Einlægt ákall Ástrósar: „Það er verið að misnota fársjúkan mann“ Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 30. mars 2017 19:30 Myndband Ástrósar Rutar Sigurðardóttur hefur vakið mikla athygli í kvöld Mynd/Skjáskot/Ástrós Rut „Þegar manneskja greinist með krabbamein þá á hún ekki að vera að borga fyrir lyfin sín, hún á ekki að vera að borga fyrir að hitta lækni í korter. Það er verið að misnota manninn minn og það er búið að vera að gera það í mörg ár,“ segir Ástrós Rut Sigurðardóttir, í myndbandi sem hún birti á Facebook síðu sinni fyrr í kvöld sem hefur vakið mikla athygli. Ástrós er varaformaður Krafts, félags ungs fólks sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur. Í myndbandinu vekur hún máls á gríðarlegum lækniskostnaði sem hún og maður hennar, Bjarki Már Sigvaldsson, hafa þurft að greiða vegna veikinda hans en Bjarki Már greindist með ristilkrabbamein í árslok 2012. „Hann er með ólæknandi krabbamein. Við þurfum kraftaverk til að hann lifi þetta af. Við reynum að gera eins og við getum til að lengja líf hans en eins og í dag getum við ekki keypt okkur íbúð, við getum ekki lagt fyrir. Það er rosalega lítið af hlutum sem við getum leyft okkur vegna þess að maðurinn minn er veikur og vegna þess að kerfið, íslenska kerfið, býður ekki upp á betra líf fyrir veikt fólk,“ segir Ástrós Rut í samtali við Vísi. Hún segist vonsvikin yfir því að núverandi ríkisstjórn hafi ekki staðið við kosningaloforð um bætt heilbrigðiskerfi. „Þegar allir flokkarnir voru í bullandi framboði þá voru þeir að lofa öllu fögru. Eins og Björt framtíð, þau lofuðu öllu fögru í sambandi við betra heilbrigðiskerfi og að minnka kostnað sjúklinga og það er bara ofboðslega lítið búið að breytast. Mér finnst rosalega lítil áhersla lögð á að betrumbæta líf öryrkja. Öryrkjar eru líka fólk sem er með lífshættulega sjúkdóma eins og maðurinn minn, fólk sem á ekki langt eftir. Það er að borga til síðasta dags háar upphæðir fyrir lyf og fyrir það að hitta lækninn sinn. Mér finnst þetta bara svo ofboðslega rangt,“ segir Ástrós. „Ég veit alveg að maður tekur upp veskið í hvert skipti sem maður fer í apótekið eða fer í læknisheimsókn en maður er bara búinn að borga þegjandi og hljóðalaust og helst með lokuð augun. En þegar maður sér þetta allt í einu og sér heildarsummuna og sér allt sem maður hefur greitt þá verður maður frekar reiður og sár.“Myndband Ástrósar má sjá í spilaranum hér að neðan. Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
„Þegar manneskja greinist með krabbamein þá á hún ekki að vera að borga fyrir lyfin sín, hún á ekki að vera að borga fyrir að hitta lækni í korter. Það er verið að misnota manninn minn og það er búið að vera að gera það í mörg ár,“ segir Ástrós Rut Sigurðardóttir, í myndbandi sem hún birti á Facebook síðu sinni fyrr í kvöld sem hefur vakið mikla athygli. Ástrós er varaformaður Krafts, félags ungs fólks sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur. Í myndbandinu vekur hún máls á gríðarlegum lækniskostnaði sem hún og maður hennar, Bjarki Már Sigvaldsson, hafa þurft að greiða vegna veikinda hans en Bjarki Már greindist með ristilkrabbamein í árslok 2012. „Hann er með ólæknandi krabbamein. Við þurfum kraftaverk til að hann lifi þetta af. Við reynum að gera eins og við getum til að lengja líf hans en eins og í dag getum við ekki keypt okkur íbúð, við getum ekki lagt fyrir. Það er rosalega lítið af hlutum sem við getum leyft okkur vegna þess að maðurinn minn er veikur og vegna þess að kerfið, íslenska kerfið, býður ekki upp á betra líf fyrir veikt fólk,“ segir Ástrós Rut í samtali við Vísi. Hún segist vonsvikin yfir því að núverandi ríkisstjórn hafi ekki staðið við kosningaloforð um bætt heilbrigðiskerfi. „Þegar allir flokkarnir voru í bullandi framboði þá voru þeir að lofa öllu fögru. Eins og Björt framtíð, þau lofuðu öllu fögru í sambandi við betra heilbrigðiskerfi og að minnka kostnað sjúklinga og það er bara ofboðslega lítið búið að breytast. Mér finnst rosalega lítil áhersla lögð á að betrumbæta líf öryrkja. Öryrkjar eru líka fólk sem er með lífshættulega sjúkdóma eins og maðurinn minn, fólk sem á ekki langt eftir. Það er að borga til síðasta dags háar upphæðir fyrir lyf og fyrir það að hitta lækninn sinn. Mér finnst þetta bara svo ofboðslega rangt,“ segir Ástrós. „Ég veit alveg að maður tekur upp veskið í hvert skipti sem maður fer í apótekið eða fer í læknisheimsókn en maður er bara búinn að borga þegjandi og hljóðalaust og helst með lokuð augun. En þegar maður sér þetta allt í einu og sér heildarsummuna og sér allt sem maður hefur greitt þá verður maður frekar reiður og sár.“Myndband Ástrósar má sjá í spilaranum hér að neðan.
Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira