Skotmarkið sagt vopn ætluð Hezbollah Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 28. apríl 2017 07:00 Sprengingin heyrðist um alla Damaskus. Frá því er greint að hún hafi hæft vopn sem átti að smygla til Hezbollah-samtakanna. Nordicphotos/AFP Ísraelsher skaut eldflaugum sem hæfðu herstöð skammt frá alþjóðaflugvellinum í Damaskus, höfuðborg Sýrlands. Frá þessu greindu sýrlenskir ríkisfjölmiðlar í gær. Í frétt Sana segir að eldsneytistankur og vörugeymslur hafi eyðilagst í árásinni. Fjölmiðlar á bandi sýrlenskra uppreisnarmanna segja hins vegar að skotmarkið hafi verið vopnabúr ætlað hinum líbönsku Hezbollah-samtökum. Syrian Observatory for Human Rights, bresk samtök sem fylgjast með stríðinu í Sýrlandi, greindu frá því í gær að sprengingin hefði heyrst um alla Damaskus. Þá greindi Sana frá því að eldflaugarnar hefðu verið fleiri en ein. Ríkismiðillinn Al-Mayadeen greindi frá því að eldflaugunum hafi verið skotið úr ísraelskum þotum sem flugu yfir Gólanhæðum. Hernaðararmur Hezbollah-samtakanna var settur á lista Evrópusambandsins yfir hryðjuverkasamtök árið 2013. Hezbollah-samtökin hafa barist við hlið sýrlenska hersins í borgarastríðinu frá árinu 2013 en styrjöldin sjálf hófst tveimur árum fyrr. Ísraelar líta á Hezbollah, og helstu bandamenn þeirra í Íran, sem mestu ógnina við tilvist ríkis síns. Háðu Ísraelar til að mynda stríð við Hezbollah í Líbanon árið 2006 sem endaði með því að báðir aðilar lýstu yfir sigri. „Ég get staðfest að atvikið í Sýrlandi samræmist fullkomlega stefnu Íraels um að koma í veg fyrir að Íranar smygli þróuðum vopnum í gegnum Sýrland og til Hezbollah. Skiljanlega vil ég ekki tjá mig frekar um þetta,“ sagði upplýsingamálaráðherra Ísraels, Israel Katz, í samtali við Israeli Army Radio í gær. „Forsætisráðherrann hefur sagt að hvenær sem við fáum upplýsingar um að það standi til að smygla vopnum til Hezbollah-samtakanna muni Ísraelsher grípa til aðgerða,“ sagði Katz enn fremur en lýsti þó ekki formlega yfir ábyrgð Ísraela á árásinni. Ísraelski herinn hefur jafnframt neitað að tjá sig um árásina að öðru leyti en því að um hundrað eldflaugar, ætlaðar Hezbollah-samtökunum, hafi eyðilagst. Talið er að Ísraelar hafi áður varpað sprengjum á vopn sem til stóð að afhenda Hezbollah-samtökunum. Þeir hafi stundað það frá því að borgarastyrjöldin í Sýrlandi hófst. Birtist í Fréttablaðinu Sýrland Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Samstarf um farsímasjónvarp Innlent Fleiri fréttir Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Mannfallið að nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Sjá meira
Ísraelsher skaut eldflaugum sem hæfðu herstöð skammt frá alþjóðaflugvellinum í Damaskus, höfuðborg Sýrlands. Frá þessu greindu sýrlenskir ríkisfjölmiðlar í gær. Í frétt Sana segir að eldsneytistankur og vörugeymslur hafi eyðilagst í árásinni. Fjölmiðlar á bandi sýrlenskra uppreisnarmanna segja hins vegar að skotmarkið hafi verið vopnabúr ætlað hinum líbönsku Hezbollah-samtökum. Syrian Observatory for Human Rights, bresk samtök sem fylgjast með stríðinu í Sýrlandi, greindu frá því í gær að sprengingin hefði heyrst um alla Damaskus. Þá greindi Sana frá því að eldflaugarnar hefðu verið fleiri en ein. Ríkismiðillinn Al-Mayadeen greindi frá því að eldflaugunum hafi verið skotið úr ísraelskum þotum sem flugu yfir Gólanhæðum. Hernaðararmur Hezbollah-samtakanna var settur á lista Evrópusambandsins yfir hryðjuverkasamtök árið 2013. Hezbollah-samtökin hafa barist við hlið sýrlenska hersins í borgarastríðinu frá árinu 2013 en styrjöldin sjálf hófst tveimur árum fyrr. Ísraelar líta á Hezbollah, og helstu bandamenn þeirra í Íran, sem mestu ógnina við tilvist ríkis síns. Háðu Ísraelar til að mynda stríð við Hezbollah í Líbanon árið 2006 sem endaði með því að báðir aðilar lýstu yfir sigri. „Ég get staðfest að atvikið í Sýrlandi samræmist fullkomlega stefnu Íraels um að koma í veg fyrir að Íranar smygli þróuðum vopnum í gegnum Sýrland og til Hezbollah. Skiljanlega vil ég ekki tjá mig frekar um þetta,“ sagði upplýsingamálaráðherra Ísraels, Israel Katz, í samtali við Israeli Army Radio í gær. „Forsætisráðherrann hefur sagt að hvenær sem við fáum upplýsingar um að það standi til að smygla vopnum til Hezbollah-samtakanna muni Ísraelsher grípa til aðgerða,“ sagði Katz enn fremur en lýsti þó ekki formlega yfir ábyrgð Ísraela á árásinni. Ísraelski herinn hefur jafnframt neitað að tjá sig um árásina að öðru leyti en því að um hundrað eldflaugar, ætlaðar Hezbollah-samtökunum, hafi eyðilagst. Talið er að Ísraelar hafi áður varpað sprengjum á vopn sem til stóð að afhenda Hezbollah-samtökunum. Þeir hafi stundað það frá því að borgarastyrjöldin í Sýrlandi hófst.
Birtist í Fréttablaðinu Sýrland Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Samstarf um farsímasjónvarp Innlent Fleiri fréttir Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Mannfallið að nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Sjá meira