Fáir sjúkdómar jafn smitandi og mislingar Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 22. mars 2017 13:30 Formaður Félags íslenskra barnalækna, segir mikilvægt að fólk láti bólusetja börnin sín samkvæmt ráðleggingum. Vísir Valtýr Stefánsson Thors, formaður Félags íslenskra barnalækna, segir mikilvægt að fólk láti bólusetja börnin sín samkvæmt ráðleggingum. Hann segir fáa sjúkdóma vera jafn smitandi og mislingar. Mislingar hafa verið staðfestir í níu mánaða gömlu barni hér á landi. Barnið hafði dvalist með fjölskyldu sinni í Tælandi og kom til landsins 2. mars, en veiktist 14. mars síðastliðinn. Barnið er óbólusett vegna ungs aldurs. Valtýr segir að ráðlagt sé að bólusetja börn undir eins árs aldri, séu þau á leið til landsvæða þar sem mislingar eru algengir. „Það reyndar er þannig að ef börn sem eru ekki komin með aldur til að fá mislingabólusetninguna hér á landi og eru að ferðast til landsvæða þar sem mislingar eru landlægir eða faraldrar eru í gangi, þá er fólki ráðlagt að láta bólusetja börnin hafi þau náð níu mánaða aldri. En ef börnin eru ekki orðin eins árs til dæmis, eins og þetta barn, þá þarf bara að bólusetja svo aftur þegar barnið er orðið 18 mánaða gamalt. Þá telur þessi bólusetning ekki með, þetta er í raun bara aukabólusetning,“ segir Valtýr í samtali við Vísi. „Þetta vekur upp þessa umræðu um bólusetningar á Íslandi. Það eru ákveðnir hópar foreldra sem velja að láta ekki bólusetja börnin sín en þessir hópar eru mjög litlir á íslandi. Langflestir foreldrar á Íslandi láta bólusetja börnin sín samkvæmt ráðleggingum. Þannig að þetta er ekki stórt vandamál á Íslandi.“Sjá einnig: Sóttvarnarlæknir hefur áhyggjur af útbreiðslu mislinga hér á landi Valtýr segir að fáir sjúkdómar séu jafn smitandi og mislingar og að neikvæð viðhorf til bólusetninga smitist til Íslands erlendis frá. „Hins vegar er þessi umræða mjög reglulega í gangi og það eru mjög stórir og sterkir hópar erlendis sem fara mikinn á samfélagsmiðlum og auðvitað smitast þetta hingað til Íslands. Þannig að við höfum af þessu áhyggjur. Þetta tilfelli styrkir þær áhyggjur að mislingar eru, þó þeir séu ekki landlægir á Íslandi þá eru þeir það víða. Ef eitt tilfelli af mislingum kemur upp á Íslandi, það eru fáir sjúkdómar sem eru jafn smitandi og mislingar. Þannig að ef það er talsverður hópur á Íslandi sem er óbólusettur á Íslandi, einhverra hluta vegna, þá getur komið upp faraldur.“Er það líklegt í þessu tilfelli? „Nei, það er ekki líklegt. Ástæðan er einfaldlega sú að það eru flest börn bólusett og þau sem eru ekki nógu gömul til að vera bólusett eru, í flestum tilfellum, varin með mótefni frá móður fyrstu sex mánuðina sirka. En hins vegar, þau börn sem eru ekki bólusett, af hvaða orsökum sem það kann að vera, þau eru í hættu á að smitast og svo fullorðnir sem hafa ekki fengið mislinga. Þetta endurspeglar ekki vandamálið en þetta vekur upp þessa umræðu. Við þurfum að vera á varðbergi og við þurfum að halda áfram að ræða um mikilvægi þess að fólk bólusetji börnin sín, eins og ráðlagt er.“ Tengdar fréttir Íslenskt barn greint með mislinga Níu mánaða barn greindist með mislinga. 21. mars 2017 16:18 Sóttvarnarlæknir hefur áhyggjur af útbreiðslu mislinga hér á landi Mislingar hafa verið staðfestir í níu mánaða gömlu barni hér á landi. Sóttvarnalæknir hefur áhyggjur af því að sjúkdómurinn geti breiðst út og segir mikilvægt að allir séu bólusettir. 21. mars 2017 20:00 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Fleiri fréttir Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Sjá meira
