Fá ekki að halda áfram rannsóknum án leyfis Jóhann K. Jóhannsson skrifar 10. apríl 2017 19:30 Rannsókn lögreglu á leiðangri og starfsemi rannsóknarskipsins Seabed Constructor er lokið. Skipið hefur fengið heimild til þess að fara frá höfn en fær ekki að halda áfram rannsóknum fyrr en leyfi hafa fengist. Mikil leynd hefir hvílt yfir verkefnum Seabed Constructor í efnahagslögsögu Íslands. Landhelgisgæslan færði skipið til hafnar við Skarfabakka í gærmorgun en nú telur Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu að hún sé komin með nægjanlegar skýringar fyrir verkefnum skipsins. Seinni partinn í gær voru kafarar sendir til þess að skoða botn skipsins til að kanna hvaða búnaður væri undir því til að varpa frekara ljósi á þau verkefni sem það sinnir en það er meðal annars búið kafbátum til neðansjávarrannsókna. Samkvæmt upplýsingum frá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu voru þrír úr áhöfn skipsins færðir til skýrslutöku og telur lögreglan sig vera búin að upplýsa um hvaða verkefni skipið og áhafnarmeðlimir voru í þegar Landhelgisgæslan hafði afskipti af því en þá var skipið statt á slóðum að sem flutningaskipið Minden sökk í seinni heimsstyrjöldinni. Líklegt þykir að þar sé verðmætur farmur sem verið er að bjarga. Lögmaður útgerðarinnar, Landhelgisgæslan og lögreglan sögðu í dag að málið hafi verið í samvinnu. Grímur Grímsson, yfirmaður rannsóknardeildar hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu sagði í samtali við fréttastofu að skipið hafi ekki verið haldlagt og enginn úr áhöfn þess hafi verið handtekinn. Áhöfnin hafi samþykkt að vinna með yfirvöldum að lausn málsins því hafi þeir ákveðið að vera í höfn á meðan rannsókn þess stæði yfir. Ekki hafa fengist upplýsingar frá útgerðinni um tilgang ferða skipsins innan lögsögu Íslands og gerði fréttastofan heiðarlega tilraun til þess að ná meðal annars tali af skipstjóra rannsóknarskipsins en án árangurs. Samkvæmt upplýsingum frá fréttastofu leið langur tími þar til Landhelgisgæslan fékk í raun að vita hvaða verkefnum skipið var að sinna. Rannsókn málsins telst nú lokið og hefur skipið fengið heimild til þess að láta úr höfn í kvöld. Með í för verða starfsmenn Landhelgisgæslunnar en skipið skildi eftir rannsóknarbúnað á vettvangi sem það hefur heimild til þess að sækja en fær ekki að halda áfram rannsóknum fyrr en leyfi hefur fengist. Tengdar fréttir Georg segir ómögulegt að útlendingar séu að gramsa í bakgarðinum án vitneskju yfirvalda Landhelgisgæslan ákvað á föstudag á stefna rannsóknarskipinu Seabed Constuctor til hafnar. 9. apríl 2017 14:32 Reyna að varpa ljósi á dularfulla verðmætabjörgun norska rannsóknaskipsins Skipið er enn í Reykjavíkurhöfn, en ekki beinlínis í farbanni. 10. apríl 2017 10:41 Norsku skipi stefnt til hafnar vegna gruns um ólöglegar rannsóknir Landhelgisgæsla Íslands ákvað í gær að stefna rannsóknarskipinu Seabed Constructor til hafnar vegna gruns um að það hefði stundað ólöglegar rannsóknir í íslensku efnahagslögsögunni. 8. apríl 2017 18:46 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Fleiri fréttir Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Sjá meira
