Meirihluti á Alþingi fyrir frekari rannsókn á einkavæðingu bankanna Heimir Már Pétursson skrifar 31. mars 2017 12:53 Skýrsla Rannsóknarnefndar Alþingis um þátt þýska bankans Hauck und Aufhauser við einkavæðingu Búnaðarbankans árið 2003 var til sérstakrar umræðu á Alþingi í gær en auk þess töluðu þingmenn um málið í óundirbúnum fyrirspurnum. Þannig sagði Katrín Jakobsdóttir formaður vinstri grænna í fyrirspurn til Benedikts Jóhannessonar fjármálaráðherra að skýrslan gæfi tilefni til að rannsaka betur einkavæðingu Landsbankans og Fjárfestingabanka atvinnulífsins á sama tíma og spurði fjármálaráðherra. „Er ekki ástæða til að ljúka rannsókn á þessu ferli þannig að við fáum allt fram um þetta mál sem hefur hvílt eins og mara á þjóðinni.“ Svar Benedikts var einfalt. „Svar mitt er einfalt. Jú það er ástæða til þess að ljúka rannsókn á þessu ferli,“ sagði fjármálaráðherra. Þar með er ljóst að meirihluti er fyrir frekari rannsókn á Alþingi þar sem allir stjórnarandstöðuflokkarnir, auk Viðreisnar og Bjartrar framtíðar styðja slíka rannsókn. Brynjar Níelsson formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, sem nú fer yfir skýrsluna um Búnaðarbankann, útilokar þó ekki frekari rannsóknir. Þingsályktunin um rannsóknina geri ráð fyrir að nefndin meti skýrsluna og taki afstöðu til þess hvort hún telji að skýrslan kalli á frekari rannsókn á einkavæðingu bankanna. Hann telji ekki þörf á slíkri rannsókn nema ný gögn komi fram. „Í stað þess að við förum að ana hér út í mikla rannsókn og kostnaðarsama. Án þess að vita raunverulega hvert við erum að fara og hvert þetta muni leiða okkur,“ sagði Brynjar. Fyrir liggur þingsályktunartillaga frá Alþingi sem samþykkt var árið 2012 um að rannsaka þurfi betur en gert var af Rannsóknarnefnd Alþingis árið 2010, einkavæðingu ríkisbankanna allra. Svandís Svavarsdóttir þingflokksformaður Vinstri grænna vitnaði til orða Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra í vikunni um að hann sæi ekki þörf á frekari rannsókn á þessum málum og að formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar teldi að nýjar upplýsingar þyrftu að koma fram til að slík rannsókn hæfist. „Þær eru þessi skýrsla hér. Þær eru skýrslan um blekkingarnar. Enda liggur það nú fyrir eftir fyrirspurnatímann í dag og eru stærstu tíðindin í umræðunni hér að það er meirihluti á Alþingi með því að taka til við rannsókn á einkavæðingu bankanna í heild í samræmi við umrædda þingsályktunartillögu. Næstu skref eru því að taka til starfa í samræmi við þann vilja þótt formaður Sjálfstæðisflokksins og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar hafi talað gegn því,“ sagði Svandís Svavarsdóttir. Mest lesið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Erlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Sjá meira
Skýrsla Rannsóknarnefndar Alþingis um þátt þýska bankans Hauck und Aufhauser við einkavæðingu Búnaðarbankans árið 2003 var til sérstakrar umræðu á Alþingi í gær en auk þess töluðu þingmenn um málið í óundirbúnum fyrirspurnum. Þannig sagði Katrín Jakobsdóttir formaður vinstri grænna í fyrirspurn til Benedikts Jóhannessonar fjármálaráðherra að skýrslan gæfi tilefni til að rannsaka betur einkavæðingu Landsbankans og Fjárfestingabanka atvinnulífsins á sama tíma og spurði fjármálaráðherra. „Er ekki ástæða til að ljúka rannsókn á þessu ferli þannig að við fáum allt fram um þetta mál sem hefur hvílt eins og mara á þjóðinni.“ Svar Benedikts var einfalt. „Svar mitt er einfalt. Jú það er ástæða til þess að ljúka rannsókn á þessu ferli,“ sagði fjármálaráðherra. Þar með er ljóst að meirihluti er fyrir frekari rannsókn á Alþingi þar sem allir stjórnarandstöðuflokkarnir, auk Viðreisnar og Bjartrar framtíðar styðja slíka rannsókn. Brynjar Níelsson formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, sem nú fer yfir skýrsluna um Búnaðarbankann, útilokar þó ekki frekari rannsóknir. Þingsályktunin um rannsóknina geri ráð fyrir að nefndin meti skýrsluna og taki afstöðu til þess hvort hún telji að skýrslan kalli á frekari rannsókn á einkavæðingu bankanna. Hann telji ekki þörf á slíkri rannsókn nema ný gögn komi fram. „Í stað þess að við förum að ana hér út í mikla rannsókn og kostnaðarsama. Án þess að vita raunverulega hvert við erum að fara og hvert þetta muni leiða okkur,“ sagði Brynjar. Fyrir liggur þingsályktunartillaga frá Alþingi sem samþykkt var árið 2012 um að rannsaka þurfi betur en gert var af Rannsóknarnefnd Alþingis árið 2010, einkavæðingu ríkisbankanna allra. Svandís Svavarsdóttir þingflokksformaður Vinstri grænna vitnaði til orða Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra í vikunni um að hann sæi ekki þörf á frekari rannsókn á þessum málum og að formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar teldi að nýjar upplýsingar þyrftu að koma fram til að slík rannsókn hæfist. „Þær eru þessi skýrsla hér. Þær eru skýrslan um blekkingarnar. Enda liggur það nú fyrir eftir fyrirspurnatímann í dag og eru stærstu tíðindin í umræðunni hér að það er meirihluti á Alþingi með því að taka til við rannsókn á einkavæðingu bankanna í heild í samræmi við umrædda þingsályktunartillögu. Næstu skref eru því að taka til starfa í samræmi við þann vilja þótt formaður Sjálfstæðisflokksins og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar hafi talað gegn því,“ sagði Svandís Svavarsdóttir.
Mest lesið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Erlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Sjá meira