Ef ég væri Heimir myndi ég setja mig í liðið Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 22. mars 2017 06:00 Emil á EM síðasta sumar. vísir/getty Emil Hallfreðsson viðurkennir sjálfur að þrátt fyrir mikla velgengni íslenska landsliðsins á EM í sumar hafi hann ekki upplifað persónulega velgengni. Hann var aldrei í byrjunarliði Íslands og kom aðeins við sögu í 1-1 jafnteflinu gegn Ungverjalandi í Marseille. „Ég bíð bara eftir mínu tækifæri og er ekkert að væla yfir minni stöðu. Þegar tækifærið kemur verð ég að nýta það,“ sagði Emil fyrir æfingu íslenska landsliðsins á heimavelli Parma, hinum sögufræga Stadio Ennio Tardini, í gær. „Hér er frábært að vera. Mér líður eins og heima hjá mér á Ítalíu og það er gaman að koma til nýrra borga og vera þar í nokkra daga,“ segir Emil sem hefur þó spilað nokkrum sinnum á Il Tardini, áður en félagið varð gjaldþrota árið 2015 og var dæmt niður í D-deildina. „Það er allt til alls hjá okkur. Við erum hér í afar góðu yfirlæti – fáum að æfa á heimavelli Parma og erum á fínu hóteli sem er vant því að taka á móti fótboltaliðum.“Ánægður þar sem ég er Emil er á mála hjá Udinese sem er í tólfta sæti ítölsku 1. deildarinnar. Liðið hefur unnið síðustu tvo leiki sína og gerði þar á undan sterkt 1-1 jafntefli við Ítalíumeistara og topplið Juventus. Emil er í stóru hlutverki á miðju Udinese. „Það er búið að ganga vel. Ég er að spila alla leiki og eftir þrjá taplausa leiki í röð erum við að horfa til þess að komast ofar í töflunni,“ segir Emil. „Leikstíll liðsins hentar mér ágætlega. Ég hef að undanförnu verið að spila sem djúpur miðjumaður og er því að læra á nýja stöðu. Ég hef oftast verið í sókndjarfara hlutverki en þetta á ágætlega við mig og ég er ánægður á þeim stað sem ég er á.“Emil er klár í slaginn gegn Kósóvó.Nordicphotos/GettyEkki allir sem aðlagast Emil hefur verið atvinnumaður undanfarin tólf ár og er að spila með þriðja liði sínu á Ítalíu, þar sem hann hefur verið langstærstan hluta ferilsins. Hann var í fimm ár hjá Hellas Verona áður en hann gekk í raðir Udinese í sumar. Hafnfirðingurinn verður 33 ára í sumar og á rúmt ár eftir af samningi sínum. Heima á Íslandi fær ítalska úrvalsdeildin oft minni athygli en hinar stóru deildirnar í Evrópu og Emil hefur sjálfur orðið var við það. „Ítalía er ein stærsta deild í heimi og mjög erfið. Það eru ekki allir sem ná að aðlagast ítölsku taktíkinni og hvernig þeir vilja að leikurinn sé spilaður. En þetta er líka hörkuskemmtileg deild. Fólk þekkir örugglega vel hversu sterk ítalska deildin er en kannski átta ekki allir sig á því að það er ekki daglegt brauð að Íslendingur sé að spila í Serie A,“ segir Emil. Ísland mætir Kósóvó í undankeppni HM 2018 á föstudag. Leikurinn hefur mikla þýðingu fyrir Ísland sem þarf helst á þremur stigum að halda. Emil, sem hefur oftar en ekki verið í hlutverki varamannsins með íslenska landsliðinu síðustu misserin, gæti fengið stærra hlutverk nú vegna forfalla nokkurra lykilmanna. „Ef ég væri Heimir [Hallgrímsson] myndi ég setja mig í byrjunarliðið,“ sagði hann í léttum dúr. „Ég tel mig sýna og sanna í hverri viku hér á Ítalíu að ég geti spilað með íslenska landsliðinu. Þegar tækifærið kemur þá reyni ég bara að nýta það.“ HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Grindavík á lífi eftir dramatíska endurkomu Körfubolti Í beinni: Valur - Afturelding | Leikur upp á líf og dauða Handbolti Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Juventus-parið hætt saman Fótbolti Fleiri fréttir De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Sjá meira
