Einn handtekinn í tengslum við árásina í Stokkhólmi Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 8. apríl 2017 06:00 Vörubílnum var ekið inn í verslun Åhléns. Nordicphotos/AFP Að minnsta kosti fjórir létu lífið þegar vöruflutningabíl var ekið inn í verslun Åhléns í miðborg Stokkhólms, höfuðborgar Svíþjóðar. Þá er staðfest að að minnsta kosti átta séu særðir eftir árásina. Eigandi brugghússins Spendrups staðfesti í gær að vöruflutningabíl fyrirtækisins hefði verið stolið um morguninn á meðan bílstjórinn var að afferma bílinn. Honum var svo ekið inn í verslunina klukkan eitt að íslenskum tíma. Við árásina var búðin rýmd. Þá lögðust almenningssamgöngur niður og vegum var lokað. Borgaryfirvöld opnuðu skóla og íþróttamannvirki til að hýsa þá sem ekki komust leiðar sinnar vegna truflana á samgöngum. Var gestum verslana í nágrenninu og starfsfólki gert að halda sig innandyra á meðan öryggi á svæðinu var tryggt. Jafnframt var íbúum í miðbænum sagt að halda sig heima. Skömmu áður en Fréttablaðið fór í prentun hafði maður verið handtekinn. Greindi ríkisútvarp Danmerkur frá því að hinn handtekni passaði við lýsingu af manni sem lögregla hafði lýst eftir. Lögregla birti fyrr um daginn mynd úr öryggismyndavélakerfi af manninum. Á blaðamannafundi sagði lögreglustjórinn Anders Thornberg að lögreglan vildi ná tali af manninum. Ríkislögreglustjórinn Dan Eliasson sagði á blaðamannafundi að lögreglumenn myndu gera allt sem í þeirra valdi stæði til þess að ná sökudólgnum. „Eins og þið vitið eru margir særðir. Á þessari stundu getum við ekki staðfest hversu margir eru látnir eða særðir,“ sagði Eliasson. Í yfirlýsingu frá Stefan Löfven forsætisráðherra segir að ráðist hafi verið á Svíþjóð. „Allt bendir til þess að um hryðjuverkaárás sé að ræða. Hugur okkar er hjá fórnarlömbunum, fjölskyldum þeirra og hinum særðu,“ segir í yfirlýsingunni. Þá segir að ríkisstjórninni sé haldið upplýstri um framgang mála. Hún geri allt sem hún geti til að aðstoða lögreglu við vinnu sína. „Ég hvet alla til að vera á varðbergi og fylgjast með nýjustu upplýsingum frá lögreglu,“ segir enn fremur. Karl sextándi Gústaf Svíakonungur var í opinberri heimsókn í Brasilíu þegar árásin var gerð. Í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í gær segir að hann hafi ákveðið að flýta heimferð sinni. „Við fylgjumst náið með þróun málsins en hugur okkar er nú hjá fórnarlömbunum og fjölskyldum þeirra.“ Árásin er ekki fyrsta vöruflutningabílsárásin í Evrópu undanfarið. Í júlí í fyrra féllu 86 í sambærilegri árás í Nice í Frakklandi. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Erlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Fleiri fréttir Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Sjá meira
Að minnsta kosti fjórir létu lífið þegar vöruflutningabíl var ekið inn í verslun Åhléns í miðborg Stokkhólms, höfuðborgar Svíþjóðar. Þá er staðfest að að minnsta kosti átta séu særðir eftir árásina. Eigandi brugghússins Spendrups staðfesti í gær að vöruflutningabíl fyrirtækisins hefði verið stolið um morguninn á meðan bílstjórinn var að afferma bílinn. Honum var svo ekið inn í verslunina klukkan eitt að íslenskum tíma. Við árásina var búðin rýmd. Þá lögðust almenningssamgöngur niður og vegum var lokað. Borgaryfirvöld opnuðu skóla og íþróttamannvirki til að hýsa þá sem ekki komust leiðar sinnar vegna truflana á samgöngum. Var gestum verslana í nágrenninu og starfsfólki gert að halda sig innandyra á meðan öryggi á svæðinu var tryggt. Jafnframt var íbúum í miðbænum sagt að halda sig heima. Skömmu áður en Fréttablaðið fór í prentun hafði maður verið handtekinn. Greindi ríkisútvarp Danmerkur frá því að hinn handtekni passaði við lýsingu af manni sem lögregla hafði lýst eftir. Lögregla birti fyrr um daginn mynd úr öryggismyndavélakerfi af manninum. Á blaðamannafundi sagði lögreglustjórinn Anders Thornberg að lögreglan vildi ná tali af manninum. Ríkislögreglustjórinn Dan Eliasson sagði á blaðamannafundi að lögreglumenn myndu gera allt sem í þeirra valdi stæði til þess að ná sökudólgnum. „Eins og þið vitið eru margir særðir. Á þessari stundu getum við ekki staðfest hversu margir eru látnir eða særðir,“ sagði Eliasson. Í yfirlýsingu frá Stefan Löfven forsætisráðherra segir að ráðist hafi verið á Svíþjóð. „Allt bendir til þess að um hryðjuverkaárás sé að ræða. Hugur okkar er hjá fórnarlömbunum, fjölskyldum þeirra og hinum særðu,“ segir í yfirlýsingunni. Þá segir að ríkisstjórninni sé haldið upplýstri um framgang mála. Hún geri allt sem hún geti til að aðstoða lögreglu við vinnu sína. „Ég hvet alla til að vera á varðbergi og fylgjast með nýjustu upplýsingum frá lögreglu,“ segir enn fremur. Karl sextándi Gústaf Svíakonungur var í opinberri heimsókn í Brasilíu þegar árásin var gerð. Í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í gær segir að hann hafi ákveðið að flýta heimferð sinni. „Við fylgjumst náið með þróun málsins en hugur okkar er nú hjá fórnarlömbunum og fjölskyldum þeirra.“ Árásin er ekki fyrsta vöruflutningabílsárásin í Evrópu undanfarið. Í júlí í fyrra féllu 86 í sambærilegri árás í Nice í Frakklandi.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Erlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Fleiri fréttir Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Sjá meira