Starfshóp til að stoppa kynsjúkdómafaraldur Benedikt Bóas skrifar 12. apríl 2017 06:00 Samtökin '78 lýsa yfir áhyggjum af stöðunni. vísir/vilhelm Ungir samkynhneigðir karlar bera ábyrgð á 88 prósent tilfella sárasóttar á síðasta ári og yfir 70 prósent lekandatilfella. Á árinu 2016 greindust 86 tilfelli af sárasótt, sem er nánast tvöföldun frá fyrri árum. Af þeim sem greinast yngri en 25 ára eru karlar flestir í aldurshópnum 20–24 ára. Undanfarinn áratug hafa einn til sjö greinst með sárasótt hér á landi. Þetta kemur meðal annars fram í svari Óttars Proppé heilbrigðisráðherra við fyrirspurn Eyglóar Harðardóttur um tíðni kynsjúkdóma hjá börnum og ungmennum síðustu tíu ár.Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknirvísir/valliÞórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að fjölgun sé einnig í HIV-hópnum en slíkt var ekki tekið fyrir í fyrirspurninni. „Þessi aukning varð sérstaklega áberandi á síðasta ári. Það virðist vera að lekandi og sárasótt séu sýkingar sem sjást aðallega hjá karlmönnum sem stunda kynlíf með öðrum karlmönnum. HIV-aukningin er dreifð jafnar því þar má finna sprautufíkla, gagnkynhneigða en líka þá sem stunda kynlíf með öðrum karlmönnum.“ Þórólfur segir að það sé erfitt að ákveða af hverju þessar tölur rjúki svona upp innan eins hóps. „Þetta kann að stafa af því að hér áður fyrr voru menn mjög hræddir við HIV. Svo kom góð meðferð til að halda þeim sjúkdómi niðri þótt það sé ekki kominn lækning. Það virðist vera að menn hafi fagnað of fljótt og þá blossa upp hinir kynsjúkdómarnir sem voru áður í algjöru lágmarki.“ Heilbrigðisráðherra skipaði starfshóp í mars til að reyna að stemma stigu við útbreiðslu kynsjúkdóma og HIV og er Þórólfur í honum. „Við ætlum að eiga samtal við marga aðila um hvað er til ráða og hvað er hægt að gera því það er ljóst að það þarf að gera eitthvað.“ Helga Baldvinsdóttir Bjargardóttir, framkvæmdastjóri Samtakanna '78, segir að samtökin séu áhyggjufull vegna þessara tíðinda. „Í ársskýrslu okkar kom fram að þrír af sjö lykilhópum sem fá HIV eru hinsegin og við vitum að samkynhneigðir eru í sérstökum áhættuhóp. Það þarf að tækla þetta í samhengi við fordóma. Þetta er stærri vandi en að þeir séu ekki að passa sig. Það er enn skömm hjá þeim sem passa ekki í kassann. Við höfum áhyggjur af þessu og pössum að hjá Samtökunum erum við með ókeypis smokka, leiðbeiningar um hvert sé hægt að fara í skoðun og við viljum auka umræðuna um kynheilbrigði.“ Hún bætti við að samtökin væru ekki hluti af starfshóp heilbrigðisráðherra. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Fleiri fréttir Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Sjá meira
Ungir samkynhneigðir karlar bera ábyrgð á 88 prósent tilfella sárasóttar á síðasta ári og yfir 70 prósent lekandatilfella. Á árinu 2016 greindust 86 tilfelli af sárasótt, sem er nánast tvöföldun frá fyrri árum. Af þeim sem greinast yngri en 25 ára eru karlar flestir í aldurshópnum 20–24 ára. Undanfarinn áratug hafa einn til sjö greinst með sárasótt hér á landi. Þetta kemur meðal annars fram í svari Óttars Proppé heilbrigðisráðherra við fyrirspurn Eyglóar Harðardóttur um tíðni kynsjúkdóma hjá börnum og ungmennum síðustu tíu ár.Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknirvísir/valliÞórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að fjölgun sé einnig í HIV-hópnum en slíkt var ekki tekið fyrir í fyrirspurninni. „Þessi aukning varð sérstaklega áberandi á síðasta ári. Það virðist vera að lekandi og sárasótt séu sýkingar sem sjást aðallega hjá karlmönnum sem stunda kynlíf með öðrum karlmönnum. HIV-aukningin er dreifð jafnar því þar má finna sprautufíkla, gagnkynhneigða en líka þá sem stunda kynlíf með öðrum karlmönnum.“ Þórólfur segir að það sé erfitt að ákveða af hverju þessar tölur rjúki svona upp innan eins hóps. „Þetta kann að stafa af því að hér áður fyrr voru menn mjög hræddir við HIV. Svo kom góð meðferð til að halda þeim sjúkdómi niðri þótt það sé ekki kominn lækning. Það virðist vera að menn hafi fagnað of fljótt og þá blossa upp hinir kynsjúkdómarnir sem voru áður í algjöru lágmarki.“ Heilbrigðisráðherra skipaði starfshóp í mars til að reyna að stemma stigu við útbreiðslu kynsjúkdóma og HIV og er Þórólfur í honum. „Við ætlum að eiga samtal við marga aðila um hvað er til ráða og hvað er hægt að gera því það er ljóst að það þarf að gera eitthvað.“ Helga Baldvinsdóttir Bjargardóttir, framkvæmdastjóri Samtakanna '78, segir að samtökin séu áhyggjufull vegna þessara tíðinda. „Í ársskýrslu okkar kom fram að þrír af sjö lykilhópum sem fá HIV eru hinsegin og við vitum að samkynhneigðir eru í sérstökum áhættuhóp. Það þarf að tækla þetta í samhengi við fordóma. Þetta er stærri vandi en að þeir séu ekki að passa sig. Það er enn skömm hjá þeim sem passa ekki í kassann. Við höfum áhyggjur af þessu og pössum að hjá Samtökunum erum við með ókeypis smokka, leiðbeiningar um hvert sé hægt að fara í skoðun og við viljum auka umræðuna um kynheilbrigði.“ Hún bætti við að samtökin væru ekki hluti af starfshóp heilbrigðisráðherra.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Fleiri fréttir Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent