Meirihluti á Alþingi fyrir frekari rannsókn á einkavæðingu bankanna Heimir Már Pétursson skrifar 31. mars 2017 12:53 Skýrsla Rannsóknarnefndar Alþingis um þátt þýska bankans Hauck und Aufhauser við einkavæðingu Búnaðarbankans árið 2003 var til sérstakrar umræðu á Alþingi í gær en auk þess töluðu þingmenn um málið í óundirbúnum fyrirspurnum. Þannig sagði Katrín Jakobsdóttir formaður vinstri grænna í fyrirspurn til Benedikts Jóhannessonar fjármálaráðherra að skýrslan gæfi tilefni til að rannsaka betur einkavæðingu Landsbankans og Fjárfestingabanka atvinnulífsins á sama tíma og spurði fjármálaráðherra. „Er ekki ástæða til að ljúka rannsókn á þessu ferli þannig að við fáum allt fram um þetta mál sem hefur hvílt eins og mara á þjóðinni.“ Svar Benedikts var einfalt. „Svar mitt er einfalt. Jú það er ástæða til þess að ljúka rannsókn á þessu ferli,“ sagði fjármálaráðherra. Þar með er ljóst að meirihluti er fyrir frekari rannsókn á Alþingi þar sem allir stjórnarandstöðuflokkarnir, auk Viðreisnar og Bjartrar framtíðar styðja slíka rannsókn. Brynjar Níelsson formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, sem nú fer yfir skýrsluna um Búnaðarbankann, útilokar þó ekki frekari rannsóknir. Þingsályktunin um rannsóknina geri ráð fyrir að nefndin meti skýrsluna og taki afstöðu til þess hvort hún telji að skýrslan kalli á frekari rannsókn á einkavæðingu bankanna. Hann telji ekki þörf á slíkri rannsókn nema ný gögn komi fram. „Í stað þess að við förum að ana hér út í mikla rannsókn og kostnaðarsama. Án þess að vita raunverulega hvert við erum að fara og hvert þetta muni leiða okkur,“ sagði Brynjar. Fyrir liggur þingsályktunartillaga frá Alþingi sem samþykkt var árið 2012 um að rannsaka þurfi betur en gert var af Rannsóknarnefnd Alþingis árið 2010, einkavæðingu ríkisbankanna allra. Svandís Svavarsdóttir þingflokksformaður Vinstri grænna vitnaði til orða Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra í vikunni um að hann sæi ekki þörf á frekari rannsókn á þessum málum og að formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar teldi að nýjar upplýsingar þyrftu að koma fram til að slík rannsókn hæfist. „Þær eru þessi skýrsla hér. Þær eru skýrslan um blekkingarnar. Enda liggur það nú fyrir eftir fyrirspurnatímann í dag og eru stærstu tíðindin í umræðunni hér að það er meirihluti á Alþingi með því að taka til við rannsókn á einkavæðingu bankanna í heild í samræmi við umrædda þingsályktunartillögu. Næstu skref eru því að taka til starfa í samræmi við þann vilja þótt formaður Sjálfstæðisflokksins og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar hafi talað gegn því,“ sagði Svandís Svavarsdóttir. Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Erlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fleiri fréttir Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Sjá meira
Skýrsla Rannsóknarnefndar Alþingis um þátt þýska bankans Hauck und Aufhauser við einkavæðingu Búnaðarbankans árið 2003 var til sérstakrar umræðu á Alþingi í gær en auk þess töluðu þingmenn um málið í óundirbúnum fyrirspurnum. Þannig sagði Katrín Jakobsdóttir formaður vinstri grænna í fyrirspurn til Benedikts Jóhannessonar fjármálaráðherra að skýrslan gæfi tilefni til að rannsaka betur einkavæðingu Landsbankans og Fjárfestingabanka atvinnulífsins á sama tíma og spurði fjármálaráðherra. „Er ekki ástæða til að ljúka rannsókn á þessu ferli þannig að við fáum allt fram um þetta mál sem hefur hvílt eins og mara á þjóðinni.“ Svar Benedikts var einfalt. „Svar mitt er einfalt. Jú það er ástæða til þess að ljúka rannsókn á þessu ferli,“ sagði fjármálaráðherra. Þar með er ljóst að meirihluti er fyrir frekari rannsókn á Alþingi þar sem allir stjórnarandstöðuflokkarnir, auk Viðreisnar og Bjartrar framtíðar styðja slíka rannsókn. Brynjar Níelsson formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, sem nú fer yfir skýrsluna um Búnaðarbankann, útilokar þó ekki frekari rannsóknir. Þingsályktunin um rannsóknina geri ráð fyrir að nefndin meti skýrsluna og taki afstöðu til þess hvort hún telji að skýrslan kalli á frekari rannsókn á einkavæðingu bankanna. Hann telji ekki þörf á slíkri rannsókn nema ný gögn komi fram. „Í stað þess að við förum að ana hér út í mikla rannsókn og kostnaðarsama. Án þess að vita raunverulega hvert við erum að fara og hvert þetta muni leiða okkur,“ sagði Brynjar. Fyrir liggur þingsályktunartillaga frá Alþingi sem samþykkt var árið 2012 um að rannsaka þurfi betur en gert var af Rannsóknarnefnd Alþingis árið 2010, einkavæðingu ríkisbankanna allra. Svandís Svavarsdóttir þingflokksformaður Vinstri grænna vitnaði til orða Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra í vikunni um að hann sæi ekki þörf á frekari rannsókn á þessum málum og að formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar teldi að nýjar upplýsingar þyrftu að koma fram til að slík rannsókn hæfist. „Þær eru þessi skýrsla hér. Þær eru skýrslan um blekkingarnar. Enda liggur það nú fyrir eftir fyrirspurnatímann í dag og eru stærstu tíðindin í umræðunni hér að það er meirihluti á Alþingi með því að taka til við rannsókn á einkavæðingu bankanna í heild í samræmi við umrædda þingsályktunartillögu. Næstu skref eru því að taka til starfa í samræmi við þann vilja þótt formaður Sjálfstæðisflokksins og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar hafi talað gegn því,“ sagði Svandís Svavarsdóttir.
Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Erlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fleiri fréttir Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Sjá meira