Andstæðingar í stjórnmálum sameinast í efa um rafrettumál Jón Hákon Halldórsson skrifar 26. apríl 2017 07:00 Áslaug Arna segir það valda sér vonbrigðum að nota eigi boð og bönn í stað forvarna. Vísir/Anton Brink „Finnst ráðherra þetta vera meðalhóf og eðlilegt frumvarp miðað við þær litlu rannsóknar sem liggja fyrir á skaðsemi þessara rafsígaretta? Og ef þetta er meðalhóf, væri þá ekki meðalhóf að veiða rjúpu með sprengju?“ spurði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, á Alþingi í gær. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar, Vinstri grænna og Pírata sameinuðust í andstöðu við frumvarp Óttars Proppé heilbrigðisráðherra um rafsígarettur. „Það olli mér töluverðum vonbrigðum að sjá frumvarpið, að við séum enn og aftur að líta til boða, takmarkana og banna í stað forvarna. Og að það sé komið frumvarp um eitthvað tól sem ég taldi ekki skaðlegt,“ sagði Áslaug Arna jafnframt. Hildur Sverrisdóttir, flokksystir hennar, tók undir gagnrýni hennar. „Mer finnst mjög dapurlegt að það eigi að fella lög um rafrettur undir tóbaksvarnalög,“ sagði Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, og spurði Óttar hvort hann væri opinn fyrir breytingum á frumvarpinu. Hann benti á að frumvarpið hefði sætt mikilli gagnrýni, ekki síst frá neytendum. Gunnar I. Guðmundsson, flokksbróðir Birgittu, gagnrýndi frumvarpið líka. „Væri ekki sniðugt að búa til sérlög um rafsígarettur þar sem þetta eru aðskildir hlutir og við viljum ekki vera með sérverslanir sem eru með tóbak og rafsígarettur á sama stað,“ sagði hann. „Mínar megináhyggjur eru þær að okkar besta þekking í dag bendir til að þessar vörur séu þrátt fyrir allt talsvert hollari en þær vörur sem menn neyta í dag, sem eru venjulegar sígarettur. Þannig að jafnvel þótt neysla á nikótíni myndi eitthvað aukast þá væru heildaráhrifin hugsanlega jákvæð ef svo mætti orða,“ sagði Pawel Bartoszek, þingmaður Viðreisnar. Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður VG, lýsti líka efasemdum sínum um frumvarp Óttars frænda síns. „Ég held að það sé rétt að það sé hætta á því að það að setja rafrettur undir sama hatt og tóbak verði til þess að færri nýti sér þær sem leið til að hætta að reykja. Ég held að það sé hætta á því,“ sagði Kolbeinn. Óttarr sagðist telja að meðalhófs væri gætt í frumvarpinu en telur eðlilegt að breytingar séu gerðar á því í meðferð þingsins. „Það færi vitaskuld eftir því hvaða breytingar það væru á frumvarpinu sem myndi þá kannski hafa áhrif á afstöðu mína til þeirra breytinga. En ég legg frumvarpið fram í lýðheilsulegum tilgangi og kalla eftir því að það fái þinglega meðferð,“ sagði hann. Sömu reglur og gilda um tóbak Með frumvarpi um rafsígarettur er lagt til að sömu reglur gildi varðandi sölu og markaðssetningu á rafsígarettum og gilda um tóbak. Þá gerir frumvarpið ráð fyrir að merkingar verði á umbúðum rafsígaretta. Frumvarpið er liður í innleiðingu á tilskipun um framleiðslu kynningu og sölu á tóbaki og tengdum vörum, en vinnan við innleiðinguna hefur staðið yfir í velferðarráðuneyti frá árinu 2014.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fleiri fréttir Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Sjá meira
„Finnst ráðherra þetta vera meðalhóf og eðlilegt frumvarp miðað við þær litlu rannsóknar sem liggja fyrir á skaðsemi þessara rafsígaretta? Og ef þetta er meðalhóf, væri þá ekki meðalhóf að veiða rjúpu með sprengju?“ spurði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, á Alþingi í gær. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar, Vinstri grænna og Pírata sameinuðust í andstöðu við frumvarp Óttars Proppé heilbrigðisráðherra um rafsígarettur. „Það olli mér töluverðum vonbrigðum að sjá frumvarpið, að við séum enn og aftur að líta til boða, takmarkana og banna í stað forvarna. Og að það sé komið frumvarp um eitthvað tól sem ég taldi ekki skaðlegt,“ sagði Áslaug Arna jafnframt. Hildur Sverrisdóttir, flokksystir hennar, tók undir gagnrýni hennar. „Mer finnst mjög dapurlegt að það eigi að fella lög um rafrettur undir tóbaksvarnalög,“ sagði Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, og spurði Óttar hvort hann væri opinn fyrir breytingum á frumvarpinu. Hann benti á að frumvarpið hefði sætt mikilli gagnrýni, ekki síst frá neytendum. Gunnar I. Guðmundsson, flokksbróðir Birgittu, gagnrýndi frumvarpið líka. „Væri ekki sniðugt að búa til sérlög um rafsígarettur þar sem þetta eru aðskildir hlutir og við viljum ekki vera með sérverslanir sem eru með tóbak og rafsígarettur á sama stað,“ sagði hann. „Mínar megináhyggjur eru þær að okkar besta þekking í dag bendir til að þessar vörur séu þrátt fyrir allt talsvert hollari en þær vörur sem menn neyta í dag, sem eru venjulegar sígarettur. Þannig að jafnvel þótt neysla á nikótíni myndi eitthvað aukast þá væru heildaráhrifin hugsanlega jákvæð ef svo mætti orða,“ sagði Pawel Bartoszek, þingmaður Viðreisnar. Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður VG, lýsti líka efasemdum sínum um frumvarp Óttars frænda síns. „Ég held að það sé rétt að það sé hætta á því að það að setja rafrettur undir sama hatt og tóbak verði til þess að færri nýti sér þær sem leið til að hætta að reykja. Ég held að það sé hætta á því,“ sagði Kolbeinn. Óttarr sagðist telja að meðalhófs væri gætt í frumvarpinu en telur eðlilegt að breytingar séu gerðar á því í meðferð þingsins. „Það færi vitaskuld eftir því hvaða breytingar það væru á frumvarpinu sem myndi þá kannski hafa áhrif á afstöðu mína til þeirra breytinga. En ég legg frumvarpið fram í lýðheilsulegum tilgangi og kalla eftir því að það fái þinglega meðferð,“ sagði hann. Sömu reglur og gilda um tóbak Með frumvarpi um rafsígarettur er lagt til að sömu reglur gildi varðandi sölu og markaðssetningu á rafsígarettum og gilda um tóbak. Þá gerir frumvarpið ráð fyrir að merkingar verði á umbúðum rafsígaretta. Frumvarpið er liður í innleiðingu á tilskipun um framleiðslu kynningu og sölu á tóbaki og tengdum vörum, en vinnan við innleiðinguna hefur staðið yfir í velferðarráðuneyti frá árinu 2014.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fleiri fréttir Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Sjá meira