Georg segir ómögulegt að útlendingar séu að gramsa í bakgarðinum án vitneskju yfirvalda Ásgeir Erlendsson skrifar 9. apríl 2017 14:32 Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, segir mikilvægt að fá skýringar á athöfnum rannsóknarskipsins Seabed Constructor sem kom til hafnar í morgun. Vísir/Landhelgisgæslan/vilhelm Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, segir mikilvægt að fá skýringar á athöfnum rannsóknarskipsins Seabed Constructor sem kom til hafnar í morgun. „Við urðum þess áskynja að þarna var skip búið að vera í það minnsta um nokkurra daga skeið, á sama punkti, þannig að við fórum að grennslast fyrir um athafnir þess. Við fengum óljós og misvísandi svör og sáum því ástæðu til að kanna málið frekar.“ Landhelgisgæslan ákvað á föstudag á stefna rannsóknarskipinu til hafnar vegna gruns um að það hefði stundað ólöglegar rannsóknir í íslensku efnahagslögsögunni, 120 sjómílur suðaustur af landinu. Varðskipið Þór sigldi til móts við skipið og mætti því upp úr hádegi í gær en Seabed Constuctor lagðist svo að bryggju í Reykjavík í morgun. „Þetta er vel útbúið rannsóknarskip og samkvæmt íslenskum lögum þá er það algert skilyrði fyrir rannsóknum innan efnahagslögsögunnar að menn hafi fyrir því leyfi réttra stjórnvalda hér á Íslandi. Okkur þykir aldeilis ómögulegt að einhverjir útlendingar að gramsa í bakgarðinum hjá okkur án þess að við vitum nokkuð um það,“ segir Georg. Óljós svör hefðu fengist frá áhöfn skipsins þegar eftir því var leitað og Georg segir enn ekki fyllilega ljóst hver tilgangur ferðarinnar var. „Eins og málið stendur akkúrat núna þá er það frekar óljóst hvað þeir vilja meina. Það kemur vonandi í ljós þegar líður á daginn.“ Í yfirlýsingu frá lögmanni Advanced Marine Services sem fer fyrir leiðangrinum kemur fram að leiðangurinn sé gerður í þeim tilgangi að bjarga verðmætum úr þýska fraktskipinu Minden sem sökk innan efnahagslögsögunnar í seinna stríði. Í yfirlýsingunni segir sömuleiðis að félagið, skipstjóri skipsins og áhöfn þess hafi farið í einu og öllu að tilmælum íslenskra laga sem sem og ákvæðum þjóðarréttar vegna verkefnisins. Lögreglan annast rannsókn málsins og er gert ráð fyrir að skýrsla verði tekin af skipstjóranum seinna í dag. Tengdar fréttir Norska rannsóknarskipið komið til hafnar Norska rannsóknarskipið Seabed Constructor lagðist að bryggju á áttunda tímanum í Reykjavík í morgun. 9. apríl 2017 09:10 Norsku skipi stefnt til hafnar vegna gruns um ólöglegar rannsóknir Landhelgisgæsla Íslands ákvað í gær að stefna rannsóknarskipinu Seabed Constructor til hafnar vegna gruns um að það hefði stundað ólöglegar rannsóknir í íslensku efnahagslögsögunni. 8. apríl 2017 18:46 Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, segir mikilvægt að fá skýringar á athöfnum rannsóknarskipsins Seabed Constructor sem kom til hafnar í morgun. „Við urðum þess áskynja að þarna var skip búið að vera í það minnsta um nokkurra daga skeið, á sama punkti, þannig að við fórum að grennslast fyrir um athafnir þess. Við fengum óljós og misvísandi svör og sáum því ástæðu til að kanna málið frekar.“ Landhelgisgæslan ákvað á föstudag á stefna rannsóknarskipinu til hafnar vegna gruns um að það hefði stundað ólöglegar rannsóknir í íslensku efnahagslögsögunni, 120 sjómílur suðaustur af landinu. Varðskipið Þór sigldi til móts við skipið og mætti því upp úr hádegi í gær en Seabed Constuctor lagðist svo að bryggju í Reykjavík í morgun. „Þetta er vel útbúið rannsóknarskip og samkvæmt íslenskum lögum þá er það algert skilyrði fyrir rannsóknum innan efnahagslögsögunnar að menn hafi fyrir því leyfi réttra stjórnvalda hér á Íslandi. Okkur þykir aldeilis ómögulegt að einhverjir útlendingar að gramsa í bakgarðinum hjá okkur án þess að við vitum nokkuð um það,“ segir Georg. Óljós svör hefðu fengist frá áhöfn skipsins þegar eftir því var leitað og Georg segir enn ekki fyllilega ljóst hver tilgangur ferðarinnar var. „Eins og málið stendur akkúrat núna þá er það frekar óljóst hvað þeir vilja meina. Það kemur vonandi í ljós þegar líður á daginn.“ Í yfirlýsingu frá lögmanni Advanced Marine Services sem fer fyrir leiðangrinum kemur fram að leiðangurinn sé gerður í þeim tilgangi að bjarga verðmætum úr þýska fraktskipinu Minden sem sökk innan efnahagslögsögunnar í seinna stríði. Í yfirlýsingunni segir sömuleiðis að félagið, skipstjóri skipsins og áhöfn þess hafi farið í einu og öllu að tilmælum íslenskra laga sem sem og ákvæðum þjóðarréttar vegna verkefnisins. Lögreglan annast rannsókn málsins og er gert ráð fyrir að skýrsla verði tekin af skipstjóranum seinna í dag.
Tengdar fréttir Norska rannsóknarskipið komið til hafnar Norska rannsóknarskipið Seabed Constructor lagðist að bryggju á áttunda tímanum í Reykjavík í morgun. 9. apríl 2017 09:10 Norsku skipi stefnt til hafnar vegna gruns um ólöglegar rannsóknir Landhelgisgæsla Íslands ákvað í gær að stefna rannsóknarskipinu Seabed Constructor til hafnar vegna gruns um að það hefði stundað ólöglegar rannsóknir í íslensku efnahagslögsögunni. 8. apríl 2017 18:46 Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
Norska rannsóknarskipið komið til hafnar Norska rannsóknarskipið Seabed Constructor lagðist að bryggju á áttunda tímanum í Reykjavík í morgun. 9. apríl 2017 09:10
Norsku skipi stefnt til hafnar vegna gruns um ólöglegar rannsóknir Landhelgisgæsla Íslands ákvað í gær að stefna rannsóknarskipinu Seabed Constructor til hafnar vegna gruns um að það hefði stundað ólöglegar rannsóknir í íslensku efnahagslögsögunni. 8. apríl 2017 18:46