Fótbolti

Schweinsteiger aðeins 17 mínútur að skora fyrir nýja liðið | Sjáðu markið

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Schweinsteiger fagnar marki sínu.
Schweinsteiger fagnar marki sínu. vísir/getty
Það tók Bastian Schweinsteiger aðeins 17 mínútur að skora fyrir nýja liðið sitt, Chicago Fire.

Schweinsteiger, sem gekk nýverið í raðir Chicago frá Manchester United, lék sinn fyrsta leik fyrir bandaríska liðið þegar það mætti Montreal Impact í gær.

Þegar 17 mínútur voru liðnar af leiknum skallaði Schweinsteiger boltann í netið eftir hornspyrnu og kom Chicago yfir.

Fyrsta mark Schweinsteigers fyrir United kom einnig með skalla eftir hornspyrnu, gegn Leicester City 28. nóvember 2015.

Montreal jafnaði metin eftir um klukkutíma leik og á lokamínútunni komst kanadíska liðið yfir. Luis Solignac náði þó að bjarga stigi fyrir Chicago þegar hann jafnaði metin í uppbótartíma. Lokatölur 2-2.

Chicago er í 7. sæti Austurdeildar MLS-deildarinnar í Bandaríkjunum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×