður Viðreisnar. Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður VG, lýsti líka efasemdum sínum um frumvarp Óttars frænda síns. „Ég held að það sé rétt að það sé hætta á því að það að setja rafrettur undir sama hatt og tóbak verði til þess að færri nýti sér þær sem leið til að hætta að reykja. Ég held að það sé hætta á því,“ sagði Kolbeinn. Óttarr sagðist telja að meðalhófs væri gætt í frumvarpinu en telur eðlilegt að breytingar séu gerðar á því í meðferð þingsins. „Það færi vitaskuld eftir því hvaða breytingar það væru á frumvarpinu sem myndi þá kannski hafa áhrif á afstöðu mína til þeirra breytinga. En ég legg frumvarpið fram í lýðheilsulegum tilgangi og kalla eftir því að það fái þinglega meðferð,“ sagði hann. Sömu reglur og gilda um tóbak Með frumvarpi um rafsígarettur er lagt til að sömu reglur gildi varðandi sölu og markaðssetningu á rafsígarettum og gilda um tóbak. Þá gerir frumvarpið ráð fyrir að merkingar verði á umbúðum rafsígaretta. Frumvarpið er liður í innleiðingu á tilskipun um framleiðslu kynningu og sölu á tóbaki og tengdum vörum, en vinnan við innleiðinguna hefur staðið yfir í velferðarráðuneyti frá árinu 2014.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira