Fá ekki að halda áfram rannsóknum án leyfis Jóhann K. Jóhannsson skrifar 10. apríl 2017 19:30 Rannsókn lögreglu á leiðangri og starfsemi rannsóknarskipsins Seabed Constructor er lokið. Skipið hefur fengið heimild til þess að fara frá höfn en fær ekki að halda áfram rannsóknum fyrr en leyfi hafa fengist. Mikil leynd hefir hvílt yfir verkefnum Seabed Constructor í efnahagslögsögu Íslands. Landhelgisgæslan færði skipið til hafnar við Skarfabakka í gærmorgun en nú telur Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu að hún sé komin með nægjanlegar skýringar fyrir verkefnum skipsins. Seinni partinn í gær voru kafarar sendir til þess að skoða botn skipsins til að kanna hvaða búnaður væri undir því til að varpa frekara ljósi á þau verkefni sem það sinnir en það er meðal annars búið kafbátum til neðansjávarrannsókna. Samkvæmt upplýsingum frá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu voru þrír úr áhöfn skipsins færðir til skýrslutöku og telur lögreglan sig vera búin að upplýsa um hvaða verkefni skipið og áhafnarmeðlimir voru í þegar Landhelgisgæslan hafði afskipti af því en þá var skipið statt á slóðum að sem flutningaskipið Minden sökk í seinni heimsstyrjöldinni. Líklegt þykir að þar sé verðmætur farmur sem verið er að bjarga. Lögmaður útgerðarinnar, Landhelgisgæslan og lögreglan sögðu í dag að málið hafi verið í samvinnu. Grímur Grímsson, yfirmaður rannsóknardeildar hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu sagði í samtali við fréttastofu að skipið hafi ekki verið haldlagt og enginn úr áhöfn þess hafi verið handtekinn. Áhöfnin hafi samþykkt að vinna með yfirvöldum að lausn málsins því hafi þeir ákveðið að vera í höfn á meðan rannsókn þess stæði yfir. Ekki hafa fengist upplýsingar frá útgerðinni um tilgang ferða skipsins innan lögsögu Íslands og gerði fréttastofan heiðarlega tilraun til þess að ná meðal annars tali af skipstjóra rannsóknarskipsins en án árangurs. Samkvæmt upplýsingum frá fréttastofu leið langur tími þar til Landhelgisgæslan fékk í raun að vita hvaða verkefnum skipið var að sinna. Rannsókn málsins telst nú lokið og hefur skipið fengið heimild til þess að láta úr höfn í kvöld. Með í för verða starfsmenn Landhelgisgæslunnar en skipið skildi eftir rannsóknarbúnað á vettvangi sem það hefur heimild til þess að sækja en fær ekki að halda áfram rannsóknum fyrr en leyfi hefur fengist. Tengdar fréttir Georg segir ómögulegt að útlendingar séu að gramsa í bakgarðinum án vitneskju yfirvalda Landhelgisgæslan ákvað á föstudag á stefna rannsóknarskipinu Seabed Constuctor til hafnar. 9. apríl 2017 14:32 Reyna að varpa ljósi á dularfulla verðmætabjörgun norska rannsóknaskipsins Skipið er enn í Reykjavíkurhöfn, en ekki beinlínis í farbanni. 10. apríl 2017 10:41 Norsku skipi stefnt til hafnar vegna gruns um ólöglegar rannsóknir Landhelgisgæsla Íslands ákvað í gær að stefna rannsóknarskipinu Seabed Constructor til hafnar vegna gruns um að það hefði stundað ólöglegar rannsóknir í íslensku efnahagslögsögunni. 8. apríl 2017 18:46 Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Sjá meira
