Sjúklingar fá ekki lyf sem læknar vilja ávísa Sveinn Arnarsson skrifar 27. apríl 2017 07:00 Sjúklingar geta ekki beðið endalaust eftir nýjum lyfjum að mati lækna. vísir/anton brink „Ég sá hvað krabbameinslæknirinn hennar mömmu var leiður yfir því að vera settur í þá stöðu að þurfa að segja sjúklingum þetta, að ný og betri lyf verði ekki tiltæk á þessu ári,“ segir Linda Hlín Þórðardóttir, dóttir krabbameinsveikrar konu sem er í eftirmeðferð á krabbameinsdeild LSH eftir að hafa greinst með erfitt krabbamein haustið 2014. „Ég fann að þolinmæði hans var á þrotum. Þegar við ræddum um ný lyf, þá sagði læknirinn að það væri ekki búið að innleiða ný lyf og það væri ekki búið að gera ráð fyrir fjármagni á þessu ári til nýrra lyfja. Við erum langt á eftir hinum Norðurlöndunum þegar kemur að þessu,“ bætir Linda Hlín við. „Starfsfólk LSH er auðvitað fyrsta flokks en lyfin ekki. Ég einhvern veginn fylltist vonleysi og reiði.“Linda Hlín ÞórðardóttirSvo virðist sem krabbameinslæknar á Landspítala geti ekki gefið krabbameinssjúkum þau lyf sem þeir vilja vegna þess að ekki er til fjármagn til að taka upp ný krabbameinslyf. Örvar Gunnarsson, krabbameinslæknir á LSH, segir þolinmæði krabbameinslækna á þrotum og staðfestir að til séu lyf sem hann væri til í að nota í meðferðir en geti það ekki vegna fjárskorts. „Ég held að flestir krabbameinslæknar séu þeirrar skoðunar. Við erum langt á eftir Norðurlöndunum og sjúklingar geta ekki beðið eftir þessu endalaust. Þolinmæðin er á þrotum,“ segir Örvar. Ríkisstjórnin samþykkti á fundi um miðjan febrúar að tryggja upptöku nýrra lyfja á þessu ári. Hins vegar hefur lítið gerst og fjármunum hefur ekki enn verið varið til málaflokksins þrátt fyrir gefið loforð.Óttarr ProppéÁkvörðun ríkisstjórnar var að fela mér og fjármálaráðherra að fara yfir málið. Það var fyrirséð að mikil vöntun á fjármagni væri í málaflokknum miðað við fjárlög sem samþykkt voru í desember. Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra segir málið í farvegi innan ráðuneytis velferðarmála, fjármála- og efnahagsráðuneytis og hjá lyfjagreiðslunefnd. „Ákvörðun ríkisstjórnar var að fela mér og fjármálaráðherra að fara yfir málið. Það var fyrirséð að mikil vöntun á fjármagni væri í málaflokknum miðað við fjárlög sem samþykkt voru í desember,“ segir Óttarr. „Við höfum verið að vinna í því og verið í samtali við formann lyfjagreiðslunefndar að skoða stöðuna og sjá hvernig við getum tryggt innleiðingu nýrra lyfja. Síðan erum við í samráði við fjármálaráðuneytið að meta fjármálahlið málsins.“ Svandís Svavarsdóttir, þingkona VG, hefur spurst fyrir um málið í skriflegri fyrirspurn til ráðherra. Hún brýnir hann til góðra verka. „Heilbrigðisráðherra verður að hafa bein í nefinu til að taka á þessu vandamáli sem fyrst. Það skiptir miklu máli að menn fari eftir því sem sagt var fyrir kosningar, að heilbrigðismál verði sett í forgang.“ Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
„Ég sá hvað krabbameinslæknirinn hennar mömmu var leiður yfir því að vera settur í þá stöðu að þurfa að segja sjúklingum þetta, að ný og betri lyf verði ekki tiltæk á þessu ári,“ segir Linda Hlín Þórðardóttir, dóttir krabbameinsveikrar konu sem er í eftirmeðferð á krabbameinsdeild LSH eftir að hafa greinst með erfitt krabbamein haustið 2014. „Ég fann að þolinmæði hans var á þrotum. Þegar við ræddum um ný lyf, þá sagði læknirinn að það væri ekki búið að innleiða ný lyf og það væri ekki búið að gera ráð fyrir fjármagni á þessu ári til nýrra lyfja. Við erum langt á eftir hinum Norðurlöndunum þegar kemur að þessu,“ bætir Linda Hlín við. „Starfsfólk LSH er auðvitað fyrsta flokks en lyfin ekki. Ég einhvern veginn fylltist vonleysi og reiði.“Linda Hlín ÞórðardóttirSvo virðist sem krabbameinslæknar á Landspítala geti ekki gefið krabbameinssjúkum þau lyf sem þeir vilja vegna þess að ekki er til fjármagn til að taka upp ný krabbameinslyf. Örvar Gunnarsson, krabbameinslæknir á LSH, segir þolinmæði krabbameinslækna á þrotum og staðfestir að til séu lyf sem hann væri til í að nota í meðferðir en geti það ekki vegna fjárskorts. „Ég held að flestir krabbameinslæknar séu þeirrar skoðunar. Við erum langt á eftir Norðurlöndunum og sjúklingar geta ekki beðið eftir þessu endalaust. Þolinmæðin er á þrotum,“ segir Örvar. Ríkisstjórnin samþykkti á fundi um miðjan febrúar að tryggja upptöku nýrra lyfja á þessu ári. Hins vegar hefur lítið gerst og fjármunum hefur ekki enn verið varið til málaflokksins þrátt fyrir gefið loforð.Óttarr ProppéÁkvörðun ríkisstjórnar var að fela mér og fjármálaráðherra að fara yfir málið. Það var fyrirséð að mikil vöntun á fjármagni væri í málaflokknum miðað við fjárlög sem samþykkt voru í desember. Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra segir málið í farvegi innan ráðuneytis velferðarmála, fjármála- og efnahagsráðuneytis og hjá lyfjagreiðslunefnd. „Ákvörðun ríkisstjórnar var að fela mér og fjármálaráðherra að fara yfir málið. Það var fyrirséð að mikil vöntun á fjármagni væri í málaflokknum miðað við fjárlög sem samþykkt voru í desember,“ segir Óttarr. „Við höfum verið að vinna í því og verið í samtali við formann lyfjagreiðslunefndar að skoða stöðuna og sjá hvernig við getum tryggt innleiðingu nýrra lyfja. Síðan erum við í samráði við fjármálaráðuneytið að meta fjármálahlið málsins.“ Svandís Svavarsdóttir, þingkona VG, hefur spurst fyrir um málið í skriflegri fyrirspurn til ráðherra. Hún brýnir hann til góðra verka. „Heilbrigðisráðherra verður að hafa bein í nefinu til að taka á þessu vandamáli sem fyrst. Það skiptir miklu máli að menn fari eftir því sem sagt var fyrir kosningar, að heilbrigðismál verði sett í forgang.“
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira