Konan sem sýknuð var af ásökunum um fjárdrátt á Subway vill 2,3 milljónir í bætur Birgir Olgeirsson skrifar 31. mars 2017 10:49 Konan vann á veitingastað Subway í Vestmannaeyjum. Vísir Konan sem sýknuð var af ákæru um fjárdrátt á Subway hefur höfðað skaðabótamál á hendur skyndibitakeðjunni og fer fram á 2,3 milljónir króna vegna vangoldinna launa og miskabóta. Konan starfaði á Subway-staðnum í Vestmannaeyjum en hún var rekin eftir að hafa verið sökuð um að hafa útbúið 12 tommu bát og afhent eiginmanni sínum bátinn og pappamál, samtals að andvirði 1.568 krónur.Sjá einnig: Ákærð fyrir að gefa eiginmanni sínum Subway Þá var konan einnig sýknuð af ákæru fyrir að hafa dregið sér fé úr sjóðsvél veitingastaðarins þegar hún starfaði þar sem verslunarstjóri með því að hafa eytt út sölufærslum en tekið við andvirði þeirra í reiðufé af viðskiptavinum og sett í sjóðsvélina. Seinna hafi konan tekið samsvarandi fjárhæð úr uppgjöri veitingastaðarins í sínar vörslur, alls í sjö skipti samtals 12.589 krónur. Stjarnan ehf., sem rekur Subway, kærði málið til lögreglu í lok apríl árið 2015 en konunni hafði verið sagt upp í lok mars sama ár. Kassinn leiðinlegur Dómur í málinu féll í Héraðsdómi Suðurlands fimmtudaginn 23. mars síðastliðinn en í honum kemur fram að ekkert vitni hafi fyrir dómi lýst því að það hafi séð eða orðið vitni að því að konan hefði á ólögmætan hátt tekið peninga úr peningakassanum á Subway-staðnum. Konan gaf þær skýringar að kassinn hafi verið leiðinlegur og eyðslufærslurnar mætti rekja til þess að hún reyndi að fá hann til að virka. Hún sagði kassann iðulega hafa frosið og þá hafi þurft að endurræsa hann. Það tæki nokkrar mínútur sem væru ekki í boði á meðan viðskiptavinir biðu eftir afgreiðslu. Samstarfsfólk konunnar staðfesti fyrir dómi að kassinn hefði reglulega átt það til að frjósa og könnuðust við þessa lausn sem konan beitti til að starfsmenn þyrftu ekki að bíða lengi í röð og hreinlega yfirgefið staðinn.Fékk fyrirmæli frá skrifstofunni að láta manninn hafa bát Hvað bátinn til eiginmannsins varðar sagðist hún hafa fengið þau fyrirmæli frá skrifstofunni að greiða honum á þennan hátt fyrir ýmis smáviðvik. Fyrirmælin hafi komið frá gæðastjóra sem hafi verið yfirmaður hennar á þessum tíma. Ekki hafi fylgt þessu nein nánari fyrirmæli um hvernig þetta skyldi gert. Vitni staðfesti að hafa heyrt gæðastjórann gefa grænt ljós á að manninum yrði „greitt“ í formi veitinga fyrir veitta aðstoð. Fyrir dómi sagðist gæðastjórinn ekki muna eftir því en það gæti samt vel verið. Lögmaður konunnar höfðaði skaðabótamál í september í fyrra á hendur Stjörnunni ehf, sem rekur Subway, en beðið var eftir niðurstöðu í sakamálinu sem nú liggur fyrir. Konan fer fram á 1,3 milljónir króna vegna vangoldinna launa og eina milljón króna í miskabætur. Ríkið þarf að greiða tæpa eina milljón króna vegna málsins og er þá frátalinn allur kostnaður vegna rannsóknar málsins. Í dómsorði Héraðsdóms Suðurlands kemur fram að allur sakarkostnaður greiðist úr ríkissjóði, þar með talið málsvarnarlaun skipaðs verjanda konunnar upp á 908 þúsund krónur auka ferða- og aksturskostnaðar hans upp á tæpar sextíu þúsund krónur. Tengdar fréttir Ákærð fyrir að gefa eiginmanni sínum Subway Héraðsdómur Suðurlands hefur sýknað konu af ákæru fyrir fjárdrátt þegar hún var verslunarstjóri á veitingastað Subway. 30. mars 2017 23:09 Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Neitaði að endurgreiða ofgreidd laun um sex milljónir Innlent Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir Neitaði að endurgreiða ofgreidd laun um sex milljónir Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Sjá meira