Rannsókn lögreglu á leiðangri og starfsemi rannsóknarskipsins Seabed Constructor er lokið. Skipið hefur fengið heimild til þess að fara frá höfn en fær ekki að halda áfram rannsóknum fyrr en leyfi hafa fengist. Mikil leynd hefir hvílt yfir verkefnum Seabed Constructor í efnahagslögsögu Íslands. Landhelgisgæslan færði skipið til hafnar við Skarfabakka í gærmorgun en nú telur Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu að hún sé komin með nægjanlegar skýringar fyrir verkefnum skipsins. Seinni partinn í gær voru kafarar sendir til þess að skoða botn skipsins til að kanna hvaða búnaður væri undir því til að varpa frekara ljósi á þau verkefni sem það sinnir en það er meðal annars búið kafbátum til neðansjávarrannsókna. Samkvæmt upplýsingum frá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu voru þrír úr áhöfn skipsins færðir til skýrslutöku og telur lögreglan sig vera búin að upplýsa um hvaða verkefni skipið og áhafnarmeðlimir voru í þegar Landhelgisgæslan hafði afskipti af því en þá var skipið statt á slóðum að sem flutningaskipið Minden sökk í seinni heimsstyrjöldinni. Líklegt þykir að þar sé verðmætur farmur sem verið er að bjarga. Lögmaður útgerðarinnar, Landhelgisgæslan og lögreglan sögðu í dag að málið hafi verið í samvinnu. Grímur Grímsson, yfirmaður rannsóknardeildar hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu sagði í samtali við fréttastofu að skipið hafi ekki verið haldlagt og enginn úr áhöfn þess hafi verið handtekinn. Áhöfnin hafi samþykkt að vinna með yfirvöldum að lausn málsins því hafi þeir ákveðið að vera í höfn á meðan rannsókn þess stæði yfir. Ekki hafa fengist upplýsingar frá útgerðinni um tilgang ferða skipsins innan lögsögu Íslands og gerði fréttastofan heiðarlega tilraun til þess að ná meðal annars tali af skipstjóra rannsóknarskipsins en án árangurs. Samkvæmt upplýsingum frá fréttastofu leið langur tími þar til Landhelgisgæslan fékk í raun að vita hvaða verkefnum skipið var að sinna. Rannsókn málsins telst nú lokið og hefur skipið fengið heimild til þess að láta úr höfn í kvöld. Með í för verða starfsmenn Landhelgisgæslunnar en skipið skildi eftir rannsóknarbúnað á vettvangi sem það hefur heimild til þess að sækja en fær ekki að halda áfram rannsóknum fyrr en leyfi hefur fengist.
Tengdar fréttir Georg segir ómögulegt að útlendingar séu að gramsa í bakgarðinum án vitneskju yfirvalda Landhelgisgæslan ákvað á föstudag á stefna rannsóknarskipinu Seabed Constuctor til hafnar. 9. apríl 2017 14:32 Reyna að varpa ljósi á dularfulla verðmætabjörgun norska rannsóknaskipsins Skipið er enn í Reykjavíkurhöfn, en ekki beinlínis í farbanni. 10. apríl 2017 10:41 Norsku skipi stefnt til hafnar vegna gruns um ólöglegar rannsóknir Landhelgisgæsla Íslands ákvað í gær að stefna rannsóknarskipinu Seabed Constructor til hafnar vegna gruns um að það hefði stundað ólöglegar rannsóknir í íslensku efnahagslögsögunni. 8. apríl 2017 18:46 Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Sjá meira
Georg segir ómögulegt að útlendingar séu að gramsa í bakgarðinum án vitneskju yfirvalda Landhelgisgæslan ákvað á föstudag á stefna rannsóknarskipinu Seabed Constuctor til hafnar. 9. apríl 2017 14:32
Reyna að varpa ljósi á dularfulla verðmætabjörgun norska rannsóknaskipsins Skipið er enn í Reykjavíkurhöfn, en ekki beinlínis í farbanni. 10. apríl 2017 10:41
Norsku skipi stefnt til hafnar vegna gruns um ólöglegar rannsóknir Landhelgisgæsla Íslands ákvað í gær að stefna rannsóknarskipinu Seabed Constructor til hafnar vegna gruns um að það hefði stundað ólöglegar rannsóknir í íslensku efnahagslögsögunni. 8. apríl 2017 18:46