Þjóðin í áfalli eftir ákall Ástrósar: „Ógeðslegt samfélag sem níðist á sínum minnstu bræðrum“ Stefán Árni Pálsson skrifar 31. mars 2017 10:45 Myndband Ástrósar hefur fengið gríðarleg viðbrögð Ástrós Rut Sigurðardóttir vakti gríðarlega athygli í íslenskum miðlum og á Facebook í gær en hún birti myndband sem snerti greinilega við landanum. Í myndbandinu vekur hún máls á gríðarlegum lækniskostnaði sem hún og maður hennar, Bjarki Már Sigvaldsson, hafa þurft að greiða vegna veikinda hans en Bjarki Már greindist með ristilkrabbamein í árslok 2012. „Hann er með ólæknandi krabbamein. Við þurfum kraftaverk til að hann lifi þetta af. Við reynum að gera eins og við getum til að lengja líf hans en eins og í dag getum við ekki keypt okkur íbúð, við getum ekki lagt fyrir. Það er rosalega lítið af hlutum sem við getum leyft okkur vegna þess að maðurinn minn er veikur og vegna þess að kerfið, íslenska kerfið, býður ekki upp á betra líf fyrir veikt fólk,“ sagði Ástrós Rut í samtali við Vísi. Sjá einnig: Einlægt ákall Ástrósar: „Það er verið að misnota fársjúkan mann“ Þegar þessi frétt er skrifuð hefur verið horft á myndbandið 240 þúsund sinnum. Viðbrögðin við myndbandinu voru rosaleg, og þá sérstaklega á Facebook og blöskraði Íslendingum greinilega. Hér að neðan má sjá nokkrar vel valdar færslur þar sem sjá má hvernig myndbandið snerti fólk hér á landi. Útvarpsmaðurinn Heimir Karlsson á Bylgjunni segir meðal annars; „Jæja. Er ekki kominn tími til að breyta áherslunum í samfélagi okkar og þó fyrr hefði verið. Skammsýni, eiginhagsmunasemi, hreppapólitík, klíkuskapur og græðgi hafa fengið að ráða alltof lengi. Ísland á að ,,funkera" fyrir ALLA sem hér búa, ekki bara einhverja útvalda. Og svo er farið svona með sjúklingana. Er nema von að margt ungt fólk sjái ekki fyrir sér framtíðina á Íslandi.“ Hér að neðan má hlusta á viðtalið við Ástrósu í Bítinu á Bylgjunni í morgun Hér að neðan má síðan sjá myndbandið sem Ástrós birti seinnipartinn í gær á Facebook. Mest lesið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Lífið Upplifa oft von í fyrsta sinn á Vík Lífið samstarf Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Grillað nachos fyrir partíið og pallinn í góða veðrinu Lífið samstarf Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Fleiri fréttir Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper Sjá meira
Ástrós Rut Sigurðardóttir vakti gríðarlega athygli í íslenskum miðlum og á Facebook í gær en hún birti myndband sem snerti greinilega við landanum. Í myndbandinu vekur hún máls á gríðarlegum lækniskostnaði sem hún og maður hennar, Bjarki Már Sigvaldsson, hafa þurft að greiða vegna veikinda hans en Bjarki Már greindist með ristilkrabbamein í árslok 2012. „Hann er með ólæknandi krabbamein. Við þurfum kraftaverk til að hann lifi þetta af. Við reynum að gera eins og við getum til að lengja líf hans en eins og í dag getum við ekki keypt okkur íbúð, við getum ekki lagt fyrir. Það er rosalega lítið af hlutum sem við getum leyft okkur vegna þess að maðurinn minn er veikur og vegna þess að kerfið, íslenska kerfið, býður ekki upp á betra líf fyrir veikt fólk,“ sagði Ástrós Rut í samtali við Vísi. Sjá einnig: Einlægt ákall Ástrósar: „Það er verið að misnota fársjúkan mann“ Þegar þessi frétt er skrifuð hefur verið horft á myndbandið 240 þúsund sinnum. Viðbrögðin við myndbandinu voru rosaleg, og þá sérstaklega á Facebook og blöskraði Íslendingum greinilega. Hér að neðan má sjá nokkrar vel valdar færslur þar sem sjá má hvernig myndbandið snerti fólk hér á landi. Útvarpsmaðurinn Heimir Karlsson á Bylgjunni segir meðal annars; „Jæja. Er ekki kominn tími til að breyta áherslunum í samfélagi okkar og þó fyrr hefði verið. Skammsýni, eiginhagsmunasemi, hreppapólitík, klíkuskapur og græðgi hafa fengið að ráða alltof lengi. Ísland á að ,,funkera" fyrir ALLA sem hér búa, ekki bara einhverja útvalda. Og svo er farið svona með sjúklingana. Er nema von að margt ungt fólk sjái ekki fyrir sér framtíðina á Íslandi.“ Hér að neðan má hlusta á viðtalið við Ástrósu í Bítinu á Bylgjunni í morgun Hér að neðan má síðan sjá myndbandið sem Ástrós birti seinnipartinn í gær á Facebook.
Mest lesið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Lífið Upplifa oft von í fyrsta sinn á Vík Lífið samstarf Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Grillað nachos fyrir partíið og pallinn í góða veðrinu Lífið samstarf Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Fleiri fréttir Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper Sjá meira