Loftleiðir eindregið gegn því að flugið flyttist til Keflavíkur Kristján Már Unnarsson skrifar 21. apríl 2017 21:15 Loftleiðamenn voru andvígir því að millilandaflugið flyttist til Keflavíkur, vildu Álftanesflugvöll, en buðust til lána ríkinu fyrir stækkun Reykjavíkurflugvallar þegar þeir hófu byggingu flugstöðvar þar árið 1962. Þetta var rifjað upp í frétt Stöðvar 2 sem sjá má hér að ofan. Á Stöð 2 í vikunni var rætt við Jóhannes Einarsson verkfræðing um Loftleiðaævintýrið en Jóhannes vann hjá Loftleiðum og síðar Flugleiðum til ársins 1978 þegar hann færði sig yfir til Cargolux í Lúxemborg.Jóhannes Einarsson verkfræðingur.Stöð 2/Einar Árnason.Í viðtalinu kom fram að fyrsta verkefni Jóhannesar hjá Loftleiðum árið 1962 var að hafa umsjón með byggingu nýrrar flugstöðvar á Reykjavíkurflugvelli. „Ég byrja ´62 og þá sá ég um byggingarnar, sem var skrifstofubyggingin og það sem átti að verða flugstöð,“ sagði Jóhannes. Þetta var byggingin sem á endanum varð Loftleiðahótelið. Á þessum tíma fór allt millilandaflug Íslendinga um Reykjavíkurflugvöll en nefnd á vegum ríkisstjórnarinnar lagði til um þetta leyti að nýr flugvöllur yrði gerður á Álftanesi.Fram til ársins 1964 fór nær allt millilandaflug íslensku flugfelaganna frá Reykjavík. Fjær má sé DC-6 vél frá Flugfelagi Íslands en nær eru tvær DC-6 vélar Loftleiða.Mynd/Úr myndinni Alfreð Elíasson og Loftleiðir.Alfreð Elíasson, forstjóri Loftleiða, segir í æviminningum sínum, sem Jakob F. Ásgeirsson skráði, að Loftleiðamenn hafi talið Álftanes besta kostinn fyrir framtíðarvöll Reykjavíkur. Flugvallargerð þar hafi á þeim tíma verið talin þjóðarbúinu ofviða. Einnig hafi verið rætt um að lengja tvær brautir Reykjavíkurflugvallar um 400 metra út í Skerjafjörð og buðust Loftleiðir í lok árs 1962 til að lána ríkinu fyrir lengingu brautanna. Alfreð segir það þó hafa verið skoðun þeirra að þrátt fyrir lengingu væri Reykjavíkurflugvöllur ófullnægjandi í framtíðinni.Loftleiðavél, Rolls Royce-400, yfir Skerjafirði með Reykjavíkurflugvöll í baksýn.Mynd/Úr myndinni Alfreð Elíasson og Loftleiðir.Alfreð segir Loftleiðamenn hafa eindregið mælt gegn því að miðstöð íslenskra flugmála yrði flutt suður til Keflavíkurflugvallar og talið að flugvöllur ætti ekki að vera lengra en 20 kílómetra frá borginni.Alfreð Elíasson, forstjóri Loftleiða.Þegar nýju Rolls Royce 400 vélarnar voru teknar í notkun, af gerðinni Canadair CL-44, sem kröfðust lengri brauta, og hvorki fékkst í gegn Álftanesflugvöllur né brautalenging í Reykjavík, neyddust Loftleiðamenn árið 1964 til að flytja til Keflavíkur. Alfreð segir að það hafi verið samgönguráðherrann Ingólfur á Hellu sem tekið hafi af skarið. Hann hafi ákveðið að flýta lagningu steinsteypts vegar til Keflavíkur svo millilandaflugið gæti með tímanum flust þangað. Byggingin sem upphaflega átti að verða flugstöð Reykjavíkur fékk nýtt hlutverk: Hún varð Hótel Loftleiðir. Rolls Royce-Loftleiðavél við gömlu flugstöðina á Keflavíkurflugvelli. Loftleiðamenn töldu að millilandaflugvöllur Reykjavíkur ætti ekki að vera lengra en 20 km frá borginni.Mynd/Úr myndinni Alfreð Elíasson og Loftleiðir. Tengdar fréttir Loftleiðir byrjuðu með Keflavík sem skiptistöð Það voru Loftleiðamenn sem voru upphafsmenn þess að gera Keflavíkurflugvöll að skiptistöð. Þetta kom fram í viðtali við Jóhannes Einarsson verkfræðing. 19. apríl 2017 20:15 Loftleiðamenn vildu kaupa Boeing 747 þotur árið 1972 Loftleiðir voru við það að kaupa tvær júmbó-þotur skömmu fyrir sameiningu flugfélaganna, segir Jóhannes Einarsson verkfræðingur, einn helsti samstarfsmaður Alfreðs Elíassonar. 19. apríl 2017 21:30 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Mildari spá í kortunum Veður Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Fleiri fréttir Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sjá meira
