Meirihluti á Alþingi fyrir frekari rannsókn á einkavæðingu bankanna Heimir Már Pétursson skrifar 31. mars 2017 12:53 Skýrsla Rannsóknarnefndar Alþingis um þátt þýska bankans Hauck und Aufhauser við einkavæðingu Búnaðarbankans árið 2003 var til sérstakrar umræðu á Alþingi í gær en auk þess töluðu þingmenn um málið í óundirbúnum fyrirspurnum. Þannig sagði Katrín Jakobsdóttir formaður vinstri grænna í fyrirspurn til Benedikts Jóhannessonar fjármálaráðherra að skýrslan gæfi tilefni til að rannsaka betur einkavæðingu Landsbankans og Fjárfestingabanka atvinnulífsins á sama tíma og spurði fjármálaráðherra. „Er ekki ástæða til að ljúka rannsókn á þessu ferli þannig að við fáum allt fram um þetta mál sem hefur hvílt eins og mara á þjóðinni.“ Svar Benedikts var einfalt. „Svar mitt er einfalt. Jú það er ástæða til þess að ljúka rannsókn á þessu ferli,“ sagði fjármálaráðherra. Þar með er ljóst að meirihluti er fyrir frekari rannsókn á Alþingi þar sem allir stjórnarandstöðuflokkarnir, auk Viðreisnar og Bjartrar framtíðar styðja slíka rannsókn. Brynjar Níelsson formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, sem nú fer yfir skýrsluna um Búnaðarbankann, útilokar þó ekki frekari rannsóknir. Þingsályktunin um rannsóknina geri ráð fyrir að nefndin meti skýrsluna og taki afstöðu til þess hvort hún telji að skýrslan kalli á frekari rannsókn á einkavæðingu bankanna. Hann telji ekki þörf á slíkri rannsókn nema ný gögn komi fram. „Í stað þess að við förum að ana hér út í mikla rannsókn og kostnaðarsama. Án þess að vita raunverulega hvert við erum að fara og hvert þetta muni leiða okkur,“ sagði Brynjar. Fyrir liggur þingsályktunartillaga frá Alþingi sem samþykkt var árið 2012 um að rannsaka þurfi betur en gert var af Rannsóknarnefnd Alþingis árið 2010, einkavæðingu ríkisbankanna allra. Svandís Svavarsdóttir þingflokksformaður Vinstri grænna vitnaði til orða Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra í vikunni um að hann sæi ekki þörf á frekari rannsókn á þessum málum og að formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar teldi að nýjar upplýsingar þyrftu að koma fram til að slík rannsókn hæfist. „Þær eru þessi skýrsla hér. Þær eru skýrslan um blekkingarnar. Enda liggur það nú fyrir eftir fyrirspurnatímann í dag og eru stærstu tíðindin í umræðunni hér að það er meirihluti á Alþingi með því að taka til við rannsókn á einkavæðingu bankanna í heild í samræmi við umrædda þingsályktunartillögu. Næstu skref eru því að taka til starfa í samræmi við þann vilja þótt formaður Sjálfstæðisflokksins og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar hafi talað gegn því,“ sagði Svandís Svavarsdóttir. Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Fleiri fréttir Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Sjá meira
Skýrsla Rannsóknarnefndar Alþingis um þátt þýska bankans Hauck und Aufhauser við einkavæðingu Búnaðarbankans árið 2003 var til sérstakrar umræðu á Alþingi í gær en auk þess töluðu þingmenn um málið í óundirbúnum fyrirspurnum. Þannig sagði Katrín Jakobsdóttir formaður vinstri grænna í fyrirspurn til Benedikts Jóhannessonar fjármálaráðherra að skýrslan gæfi tilefni til að rannsaka betur einkavæðingu Landsbankans og Fjárfestingabanka atvinnulífsins á sama tíma og spurði fjármálaráðherra. „Er ekki ástæða til að ljúka rannsókn á þessu ferli þannig að við fáum allt fram um þetta mál sem hefur hvílt eins og mara á þjóðinni.“ Svar Benedikts var einfalt. „Svar mitt er einfalt. Jú það er ástæða til þess að ljúka rannsókn á þessu ferli,“ sagði fjármálaráðherra. Þar með er ljóst að meirihluti er fyrir frekari rannsókn á Alþingi þar sem allir stjórnarandstöðuflokkarnir, auk Viðreisnar og Bjartrar framtíðar styðja slíka rannsókn. Brynjar Níelsson formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, sem nú fer yfir skýrsluna um Búnaðarbankann, útilokar þó ekki frekari rannsóknir. Þingsályktunin um rannsóknina geri ráð fyrir að nefndin meti skýrsluna og taki afstöðu til þess hvort hún telji að skýrslan kalli á frekari rannsókn á einkavæðingu bankanna. Hann telji ekki þörf á slíkri rannsókn nema ný gögn komi fram. „Í stað þess að við förum að ana hér út í mikla rannsókn og kostnaðarsama. Án þess að vita raunverulega hvert við erum að fara og hvert þetta muni leiða okkur,“ sagði Brynjar. Fyrir liggur þingsályktunartillaga frá Alþingi sem samþykkt var árið 2012 um að rannsaka þurfi betur en gert var af Rannsóknarnefnd Alþingis árið 2010, einkavæðingu ríkisbankanna allra. Svandís Svavarsdóttir þingflokksformaður Vinstri grænna vitnaði til orða Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra í vikunni um að hann sæi ekki þörf á frekari rannsókn á þessum málum og að formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar teldi að nýjar upplýsingar þyrftu að koma fram til að slík rannsókn hæfist. „Þær eru þessi skýrsla hér. Þær eru skýrslan um blekkingarnar. Enda liggur það nú fyrir eftir fyrirspurnatímann í dag og eru stærstu tíðindin í umræðunni hér að það er meirihluti á Alþingi með því að taka til við rannsókn á einkavæðingu bankanna í heild í samræmi við umrædda þingsályktunartillögu. Næstu skref eru því að taka til starfa í samræmi við þann vilja þótt formaður Sjálfstæðisflokksins og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar hafi talað gegn því,“ sagði Svandís Svavarsdóttir.
Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Fleiri fréttir Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Sjá meira