Roy Carroll er ekkert hættur í boltanum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. apríl 2017 21:30 Roy Carroll. Vísir/Getty Roy Carroll, fyrrum markvörður Manchester United og West Ham, er ennþá á fullu í fótboltanum og er nýbúinn að skrifa undir nýjan samning. Carroll gerði nýjan eins árs samning við írska félagið Linfield en hann er að klára sitt fyrsta tímabil með Linfield-liðinu. Roy Carroll er fæddur árið 1977 og verður því fertugur í haust. Hann hefur átt mjög gott tímabil og liðið á enn möguleik á að vinna tvöfalt á hans fyrsta tímabili. Liðið er aðeins einu stigi frá toppnum og komið í undanúrslit írska bikarsins. „Roy er áhrifamikill leiðtogi sem gefur gott fordæmi fyrir alla í kringum sig,“ sagði David Healy, knattspyrnustjóri Linfield við BBC. David Healy spilaði einmitt með Roy Carroll hjá landsliði Norður-Írlands. „Hann hefur staðið sig frábærlega í markinu hjá okkur og aldrei betur en þegar frábærar markvörslur á lokamínútunum tryggðu okkur sigur á móti bæði Dungannon Swifts og Crusaders,“ sagði Healy. Roy Carroll spilaði með Manchester United frá 2001 til 2005 og varð enskur meistari 2003 og enskur bikarmeistari 2004. Hann varð einnig þrisvar sinnum grískur meistari og tvisvar sinnum grískur bikarmeistari með Olympiacos. Hann hefur einnig spilað með Hull City, Wigan Athletic, West Ham, Derby County, Odense í Danmörk og OFI Crete á löngum ferli sem hófst hjá Hull City árið 1995 rétt fyrir átján ára afmælið hans. Roy Carroll hefur spilað 44 landsleiki fyrir Norður-Írland og hann mætti einu sinni Íslandi á Laugardalsvellinum. Það var 11. Október 2000 og Carroll hélt hreinu fram á 88. Mínútu þegar Þórður Guðjónsson skoraði eina mark leiksins og tryggði Íslandi þrjú stig í undankeppni HM 2002. Carroll var þá leikmaður Wigan.Roy Carroll hefur spilað 44 landsleiki þar af einn þeirra á móti Íslandi.Vísir/Getty Fótbolti Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Enski boltinn Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Aldrei spilað þarna en sagði strax já Enski boltinn Van Gerwen: „Alveg sama um Luke og Luke“ Sport Fleiri fréttir Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Enn tapa Albert og félagar Andri Lucas frá í mánuð Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Sjá meira
Roy Carroll, fyrrum markvörður Manchester United og West Ham, er ennþá á fullu í fótboltanum og er nýbúinn að skrifa undir nýjan samning. Carroll gerði nýjan eins árs samning við írska félagið Linfield en hann er að klára sitt fyrsta tímabil með Linfield-liðinu. Roy Carroll er fæddur árið 1977 og verður því fertugur í haust. Hann hefur átt mjög gott tímabil og liðið á enn möguleik á að vinna tvöfalt á hans fyrsta tímabili. Liðið er aðeins einu stigi frá toppnum og komið í undanúrslit írska bikarsins. „Roy er áhrifamikill leiðtogi sem gefur gott fordæmi fyrir alla í kringum sig,“ sagði David Healy, knattspyrnustjóri Linfield við BBC. David Healy spilaði einmitt með Roy Carroll hjá landsliði Norður-Írlands. „Hann hefur staðið sig frábærlega í markinu hjá okkur og aldrei betur en þegar frábærar markvörslur á lokamínútunum tryggðu okkur sigur á móti bæði Dungannon Swifts og Crusaders,“ sagði Healy. Roy Carroll spilaði með Manchester United frá 2001 til 2005 og varð enskur meistari 2003 og enskur bikarmeistari 2004. Hann varð einnig þrisvar sinnum grískur meistari og tvisvar sinnum grískur bikarmeistari með Olympiacos. Hann hefur einnig spilað með Hull City, Wigan Athletic, West Ham, Derby County, Odense í Danmörk og OFI Crete á löngum ferli sem hófst hjá Hull City árið 1995 rétt fyrir átján ára afmælið hans. Roy Carroll hefur spilað 44 landsleiki fyrir Norður-Írland og hann mætti einu sinni Íslandi á Laugardalsvellinum. Það var 11. Október 2000 og Carroll hélt hreinu fram á 88. Mínútu þegar Þórður Guðjónsson skoraði eina mark leiksins og tryggði Íslandi þrjú stig í undankeppni HM 2002. Carroll var þá leikmaður Wigan.Roy Carroll hefur spilað 44 landsleiki þar af einn þeirra á móti Íslandi.Vísir/Getty
Fótbolti Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Enski boltinn Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Aldrei spilað þarna en sagði strax já Enski boltinn Van Gerwen: „Alveg sama um Luke og Luke“ Sport Fleiri fréttir Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Enn tapa Albert og félagar Andri Lucas frá í mánuð Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Sjá meira