Valtýr Stefánsson Thors, formaður Félags íslenskra barnalækna, segir mikilvægt að fólk láti bólusetja börnin sín samkvæmt ráðleggingum. Hann segir fáa sjúkdóma vera jafn smitandi og mislingar. Mislingar hafa verið staðfestir í níu mánaða gömlu barni hér á landi. Barnið hafði dvalist með fjölskyldu sinni í Tælandi og kom til landsins 2. mars, en veiktist 14. mars síðastliðinn. Barnið er óbólusett vegna ungs aldurs. Valtýr segir að ráðlagt sé að bólusetja börn undir eins árs aldri, séu þau á leið til landsvæða þar sem mislingar eru algengir. „Það reyndar er þannig að ef börn sem eru ekki komin með aldur til að fá mislingabólusetninguna hér á landi og eru að ferðast til landsvæða þar sem mislingar eru landlægir eða faraldrar eru í gangi, þá er fólki ráðlagt að láta bólusetja börnin hafi þau náð níu mánaða aldri. En ef börnin eru ekki orðin eins árs til dæmis, eins og þetta barn, þá þarf bara að bólusetja svo aftur þegar barnið er orðið 18 mánaða gamalt. Þá telur þessi bólusetning ekki með, þetta er í raun bara aukabólusetning,“ segir Valtýr í samtali við Vísi. „Þetta vekur upp þessa umræðu um bólusetningar á Íslandi. Það eru ákveðnir hópar foreldra sem velja að láta ekki bólusetja börnin sín en þessir hópar eru mjög litlir á íslandi. Langflestir foreldrar á Íslandi láta bólusetja börnin sín samkvæmt ráðleggingum. Þannig að þetta er ekki stórt vandamál á Íslandi.“Sjá einnig: Sóttvarnarlæknir hefur áhyggjur af útbreiðslu mislinga hér á landi Valtýr segir að fáir sjúkdómar séu jafn smitandi og mislingar og að neikvæð viðhorf til bólusetninga smitist til Íslands erlendis frá. „Hins vegar er þessi umræða mjög reglulega í gangi og það eru mjög stórir og sterkir hópar erlendis sem fara mikinn á samfélagsmiðlum og auðvitað smitast þetta hingað til Íslands. Þannig að við höfum af þessu áhyggjur. Þetta tilfelli styrkir þær áhyggjur að mislingar eru, þó þeir séu ekki landlægir á Íslandi þá eru þeir það víða. Ef eitt tilfelli af mislingum kemur upp á Íslandi, það eru fáir sjúkdómar sem eru jafn smitandi og mislingar. Þannig að ef það er talsverður hópur á Íslandi sem er óbólusettur á Íslandi, einhverra hluta vegna, þá getur komið upp faraldur.“Er það líklegt í þessu tilfelli? „Nei, það er ekki líklegt. Ástæðan er einfaldlega sú að það eru flest börn bólusett og þau sem eru ekki nógu gömul til að vera bólusett eru, í flestum tilfellum, varin með mótefni frá móður fyrstu sex mánuðina sirka. En hins vegar, þau börn sem eru ekki bólusett, af hvaða orsökum sem það kann að vera, þau eru í hættu á að smitast og svo fullorðnir sem hafa ekki fengið mislinga. Þetta endurspeglar ekki vandamálið en þetta vekur upp þessa umræðu. Við þurfum að vera á varðbergi og við þurfum að halda áfram að ræða um mikilvægi þess að fólk bólusetji börnin sín, eins og ráðlagt er.“
Tengdar fréttir Íslenskt barn greint með mislinga Níu mánaða barn greindist með mislinga. 21. mars 2017 16:18 Sóttvarnarlæknir hefur áhyggjur af útbreiðslu mislinga hér á landi Mislingar hafa verið staðfestir í níu mánaða gömlu barni hér á landi. Sóttvarnalæknir hefur áhyggjur af því að sjúkdómurinn geti breiðst út og segir mikilvægt að allir séu bólusettir. 21. mars 2017 20:00 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Fleiri fréttir Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Sjá meira
Sóttvarnarlæknir hefur áhyggjur af útbreiðslu mislinga hér á landi Mislingar hafa verið staðfestir í níu mánaða gömlu barni hér á landi. Sóttvarnalæknir hefur áhyggjur af því að sjúkdómurinn geti breiðst út og segir mikilvægt að allir séu bólusettir. 21. mars 2017 20:00