Berglind Björg um fyrsta landsliðsmarkið: Það féllu gleðitár Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 6. apríl 2017 18:55 Berglind Björg var að vonum ánægð með fyrsta landsliðsmarkið sitt. vísir/anton Berglind Björg Þorvaldsdóttir viðurkennir að þungu fargi hafi verið af sér létt eftir að hún sitt fyrsta mark fyrir íslenska landsliðið í dag. Fyrir leikinn gegn Slóvakíu í dag var Berglind búin að leika 23 landsleiki án þess að skora. Markið kom svo loksins í dag. Berglind skallaði þá hornspyrnu Katrínar Ásbjörnsdóttur í netið á 78. mínútu. „Það er eins og einhver hafi skorið 10 kíló af mér,“ sagði Berglind sem þurfti einnig að bíða í dágóðan tíma eftir sínu fyrsta marki fyrir Breiðablik, eftir að hún gekk í raðir liðsins í síðasta sumar. „Það voru meiri tilfinningar í þessu. Ég viðurkenni að það féllu nokkur tár þegar ég var búin að skora. En þetta voru bara gleðitár,“ sagði Eyjakonan. Íslenska liðið var sterkari aðilinn í leiknum í dag og gaf fá færi á sér. „Við stýrðum leiknum frá A til Ö og gáfum fá færi á okkur. Við vorum að opna þær og komumst í nokkur góð færi,“ sagði Berglind. Íslenska liðið breytti um leikkerfi í hálfleik; fór úr 3-4-3 í 4-2-3-1 og Berglind og Elísa Viðardóttir komu að sama skapi inn á sem varamenn. Berglind segir að það hafi ekki verið erfitt að aðlagast nýju leikkerfi. „Við höfum spilað þetta kerfi lengi og kunnum það út og inn. Þetta gekk ljómandi vel,“ sagði Berglind. Hún segist ekki hafa spilað öðruvísi í leiknum í dag, miðað við hina 23 landsleikina sem henni tókst ekki að skora í. „Mér fannst spilamennskan ekkert vera öðruvísi. Þetta datt bara fyrir mig í dag,“ sagði Berglind. En telur hún að þetta fyrsta landsliðsmark breyti því á einhvern hátt hvernig hún kemur inn í næsta landsleik, sem er gegn Hollandi á þriðjudaginn? „Nei, alls ekki. Maður fagnar þessu í dag en fer svo að einbeita sér að næsta leik.“ EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Ekki mitt síðasta tækifæri Markahrókurinn Berglind Björg Þorvaldsdóttir hefur ekki enn náð að skora fyrir íslenska landsliðið þrátt fyrir nokkur tækifæri í fjarveru Hörpu Þorsteinsdóttur. Eyjakonan lætur þetta samt ekkert á sig fá. 6. apríl 2017 06:00 Berglind Björg skoraði fyrsta landsliðsmarkið í öruggum sigri á Slóvakíu Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta bar sigurorð af því slóvakíska, 0-2, í vináttulandsleik í Senec í Slóvakíu í dag. 6. apríl 2017 16:54 Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Fleiri fréttir Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Sjá meira
Berglind Björg Þorvaldsdóttir viðurkennir að þungu fargi hafi verið af sér létt eftir að hún sitt fyrsta mark fyrir íslenska landsliðið í dag. Fyrir leikinn gegn Slóvakíu í dag var Berglind búin að leika 23 landsleiki án þess að skora. Markið kom svo loksins í dag. Berglind skallaði þá hornspyrnu Katrínar Ásbjörnsdóttur í netið á 78. mínútu. „Það er eins og einhver hafi skorið 10 kíló af mér,“ sagði Berglind sem þurfti einnig að bíða í dágóðan tíma eftir sínu fyrsta marki fyrir Breiðablik, eftir að hún gekk í raðir liðsins í síðasta sumar. „Það voru meiri tilfinningar í þessu. Ég viðurkenni að það féllu nokkur tár þegar ég var búin að skora. En þetta voru bara gleðitár,“ sagði Eyjakonan. Íslenska liðið var sterkari aðilinn í leiknum í dag og gaf fá færi á sér. „Við stýrðum leiknum frá A til Ö og gáfum fá færi á okkur. Við vorum að opna þær og komumst í nokkur góð færi,“ sagði Berglind. Íslenska liðið breytti um leikkerfi í hálfleik; fór úr 3-4-3 í 4-2-3-1 og Berglind og Elísa Viðardóttir komu að sama skapi inn á sem varamenn. Berglind segir að það hafi ekki verið erfitt að aðlagast nýju leikkerfi. „Við höfum spilað þetta kerfi lengi og kunnum það út og inn. Þetta gekk ljómandi vel,“ sagði Berglind. Hún segist ekki hafa spilað öðruvísi í leiknum í dag, miðað við hina 23 landsleikina sem henni tókst ekki að skora í. „Mér fannst spilamennskan ekkert vera öðruvísi. Þetta datt bara fyrir mig í dag,“ sagði Berglind. En telur hún að þetta fyrsta landsliðsmark breyti því á einhvern hátt hvernig hún kemur inn í næsta landsleik, sem er gegn Hollandi á þriðjudaginn? „Nei, alls ekki. Maður fagnar þessu í dag en fer svo að einbeita sér að næsta leik.“
EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Ekki mitt síðasta tækifæri Markahrókurinn Berglind Björg Þorvaldsdóttir hefur ekki enn náð að skora fyrir íslenska landsliðið þrátt fyrir nokkur tækifæri í fjarveru Hörpu Þorsteinsdóttur. Eyjakonan lætur þetta samt ekkert á sig fá. 6. apríl 2017 06:00 Berglind Björg skoraði fyrsta landsliðsmarkið í öruggum sigri á Slóvakíu Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta bar sigurorð af því slóvakíska, 0-2, í vináttulandsleik í Senec í Slóvakíu í dag. 6. apríl 2017 16:54 Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Fleiri fréttir Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Sjá meira
Ekki mitt síðasta tækifæri Markahrókurinn Berglind Björg Þorvaldsdóttir hefur ekki enn náð að skora fyrir íslenska landsliðið þrátt fyrir nokkur tækifæri í fjarveru Hörpu Þorsteinsdóttur. Eyjakonan lætur þetta samt ekkert á sig fá. 6. apríl 2017 06:00
Berglind Björg skoraði fyrsta landsliðsmarkið í öruggum sigri á Slóvakíu Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta bar sigurorð af því slóvakíska, 0-2, í vináttulandsleik í Senec í Slóvakíu í dag. 6. apríl 2017 16:54