Draumurinn er að eignast barn Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 31. mars 2017 19:47 Myndband þar sem Ástrós Rut Sigurðardóttir lýsir þeim mikla kostnaði sem hún og krabbameinsveikur maður hennar þurfa að standa undir vegna veikinda hans hefur farið víða um samfélags- og fréttamiðla síðasta sólarhringinn. Bjarki Már Sigvaldason er 29 ára, hann greindist með fjórða stigs illkynja ristilkrabbamein fyrir fimm árum sem dreifði sér í lungu og heila. Hann hefur farið í margar skurðaðgerðir, lyfja - og geislameðferðir.Bjarki hefur farið í gegnum erfiðar skurðaðgerðir og lyfjameðferðir síðustu ár.mynd/ársKrabbameinið er ólæknandi og telst það kraftaverk að Bjarki sé enn á lífi. Heilbrigðisráðherra hefur tjáð sig um málið og sagt að með nýju greiðsluþátttökukerfi sem tekur gildi 1.maí muni greiðsluþak koma í veg fyrir að öryrkjar borgi meira en fimmtíu þúsund krónur á ári. Ástrós segir greiðsluþak vissulega vera skref í rétta átt en ekki duga fyrir þá sem eru að berjast fyrir lífi sínu á örokubótum „Það eru margir öryrkjar sem hafa ekki efni á að borga 50-70 þúsund á ári. Þú þarft að borga leigu, mat og lyf. Þá eru 50-70 þúsund ansi mikið. Mér finnst ekki rétt að langveikt fólk sé að taka upp veskið til að berjast fyrir lífi sínu," segir Ástrós og bendir á að fyrir utan beinan kostnað hlaupi óbeinn kostnaður á mörgum milljónum. Bjarki hafi til að mynda ekki unnið í fimm ár og hún hafi sjálf tekið sér frí í tvö ár til að geta sinnt honum. „Við fengum styrk frá fjölskyldu og vinum svo ég gæti verið heima og verið til staðar. Stundum var það upp á líf og dauða. Stundum þurfti ég virkilega að vera heima því maðurinn minn var verulega hætt kominn. Ég er þakklát fyrir að hafa getað það - en ég fékk ekkert frá ríkinu. Þetta voru bara vinir, ættingjar og fjölskyldan sem stóðu saman og hjálpaði okkur." Ástrós segir svona veikindi taka sinn toll af sambandinu, andlegu hliðinni og líkamlegu. En ekki síst fjárhagslega.Ástrós hefur verið í glasafrjóvgunarmeðferð og á næstu vikum verður fósturvísir settur upp. Meðferðin hefur kostað parið um 650 þúsund krónur.mynd/árs„Við getum til dæmis ekki keypt okkur íbúð. Í fyrsta lagi getum við ekki lagt fyrir og í öðru lagi þá er maðurinn minn aldrei að fara að komast í gegnum greiðslumat, verandi með fjórða stigs krabbamein. Bankinn er aldrei að fara lána tuttugu milljónir til manns sem er mjög líklega að fara að deyja," segir hún. Eftir fjögurra ára umhugsun ákvað parið að reyna að eignast barn. Ástrós segir ákvörðunina hafa verið mikið til í hennar höndum enda muni umsjá barnsins liggja mest hjá henni. Vegna lyfjameðferða Bjarka mega þau ekki eignast barn með náttúrulegum hætti enda 95 prósent líkur á að barnið yrði fjölfatlað. Þau þurftu því að láta frysta sæði og fara í glasafrjóvgunarmeðferð. „Það er búið að kosta okkur á bilinu 600-650 þúsund. Ég fékk engan afslátt, ríkið niðurgreiðir ekki meðferðina. Við þurftum algjörlega að borga fullt verð. En við trúum enn á kraftaverk og ákváðum að setja lífið í fyrsta sæti og veikindin í annað sæti. Njóta þess að vera til og lifa. Það er kannski þess vegna sláandi hvað við erum að borga mikið fyrir það. En við ákváðum samt að láta draum okkar rætast og draumur okkar er að eignast barn." Tengdar fréttir Heilbrigðisráðherra: „Það er þyngra en tárum taki að heyra þessa sögu“ Óttar Proppé heilbrigðisráðherra segir sögu Ástrósar Rutar og Bjarka Más vera harmleik. 30. mars 2017 21:47 Einlægt ákall Ástrósar: „Það er verið að misnota fársjúkan mann“ Myndband Ástrósar Rutar Sigurðardóttur hefur vakið mikla athygli í kvöld 30. mars 2017 19:30 Þjóðin í áfalli eftir ákall Ástrósar: „Ógeðslegt samfélag sem níðist á sínum minnstu bræðrum“ Ástrós Rut Sigurðardóttir vakti gríðarlega athygli í íslenskum miðlum og á Facebook í gær en hún birti myndband sem snerti greinilega við landanum. 31. mars 2017 10:45 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Fleiri fréttir Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Sjá meira