Rannsókn lögreglu á leiðangri og starfsemi rannsóknarskipsins Seabed Constructor er lokið. Skipið hefur fengið heimild til þess að fara frá höfn en fær ekki að halda áfram rannsóknum fyrr en leyfi hafa fengist. Mikil leynd hefir hvílt yfir verkefnum Seabed Constructor í efnahagslögsögu Íslands. Landhelgisgæslan færði skipið til hafnar við Skarfabakka í gærmorgun en nú telur Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu að hún sé komin með nægjanlegar skýringar fyrir verkefnum skipsins. Seinni partinn í gær voru kafarar sendir til þess að skoða botn skipsins til að kanna hvaða búnaður væri undir því til að varpa frekara ljósi á þau verkefni sem það sinnir en það er meðal annars búið kafbátum til neðansjávarrannsókna. Samkvæmt upplýsingum frá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu voru þrír úr áhöfn skipsins færðir til skýrslutöku og telur lögreglan sig vera búin að upplýsa um hvaða verkefni skipið og áhafnarmeðlimir voru í þegar Landhelgisgæslan hafði afskipti af því en þá var skipið statt á slóðum að sem flutningaskipið Minden sökk í seinni heimsstyrjöldinni. Líklegt þykir að þar sé verðmætur farmur sem verið er að bjarga. Lögmaður útgerðarinnar, Landhelgisgæslan og lögreglan sögðu í dag að málið hafi verið í samvinnu. Grímur Grímsson, yfirmaður rannsóknardeildar hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu sagði í samtali við fréttastofu að skipið hafi ekki verið haldlagt og enginn úr áhöfn þess hafi verið handtekinn. Áhöfnin hafi samþykkt að vinna með yfirvöldum að lausn málsins því hafi þeir ákveðið að vera í höfn á meðan rannsókn þess stæði yfir. Ekki hafa fengist upplýsingar frá útgerðinni um tilgang ferða skipsins innan lögsögu Íslands og gerði fréttastofan heiðarlega tilraun til þess að ná meðal annars tali af skipstjóra rannsóknarskipsins en án árangurs. Samkvæmt upplýsingum frá fréttastofu leið langur tími þar til Landhelgisgæslan fékk í raun að vita hvaða verkefnum skipið var að sinna. Rannsókn málsins telst nú lokið og hefur skipið fengið heimild til þess að láta úr höfn í kvöld. Með í för verða starfsmenn Landhelgisgæslunnar en skipið skildi eftir rannsóknarbúnað á vettvangi sem það hefur heimild til þess að sækja en fær ekki að halda áfram rannsóknum fyrr en leyfi hefur fengist.
Tengdar fréttir Georg segir ómögulegt að útlendingar séu að gramsa í bakgarðinum án vitneskju yfirvalda Landhelgisgæslan ákvað á föstudag á stefna rannsóknarskipinu Seabed Constuctor til hafnar. 9. apríl 2017 14:32 Reyna að varpa ljósi á dularfulla verðmætabjörgun norska rannsóknaskipsins Skipið er enn í Reykjavíkurhöfn, en ekki beinlínis í farbanni. 10. apríl 2017 10:41 Norsku skipi stefnt til hafnar vegna gruns um ólöglegar rannsóknir Landhelgisgæsla Íslands ákvað í gær að stefna rannsóknarskipinu Seabed Constructor til hafnar vegna gruns um að það hefði stundað ólöglegar rannsóknir í íslensku efnahagslögsögunni. 8. apríl 2017 18:46 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Fleiri fréttir Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Sjá meira
Georg segir ómögulegt að útlendingar séu að gramsa í bakgarðinum án vitneskju yfirvalda Landhelgisgæslan ákvað á föstudag á stefna rannsóknarskipinu Seabed Constuctor til hafnar. 9. apríl 2017 14:32
Reyna að varpa ljósi á dularfulla verðmætabjörgun norska rannsóknaskipsins Skipið er enn í Reykjavíkurhöfn, en ekki beinlínis í farbanni. 10. apríl 2017 10:41
Norsku skipi stefnt til hafnar vegna gruns um ólöglegar rannsóknir Landhelgisgæsla Íslands ákvað í gær að stefna rannsóknarskipinu Seabed Constructor til hafnar vegna gruns um að það hefði stundað ólöglegar rannsóknir í íslensku efnahagslögsögunni. 8. apríl 2017 18:46