Löggan nær daglegur gestur í íbúðinni: „Maður er alveg að gefast upp á þessu“ Jóhann Óli Eiðsson skrifar 18. apríl 2017 07:00 Mennirnir eru taldir hafa hótað öðrum manni með skotvopni áður en þeir rændu hann, en ekki hafa fengist upplýsingar um hvað þeir tóku. Manninn sakaði ekki að sögn lögreglu. Vísir/Eyþór Fjórir menn voru handteknir í íbúð á Laugarnesvegi rétt fyrir klukkan sjö í gærkvöldi í tengslum við rannsókn á vopnuðu ráni í Garðabæ á bílastæði í Kauptúni fyrr um daginn. Í íbúðinni fundust fíkniefni sem og skotvopn. Íbúar í húsinu segjast hafa látið lögreglu ítrekað vita af því sem fram fór í íbúðinni. Lögreglunni barst tilkynning um ránið á þriðja tímanum í gær. Lögreglan, ásamt sérsveit ríkislögreglustjóra, brást skjótt við og meðal annars vopnaðist hluti lögregluliðsins vegna þessa. „Lögreglan hefur verið hér talsvert undanfarna daga. Þeir mættu kringum fréttatímann sírenulausir á nokkrum bílum og fóru þarna inn,“ segir Jón Hermannsson, íbúi í húsinu gegnt húsinu þar sem hinir handteknu héldu til. Bergþór Óttar Bergþórsson býr í húsinu þar sem handatakan átti sér stað. Dyrabjalla hans hringdi, hann leit fram og þar stóðu sérsveitarmenn gráir fyrir járnum. Skömmu síðar lék allt húsið á reiðiskjálfi að sögn Bergþórs. „Það hefur verið viðvarandi ónæði vegna þessa síðan í september,“ segir Bergþór. „Stundum hefur lögreglan komið hingað nær daglega og stundum oft á dag út af hávaða og alls konar veseni.“ Að sögn Bergþórs eru íbúar í húsinu orðnir langþreyttir á hávaðanum, ónæðinu og óþverranum sem fylgir líferni hinna handteknu og vina þeirra. Lítið sé hins vegar hægt að gera þar sem þeir búi í íbúðinni með leyfi eiganda hennar. „Lögreglan hefur oft komið hingað en á endanum þurft frá að hverfa eftir að hafa verið kjöftuð í kaf af þeim sem þarna eru. Þetta er ákveðinn kjarni, á að giska tíu manns, sem heldur þarna til og það er talsvert um það að fólk komi í íbúðina á öllum tímum sólarhrings. Maður er alveg að gefast upp á þessu.“ Rannsókn málsins er í fullum gangi. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Talinn hafa hótað manninum með byssu Lögreglan og sérsveit ríkislögreglustjóra leita nú tveggja manna sem grunaðir eru um að hafa framið vopnað rán í Kauptúni í Garðabæ síðdegis. 17. apríl 2017 17:40 Fjórir menn handteknir í tengslum við ránið í Kauptúni Þeir voru handteknir í íbúð á höfuðborgarsvæðinu laust fyrir klukkan 19 í kvöld en þar fundust bæði fíkniefni og skotvopn. 17. apríl 2017 19:21 Lögreglan leitar manns sem framdi vopnað rán í Kauptúni Lögreglan leitar nú manns sem framdi vopnað rán við Ikea í Kauptúni. 17. apríl 2017 17:11 Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Fleiri fréttir Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Sjá meira
Fjórir menn voru handteknir í íbúð á Laugarnesvegi rétt fyrir klukkan sjö í gærkvöldi í tengslum við rannsókn á vopnuðu ráni í Garðabæ á bílastæði í Kauptúni fyrr um daginn. Í íbúðinni fundust fíkniefni sem og skotvopn. Íbúar í húsinu segjast hafa látið lögreglu ítrekað vita af því sem fram fór í íbúðinni. Lögreglunni barst tilkynning um ránið á þriðja tímanum í gær. Lögreglan, ásamt sérsveit ríkislögreglustjóra, brást skjótt við og meðal annars vopnaðist hluti lögregluliðsins vegna þessa. „Lögreglan hefur verið hér talsvert undanfarna daga. Þeir mættu kringum fréttatímann sírenulausir á nokkrum bílum og fóru þarna inn,“ segir Jón Hermannsson, íbúi í húsinu gegnt húsinu þar sem hinir handteknu héldu til. Bergþór Óttar Bergþórsson býr í húsinu þar sem handatakan átti sér stað. Dyrabjalla hans hringdi, hann leit fram og þar stóðu sérsveitarmenn gráir fyrir járnum. Skömmu síðar lék allt húsið á reiðiskjálfi að sögn Bergþórs. „Það hefur verið viðvarandi ónæði vegna þessa síðan í september,“ segir Bergþór. „Stundum hefur lögreglan komið hingað nær daglega og stundum oft á dag út af hávaða og alls konar veseni.“ Að sögn Bergþórs eru íbúar í húsinu orðnir langþreyttir á hávaðanum, ónæðinu og óþverranum sem fylgir líferni hinna handteknu og vina þeirra. Lítið sé hins vegar hægt að gera þar sem þeir búi í íbúðinni með leyfi eiganda hennar. „Lögreglan hefur oft komið hingað en á endanum þurft frá að hverfa eftir að hafa verið kjöftuð í kaf af þeim sem þarna eru. Þetta er ákveðinn kjarni, á að giska tíu manns, sem heldur þarna til og það er talsvert um það að fólk komi í íbúðina á öllum tímum sólarhrings. Maður er alveg að gefast upp á þessu.“ Rannsókn málsins er í fullum gangi.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Talinn hafa hótað manninum með byssu Lögreglan og sérsveit ríkislögreglustjóra leita nú tveggja manna sem grunaðir eru um að hafa framið vopnað rán í Kauptúni í Garðabæ síðdegis. 17. apríl 2017 17:40 Fjórir menn handteknir í tengslum við ránið í Kauptúni Þeir voru handteknir í íbúð á höfuðborgarsvæðinu laust fyrir klukkan 19 í kvöld en þar fundust bæði fíkniefni og skotvopn. 17. apríl 2017 19:21 Lögreglan leitar manns sem framdi vopnað rán í Kauptúni Lögreglan leitar nú manns sem framdi vopnað rán við Ikea í Kauptúni. 17. apríl 2017 17:11 Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Fleiri fréttir Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Sjá meira
Talinn hafa hótað manninum með byssu Lögreglan og sérsveit ríkislögreglustjóra leita nú tveggja manna sem grunaðir eru um að hafa framið vopnað rán í Kauptúni í Garðabæ síðdegis. 17. apríl 2017 17:40
Fjórir menn handteknir í tengslum við ránið í Kauptúni Þeir voru handteknir í íbúð á höfuðborgarsvæðinu laust fyrir klukkan 19 í kvöld en þar fundust bæði fíkniefni og skotvopn. 17. apríl 2017 19:21
Lögreglan leitar manns sem framdi vopnað rán í Kauptúni Lögreglan leitar nú manns sem framdi vopnað rán við Ikea í Kauptúni. 17. apríl 2017 17:11