Enski boltinn

Lukaku og Howe bestir í mars

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Lukaku skoraði fjögur mörk í mars.
Lukaku skoraði fjögur mörk í mars. vísir/getty
Romelu Lukaku, framherji Everton, var valinn leikmaður mars-mánaðar í ensku úrvalsdeildinni. Eddie Howe, knattspyrnustjóri Bournemouth, var útnefndur stjóri mánaðarins.

Lukaku skoraði fjögur mörk og lagði upp eitt mark í þremur leikjum í mars. Belginn skoraði fyrra mark Everton í 3-2 tapi fyrir Tottenham, skoraði og lagði upp í 3-0 sigri á West Brom og skoraði svo tvívegis í 4-0 sigri á Hull City.

Þetta er í fyrsta sinn sem Lukaku er valinn leikmaður mánaðarins í ensku úrvalsdeildinni.

Undir stjórn Howes vann Bournemouth tvo af þremur leikjum sínum í mars og gerði eitt jafntefli. Þessi sjö stig skiluðu Bournemouth upp í 11. sæti deildarinnar.

Þá var mark Andros Townsend í 2-0 sigri Crystal Palace á West Brom valið mark mánaðarins. Markið má sjá hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×