Loftleiðamenn voru andvígir því að millilandaflugið flyttist til Keflavíkur, vildu Álftanesflugvöll, en buðust til lána ríkinu fyrir stækkun Reykjavíkurflugvallar þegar þeir hófu byggingu flugstöðvar þar árið 1962. Þetta var rifjað upp í frétt Stöðvar 2 sem sjá má hér að ofan. Á Stöð 2 í vikunni var rætt við Jóhannes Einarsson verkfræðing um Loftleiðaævintýrið en Jóhannes vann hjá Loftleiðum og síðar Flugleiðum til ársins 1978 þegar hann færði sig yfir til Cargolux í Lúxemborg.Jóhannes Einarsson verkfræðingur.Stöð 2/Einar Árnason.Í viðtalinu kom fram að fyrsta verkefni Jóhannesar hjá Loftleiðum árið 1962 var að hafa umsjón með byggingu nýrrar flugstöðvar á Reykjavíkurflugvelli. „Ég byrja ´62 og þá sá ég um byggingarnar, sem var skrifstofubyggingin og það sem átti að verða flugstöð,“ sagði Jóhannes. Þetta var byggingin sem á endanum varð Loftleiðahótelið. Á þessum tíma fór allt millilandaflug Íslendinga um Reykjavíkurflugvöll en nefnd á vegum ríkisstjórnarinnar lagði til um þetta leyti að nýr flugvöllur yrði gerður á Álftanesi.Fram til ársins 1964 fór nær allt millilandaflug íslensku flugfelaganna frá Reykjavík. Fjær má sé DC-6 vél frá Flugfelagi Íslands en nær eru tvær DC-6 vélar Loftleiða.Mynd/Úr myndinni Alfreð Elíasson og Loftleiðir.Alfreð Elíasson, forstjóri Loftleiða, segir í æviminningum sínum, sem Jakob F. Ásgeirsson skráði, að Loftleiðamenn hafi talið Álftanes besta kostinn fyrir framtíðarvöll Reykjavíkur. Flugvallargerð þar hafi á þeim tíma verið talin þjóðarbúinu ofviða. Einnig hafi verið rætt um að lengja tvær brautir Reykjavíkurflugvallar um 400 metra út í Skerjafjörð og buðust Loftleiðir í lok árs 1962 til að lána ríkinu fyrir lengingu brautanna. Alfreð segir það þó hafa verið skoðun þeirra að þrátt fyrir lengingu væri Reykjavíkurflugvöllur ófullnægjandi í framtíðinni.Loftleiðavél, Rolls Royce-400, yfir Skerjafirði með Reykjavíkurflugvöll í baksýn.Mynd/Úr myndinni Alfreð Elíasson og Loftleiðir.Alfreð segir Loftleiðamenn hafa eindregið mælt gegn því að miðstöð íslenskra flugmála yrði flutt suður til Keflavíkurflugvallar og talið að flugvöllur ætti ekki að vera lengra en 20 kílómetra frá borginni.Alfreð Elíasson, forstjóri Loftleiða.Þegar nýju Rolls Royce 400 vélarnar voru teknar í notkun, af gerðinni Canadair CL-44, sem kröfðust lengri brauta, og hvorki fékkst í gegn Álftanesflugvöllur né brautalenging í Reykjavík, neyddust Loftleiðamenn árið 1964 til að flytja til Keflavíkur. Alfreð segir að það hafi verið samgönguráðherrann Ingólfur á Hellu sem tekið hafi af skarið. Hann hafi ákveðið að flýta lagningu steinsteypts vegar til Keflavíkur svo millilandaflugið gæti með tímanum flust þangað. Byggingin sem upphaflega átti að verða flugstöð Reykjavíkur fékk nýtt hlutverk: Hún varð Hótel Loftleiðir. Rolls Royce-Loftleiðavél við gömlu flugstöðina á Keflavíkurflugvelli. Loftleiðamenn töldu að millilandaflugvöllur Reykjavíkur ætti ekki að vera lengra en 20 km frá borginni.Mynd/Úr myndinni Alfreð Elíasson og Loftleiðir.
Tengdar fréttir Loftleiðir byrjuðu með Keflavík sem skiptistöð Það voru Loftleiðamenn sem voru upphafsmenn þess að gera Keflavíkurflugvöll að skiptistöð. Þetta kom fram í viðtali við Jóhannes Einarsson verkfræðing. 19. apríl 2017 20:15 Loftleiðamenn vildu kaupa Boeing 747 þotur árið 1972 Loftleiðir voru við það að kaupa tvær júmbó-þotur skömmu fyrir sameiningu flugfélaganna, segir Jóhannes Einarsson verkfræðingur, einn helsti samstarfsmaður Alfreðs Elíassonar. 19. apríl 2017 21:30 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Mildari spá í kortunum Veður Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Fleiri fréttir Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sjá meira
Loftleiðir byrjuðu með Keflavík sem skiptistöð Það voru Loftleiðamenn sem voru upphafsmenn þess að gera Keflavíkurflugvöll að skiptistöð. Þetta kom fram í viðtali við Jóhannes Einarsson verkfræðing. 19. apríl 2017 20:15
Loftleiðamenn vildu kaupa Boeing 747 þotur árið 1972 Loftleiðir voru við það að kaupa tvær júmbó-þotur skömmu fyrir sameiningu flugfélaganna, segir Jóhannes Einarsson verkfræðingur, einn helsti samstarfsmaður Alfreðs Elíassonar. 19. apríl 2017 21:30