Vill losna við Klepps-nafnið Sveinn Arnarsson skrifar 3. apríl 2017 07:00 Manda Jónsdóttir , deildarstjóri á sérhæfðri endurhæfingargeðdeild Fréttablaðið/Ernir Hugrenningatengsl almennings við Klepp eru of neikvæð og mikilvægt að hætta notkun nafnsins. Hugmyndir almennings um Klepp eru litaðar af Englum alheimsins sem er kennd í grunnskólum landsins og er dragbítur á starf stofnunarinnar. „Að skipta út nafninu er einn þeirra hluta sem þarf að gera til að leysa þau hugrenningatengsl sem eru til í samfélaginu gagnvart stofnuninni,“ segir Manda Jónsdóttir, deildarstjóri á sérhæfðri endurhæfingargeðdeild Landspítala, öðru nafni Kleppsspítala. Hún nefnir að orðið hafi verið notað lengi í neikvæðri merkingu og sjúklingar upplifa Klepp eins og endastöð þar sem bati sé mjög ólíklegur. „Hins vegar er raunin allt önnur, hér er meðallengd innlagnar í kringum þrjá til sex mánuði og meðalaldur sjúklinga ekki nema 24 ár, þvert á það sem fólk heldur,“ segir Manda. „Margir telja þetta vera hæli þar sem allir eru vistmenn og dæmi eru um að sjúklingar afþakki endurhæfingarinnlögn til okkar vegna hræðslunnar við að vera „klepparar“.“ Hún ræddi stöðu Kleppsspítala á ráðstefnu um geðheilbrigðismál í gær. Yfirskrift málþingsins var „Við erum ÖLL vistmenn á Kleppi“. Manda telur þetta orðalag óheppilegt. „Við myndum aldrei halda ráðstefnu um fötlun með yfirskriftinni að við værum öll þroskaheft á sambýli til að mynda.“ Ein frægasta sagan um Kleppsspítala er skáldsaga Einars Más Guðmundssonar, Englar alheimsins. Manda telur bókina gera starfið hennar mun erfiðara. „Bókin er kennd öllum grunnskólabörnum og býr til neikvæð hugrenningatengsl þar sem allir fremja sjálfsmorð. Ég er mjög hrifin af bókinni en hún er dragbítur á mitt starf,“ segir Manda en gamlar og úreltar lækningaaðferðir eru viðhafðar í skáldsögunni. „Við myndum aldrei kenna skáldsögu um eldgamlar sykursýkislækningar þar sem allir missa útlimi vitandi að fjölmargir nemendur myndu fá sykursýki seinna á ævinni.“ Hún telur rétt að íhuga það að breyta nafninu á Kleppi. Nýtt nafn gæti verið Landspítalinn við Elliðaárvog. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Fleiri fréttir Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Sjá meira
Hugrenningatengsl almennings við Klepp eru of neikvæð og mikilvægt að hætta notkun nafnsins. Hugmyndir almennings um Klepp eru litaðar af Englum alheimsins sem er kennd í grunnskólum landsins og er dragbítur á starf stofnunarinnar. „Að skipta út nafninu er einn þeirra hluta sem þarf að gera til að leysa þau hugrenningatengsl sem eru til í samfélaginu gagnvart stofnuninni,“ segir Manda Jónsdóttir, deildarstjóri á sérhæfðri endurhæfingargeðdeild Landspítala, öðru nafni Kleppsspítala. Hún nefnir að orðið hafi verið notað lengi í neikvæðri merkingu og sjúklingar upplifa Klepp eins og endastöð þar sem bati sé mjög ólíklegur. „Hins vegar er raunin allt önnur, hér er meðallengd innlagnar í kringum þrjá til sex mánuði og meðalaldur sjúklinga ekki nema 24 ár, þvert á það sem fólk heldur,“ segir Manda. „Margir telja þetta vera hæli þar sem allir eru vistmenn og dæmi eru um að sjúklingar afþakki endurhæfingarinnlögn til okkar vegna hræðslunnar við að vera „klepparar“.“ Hún ræddi stöðu Kleppsspítala á ráðstefnu um geðheilbrigðismál í gær. Yfirskrift málþingsins var „Við erum ÖLL vistmenn á Kleppi“. Manda telur þetta orðalag óheppilegt. „Við myndum aldrei halda ráðstefnu um fötlun með yfirskriftinni að við værum öll þroskaheft á sambýli til að mynda.“ Ein frægasta sagan um Kleppsspítala er skáldsaga Einars Más Guðmundssonar, Englar alheimsins. Manda telur bókina gera starfið hennar mun erfiðara. „Bókin er kennd öllum grunnskólabörnum og býr til neikvæð hugrenningatengsl þar sem allir fremja sjálfsmorð. Ég er mjög hrifin af bókinni en hún er dragbítur á mitt starf,“ segir Manda en gamlar og úreltar lækningaaðferðir eru viðhafðar í skáldsögunni. „Við myndum aldrei kenna skáldsögu um eldgamlar sykursýkislækningar þar sem allir missa útlimi vitandi að fjölmargir nemendur myndu fá sykursýki seinna á ævinni.“ Hún telur rétt að íhuga það að breyta nafninu á Kleppi. Nýtt nafn gæti verið Landspítalinn við Elliðaárvog.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Fleiri fréttir Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Sjá meira