Myndband þar sem Ástrós Rut Sigurðardóttir lýsir þeim mikla kostnaði sem hún og krabbameinsveikur maður hennar þurfa að standa undir vegna veikinda hans hefur farið víða um samfélags- og fréttamiðla síðasta sólarhringinn. Bjarki Már Sigvaldason er 29 ára, hann greindist með fjórða stigs illkynja ristilkrabbamein fyrir fimm árum sem dreifði sér í lungu og heila. Hann hefur farið í margar skurðaðgerðir, lyfja - og geislameðferðir.Bjarki hefur farið í gegnum erfiðar skurðaðgerðir og lyfjameðferðir síðustu ár.mynd/ársKrabbameinið er ólæknandi og telst það kraftaverk að Bjarki sé enn á lífi. Heilbrigðisráðherra hefur tjáð sig um málið og sagt að með nýju greiðsluþátttökukerfi sem tekur gildi 1.maí muni greiðsluþak koma í veg fyrir að öryrkjar borgi meira en fimmtíu þúsund krónur á ári. Ástrós segir greiðsluþak vissulega vera skref í rétta átt en ekki duga fyrir þá sem eru að berjast fyrir lífi sínu á örokubótum „Það eru margir öryrkjar sem hafa ekki efni á að borga 50-70 þúsund á ári. Þú þarft að borga leigu, mat og lyf. Þá eru 50-70 þúsund ansi mikið. Mér finnst ekki rétt að langveikt fólk sé að taka upp veskið til að berjast fyrir lífi sínu," segir Ástrós og bendir á að fyrir utan beinan kostnað hlaupi óbeinn kostnaður á mörgum milljónum. Bjarki hafi til að mynda ekki unnið í fimm ár og hún hafi sjálf tekið sér frí í tvö ár til að geta sinnt honum. „Við fengum styrk frá fjölskyldu og vinum svo ég gæti verið heima og verið til staðar. Stundum var það upp á líf og dauða. Stundum þurfti ég virkilega að vera heima því maðurinn minn var verulega hætt kominn. Ég er þakklát fyrir að hafa getað það - en ég fékk ekkert frá ríkinu. Þetta voru bara vinir, ættingjar og fjölskyldan sem stóðu saman og hjálpaði okkur." Ástrós segir svona veikindi taka sinn toll af sambandinu, andlegu hliðinni og líkamlegu. En ekki síst fjárhagslega.Ástrós hefur verið í glasafrjóvgunarmeðferð og á næstu vikum verður fósturvísir settur upp. Meðferðin hefur kostað parið um 650 þúsund krónur.mynd/árs„Við getum til dæmis ekki keypt okkur íbúð. Í fyrsta lagi getum við ekki lagt fyrir og í öðru lagi þá er maðurinn minn aldrei að fara að komast í gegnum greiðslumat, verandi með fjórða stigs krabbamein. Bankinn er aldrei að fara lána tuttugu milljónir til manns sem er mjög líklega að fara að deyja," segir hún. Eftir fjögurra ára umhugsun ákvað parið að reyna að eignast barn. Ástrós segir ákvörðunina hafa verið mikið til í hennar höndum enda muni umsjá barnsins liggja mest hjá henni. Vegna lyfjameðferða Bjarka mega þau ekki eignast barn með náttúrulegum hætti enda 95 prósent líkur á að barnið yrði fjölfatlað. Þau þurftu því að láta frysta sæði og fara í glasafrjóvgunarmeðferð. „Það er búið að kosta okkur á bilinu 600-650 þúsund. Ég fékk engan afslátt, ríkið niðurgreiðir ekki meðferðina. Við þurftum algjörlega að borga fullt verð. En við trúum enn á kraftaverk og ákváðum að setja lífið í fyrsta sæti og veikindin í annað sæti. Njóta þess að vera til og lifa. Það er kannski þess vegna sláandi hvað við erum að borga mikið fyrir það. En við ákváðum samt að láta draum okkar rætast og draumur okkar er að eignast barn."
Tengdar fréttir Heilbrigðisráðherra: „Það er þyngra en tárum taki að heyra þessa sögu“ Óttar Proppé heilbrigðisráðherra segir sögu Ástrósar Rutar og Bjarka Más vera harmleik. 30. mars 2017 21:47 Einlægt ákall Ástrósar: „Það er verið að misnota fársjúkan mann“ Myndband Ástrósar Rutar Sigurðardóttur hefur vakið mikla athygli í kvöld 30. mars 2017 19:30 Þjóðin í áfalli eftir ákall Ástrósar: „Ógeðslegt samfélag sem níðist á sínum minnstu bræðrum“ Ástrós Rut Sigurðardóttir vakti gríðarlega athygli í íslenskum miðlum og á Facebook í gær en hún birti myndband sem snerti greinilega við landanum. 31. mars 2017 10:45 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Fleiri fréttir Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Sjá meira
Heilbrigðisráðherra: „Það er þyngra en tárum taki að heyra þessa sögu“ Óttar Proppé heilbrigðisráðherra segir sögu Ástrósar Rutar og Bjarka Más vera harmleik. 30. mars 2017 21:47
Einlægt ákall Ástrósar: „Það er verið að misnota fársjúkan mann“ Myndband Ástrósar Rutar Sigurðardóttur hefur vakið mikla athygli í kvöld 30. mars 2017 19:30
Þjóðin í áfalli eftir ákall Ástrósar: „Ógeðslegt samfélag sem níðist á sínum minnstu bræðrum“ Ástrós Rut Sigurðardóttir vakti gríðarlega athygli í íslenskum miðlum og á Facebook í gær en hún birti myndband sem snerti greinilega við landanum. 31. mars 2017 10:45