Emil Hallfreðsson viðurkennir sjálfur að þrátt fyrir mikla velgengni íslenska landsliðsins á EM í sumar hafi hann ekki upplifað persónulega velgengni. Hann var aldrei í byrjunarliði Íslands og kom aðeins við sögu í 1-1 jafnteflinu gegn Ungverjalandi í Marseille. „Ég bíð bara eftir mínu tækifæri og er ekkert að væla yfir minni stöðu. Þegar tækifærið kemur verð ég að nýta það,“ sagði Emil fyrir æfingu íslenska landsliðsins á heimavelli Parma, hinum sögufræga Stadio Ennio Tardini, í gær. „Hér er frábært að vera. Mér líður eins og heima hjá mér á Ítalíu og það er gaman að koma til nýrra borga og vera þar í nokkra daga,“ segir Emil sem hefur þó spilað nokkrum sinnum á Il Tardini, áður en félagið varð gjaldþrota árið 2015 og var dæmt niður í D-deildina. „Það er allt til alls hjá okkur. Við erum hér í afar góðu yfirlæti – fáum að æfa á heimavelli Parma og erum á fínu hóteli sem er vant því að taka á móti fótboltaliðum.“Ánægður þar sem ég er Emil er á mála hjá Udinese sem er í tólfta sæti ítölsku 1. deildarinnar. Liðið hefur unnið síðustu tvo leiki sína og gerði þar á undan sterkt 1-1 jafntefli við Ítalíumeistara og topplið Juventus. Emil er í stóru hlutverki á miðju Udinese. „Það er búið að ganga vel. Ég er að spila alla leiki og eftir þrjá taplausa leiki í röð erum við að horfa til þess að komast ofar í töflunni,“ segir Emil. „Leikstíll liðsins hentar mér ágætlega. Ég hef að undanförnu verið að spila sem djúpur miðjumaður og er því að læra á nýja stöðu. Ég hef oftast verið í sókndjarfara hlutverki en þetta á ágætlega við mig og ég er ánægður á þeim stað sem ég er á.“Emil er klár í slaginn gegn Kósóvó.Nordicphotos/GettyEkki allir sem aðlagast Emil hefur verið atvinnumaður undanfarin tólf ár og er að spila með þriðja liði sínu á Ítalíu, þar sem hann hefur verið langstærstan hluta ferilsins. Hann var í fimm ár hjá Hellas Verona áður en hann gekk í raðir Udinese í sumar. Hafnfirðingurinn verður 33 ára í sumar og á rúmt ár eftir af samningi sínum. Heima á Íslandi fær ítalska úrvalsdeildin oft minni athygli en hinar stóru deildirnar í Evrópu og Emil hefur sjálfur orðið var við það. „Ítalía er ein stærsta deild í heimi og mjög erfið. Það eru ekki allir sem ná að aðlagast ítölsku taktíkinni og hvernig þeir vilja að leikurinn sé spilaður. En þetta er líka hörkuskemmtileg deild. Fólk þekkir örugglega vel hversu sterk ítalska deildin er en kannski átta ekki allir sig á því að það er ekki daglegt brauð að Íslendingur sé að spila í Serie A,“ segir Emil. Ísland mætir Kósóvó í undankeppni HM 2018 á föstudag. Leikurinn hefur mikla þýðingu fyrir Ísland sem þarf helst á þremur stigum að halda. Emil, sem hefur oftar en ekki verið í hlutverki varamannsins með íslenska landsliðinu síðustu misserin, gæti fengið stærra hlutverk nú vegna forfalla nokkurra lykilmanna. „Ef ég væri Heimir [Hallgrímsson] myndi ég setja mig í byrjunarliðið,“ sagði hann í léttum dúr. „Ég tel mig sýna og sanna í hverri viku hér á Ítalíu að ég geti spilað með íslenska landsliðinu. Þegar tækifærið kemur þá reyni ég bara að nýta það.“
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Grindavík á lífi eftir dramatíska endurkomu Körfubolti Í beinni: Valur - Afturelding | Leikur upp á líf og dauða Handbolti Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Juventus-parið hætt saman Fótbolti Fleiri fréttir De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Sjá meira