Kristinn var í byrjunarliði Sundsvall líkt og nafni hans Freyr Sigurðsson sem lék sinn fyrsta leik fyrir félagið.
Þetta var fyrsti leikur Eskilstuna í efstu deild og þeir komust yfir á 25. mínútu þegar fyrirgjöf Sasa Matic fór í stöngina og inn.
Aðeins sex mínútum síðar átti Kristinn frábæra fyrirgjöf á kollinn á Peter Wilson sem skallaði í markið.
Lars Krogh Gerson kom Sundsvall yfir fjórum mínútum fyrir hálfleik og Marcus Danielsson gulltryggði svo sigurinn þegar hann skoraði þriðja markið á 51. mínútu.
Fjórir Íslendingar komu við sögu þegar Norrköping vann 2-1 sigur á Hammarby.
Jón Guðni Fjóluson stóð vaktina í vörn Norrköping sem var 2-0 yfir í hálfleik. Alfons Sampsted sat allan tímann á bekknum hjá Norrköping.
Ögmundur Kristinsson stóð á milli stanganna hjá Hammarby og þeir Birkir Már Sævarsson og Arnór Smárason spiluðu einnig allan leikinn.
Þá var Haukur Heiðar Hauksson ekki í leikmannahópi AIK sem gerði markalaust jafntefli við Häcken.