Konan sem sýknuð var af ákæru um fjárdrátt á Subway hefur höfðað skaðabótamál á hendur skyndibitakeðjunni og fer fram á 2,3 milljónir króna vegna vangoldinna launa og miskabóta. Konan starfaði á Subway-staðnum í Vestmannaeyjum en hún var rekin eftir að hafa verið sökuð um að hafa útbúið 12 tommu bát og afhent eiginmanni sínum bátinn og pappamál, samtals að andvirði 1.568 krónur.Sjá einnig: Ákærð fyrir að gefa eiginmanni sínum Subway Þá var konan einnig sýknuð af ákæru fyrir að hafa dregið sér fé úr sjóðsvél veitingastaðarins þegar hún starfaði þar sem verslunarstjóri með því að hafa eytt út sölufærslum en tekið við andvirði þeirra í reiðufé af viðskiptavinum og sett í sjóðsvélina. Seinna hafi konan tekið samsvarandi fjárhæð úr uppgjöri veitingastaðarins í sínar vörslur, alls í sjö skipti samtals 12.589 krónur. Stjarnan ehf., sem rekur Subway, kærði málið til lögreglu í lok apríl árið 2015 en konunni hafði verið sagt upp í lok mars sama ár. Kassinn leiðinlegur Dómur í málinu féll í Héraðsdómi Suðurlands fimmtudaginn 23. mars síðastliðinn en í honum kemur fram að ekkert vitni hafi fyrir dómi lýst því að það hafi séð eða orðið vitni að því að konan hefði á ólögmætan hátt tekið peninga úr peningakassanum á Subway-staðnum. Konan gaf þær skýringar að kassinn hafi verið leiðinlegur og eyðslufærslurnar mætti rekja til þess að hún reyndi að fá hann til að virka. Hún sagði kassann iðulega hafa frosið og þá hafi þurft að endurræsa hann. Það tæki nokkrar mínútur sem væru ekki í boði á meðan viðskiptavinir biðu eftir afgreiðslu. Samstarfsfólk konunnar staðfesti fyrir dómi að kassinn hefði reglulega átt það til að frjósa og könnuðust við þessa lausn sem konan beitti til að starfsmenn þyrftu ekki að bíða lengi í röð og hreinlega yfirgefið staðinn.Fékk fyrirmæli frá skrifstofunni að láta manninn hafa bát Hvað bátinn til eiginmannsins varðar sagðist hún hafa fengið þau fyrirmæli frá skrifstofunni að greiða honum á þennan hátt fyrir ýmis smáviðvik. Fyrirmælin hafi komið frá gæðastjóra sem hafi verið yfirmaður hennar á þessum tíma. Ekki hafi fylgt þessu nein nánari fyrirmæli um hvernig þetta skyldi gert. Vitni staðfesti að hafa heyrt gæðastjórann gefa grænt ljós á að manninum yrði „greitt“ í formi veitinga fyrir veitta aðstoð. Fyrir dómi sagðist gæðastjórinn ekki muna eftir því en það gæti samt vel verið. Lögmaður konunnar höfðaði skaðabótamál í september í fyrra á hendur Stjörnunni ehf, sem rekur Subway, en beðið var eftir niðurstöðu í sakamálinu sem nú liggur fyrir. Konan fer fram á 1,3 milljónir króna vegna vangoldinna launa og eina milljón króna í miskabætur. Ríkið þarf að greiða tæpa eina milljón króna vegna málsins og er þá frátalinn allur kostnaður vegna rannsóknar málsins. Í dómsorði Héraðsdóms Suðurlands kemur fram að allur sakarkostnaður greiðist úr ríkissjóði, þar með talið málsvarnarlaun skipaðs verjanda konunnar upp á 908 þúsund krónur auka ferða- og aksturskostnaðar hans upp á tæpar sextíu þúsund krónur.
Tengdar fréttir Ákærð fyrir að gefa eiginmanni sínum Subway Héraðsdómur Suðurlands hefur sýknað konu af ákæru fyrir fjárdrátt þegar hún var verslunarstjóri á veitingastað Subway. 30. mars 2017 23:09 Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Neitaði að endurgreiða ofgreidd laun um sex milljónir Innlent Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir Neitaði að endurgreiða ofgreidd laun um sex milljónir Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Sjá meira
Ákærð fyrir að gefa eiginmanni sínum Subway Héraðsdómur Suðurlands hefur sýknað konu af ákæru fyrir fjárdrátt þegar hún var verslunarstjóri á veitingastað Subway. 30. mars 2017 23:09