Georg segir ómögulegt að útlendingar séu að gramsa í bakgarðinum án vitneskju yfirvalda Ásgeir Erlendsson skrifar 9. apríl 2017 14:32 Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, segir mikilvægt að fá skýringar á athöfnum rannsóknarskipsins Seabed Constructor sem kom til hafnar í morgun. Vísir/Landhelgisgæslan/vilhelm Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, segir mikilvægt að fá skýringar á athöfnum rannsóknarskipsins Seabed Constructor sem kom til hafnar í morgun. „Við urðum þess áskynja að þarna var skip búið að vera í það minnsta um nokkurra daga skeið, á sama punkti, þannig að við fórum að grennslast fyrir um athafnir þess. Við fengum óljós og misvísandi svör og sáum því ástæðu til að kanna málið frekar.“ Landhelgisgæslan ákvað á föstudag á stefna rannsóknarskipinu til hafnar vegna gruns um að það hefði stundað ólöglegar rannsóknir í íslensku efnahagslögsögunni, 120 sjómílur suðaustur af landinu. Varðskipið Þór sigldi til móts við skipið og mætti því upp úr hádegi í gær en Seabed Constuctor lagðist svo að bryggju í Reykjavík í morgun. „Þetta er vel útbúið rannsóknarskip og samkvæmt íslenskum lögum þá er það algert skilyrði fyrir rannsóknum innan efnahagslögsögunnar að menn hafi fyrir því leyfi réttra stjórnvalda hér á Íslandi. Okkur þykir aldeilis ómögulegt að einhverjir útlendingar að gramsa í bakgarðinum hjá okkur án þess að við vitum nokkuð um það,“ segir Georg. Óljós svör hefðu fengist frá áhöfn skipsins þegar eftir því var leitað og Georg segir enn ekki fyllilega ljóst hver tilgangur ferðarinnar var. „Eins og málið stendur akkúrat núna þá er það frekar óljóst hvað þeir vilja meina. Það kemur vonandi í ljós þegar líður á daginn.“ Í yfirlýsingu frá lögmanni Advanced Marine Services sem fer fyrir leiðangrinum kemur fram að leiðangurinn sé gerður í þeim tilgangi að bjarga verðmætum úr þýska fraktskipinu Minden sem sökk innan efnahagslögsögunnar í seinna stríði. Í yfirlýsingunni segir sömuleiðis að félagið, skipstjóri skipsins og áhöfn þess hafi farið í einu og öllu að tilmælum íslenskra laga sem sem og ákvæðum þjóðarréttar vegna verkefnisins. Lögreglan annast rannsókn málsins og er gert ráð fyrir að skýrsla verði tekin af skipstjóranum seinna í dag. Tengdar fréttir Norska rannsóknarskipið komið til hafnar Norska rannsóknarskipið Seabed Constructor lagðist að bryggju á áttunda tímanum í Reykjavík í morgun. 9. apríl 2017 09:10 Norsku skipi stefnt til hafnar vegna gruns um ólöglegar rannsóknir Landhelgisgæsla Íslands ákvað í gær að stefna rannsóknarskipinu Seabed Constructor til hafnar vegna gruns um að það hefði stundað ólöglegar rannsóknir í íslensku efnahagslögsögunni. 8. apríl 2017 18:46 Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Sjá meira
Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, segir mikilvægt að fá skýringar á athöfnum rannsóknarskipsins Seabed Constructor sem kom til hafnar í morgun. „Við urðum þess áskynja að þarna var skip búið að vera í það minnsta um nokkurra daga skeið, á sama punkti, þannig að við fórum að grennslast fyrir um athafnir þess. Við fengum óljós og misvísandi svör og sáum því ástæðu til að kanna málið frekar.“ Landhelgisgæslan ákvað á föstudag á stefna rannsóknarskipinu til hafnar vegna gruns um að það hefði stundað ólöglegar rannsóknir í íslensku efnahagslögsögunni, 120 sjómílur suðaustur af landinu. Varðskipið Þór sigldi til móts við skipið og mætti því upp úr hádegi í gær en Seabed Constuctor lagðist svo að bryggju í Reykjavík í morgun. „Þetta er vel útbúið rannsóknarskip og samkvæmt íslenskum lögum þá er það algert skilyrði fyrir rannsóknum innan efnahagslögsögunnar að menn hafi fyrir því leyfi réttra stjórnvalda hér á Íslandi. Okkur þykir aldeilis ómögulegt að einhverjir útlendingar að gramsa í bakgarðinum hjá okkur án þess að við vitum nokkuð um það,“ segir Georg. Óljós svör hefðu fengist frá áhöfn skipsins þegar eftir því var leitað og Georg segir enn ekki fyllilega ljóst hver tilgangur ferðarinnar var. „Eins og málið stendur akkúrat núna þá er það frekar óljóst hvað þeir vilja meina. Það kemur vonandi í ljós þegar líður á daginn.“ Í yfirlýsingu frá lögmanni Advanced Marine Services sem fer fyrir leiðangrinum kemur fram að leiðangurinn sé gerður í þeim tilgangi að bjarga verðmætum úr þýska fraktskipinu Minden sem sökk innan efnahagslögsögunnar í seinna stríði. Í yfirlýsingunni segir sömuleiðis að félagið, skipstjóri skipsins og áhöfn þess hafi farið í einu og öllu að tilmælum íslenskra laga sem sem og ákvæðum þjóðarréttar vegna verkefnisins. Lögreglan annast rannsókn málsins og er gert ráð fyrir að skýrsla verði tekin af skipstjóranum seinna í dag.
Tengdar fréttir Norska rannsóknarskipið komið til hafnar Norska rannsóknarskipið Seabed Constructor lagðist að bryggju á áttunda tímanum í Reykjavík í morgun. 9. apríl 2017 09:10 Norsku skipi stefnt til hafnar vegna gruns um ólöglegar rannsóknir Landhelgisgæsla Íslands ákvað í gær að stefna rannsóknarskipinu Seabed Constructor til hafnar vegna gruns um að það hefði stundað ólöglegar rannsóknir í íslensku efnahagslögsögunni. 8. apríl 2017 18:46 Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Sjá meira
Norska rannsóknarskipið komið til hafnar Norska rannsóknarskipið Seabed Constructor lagðist að bryggju á áttunda tímanum í Reykjavík í morgun. 9. apríl 2017 09:10
Norsku skipi stefnt til hafnar vegna gruns um ólöglegar rannsóknir Landhelgisgæsla Íslands ákvað í gær að stefna rannsóknarskipinu Seabed Constructor til hafnar vegna gruns um að það hefði stundað ólöglegar rannsóknir í íslensku efnahagslögsögunni. 8. apríl 2017 18:46