Sóttvarnarlæknir hefur áhyggjur af útbreiðslu mislinga hér á landi Nadine Guðrún Yaghi skrifar 21. mars 2017 20:00 Mislingar hafa verið staðfestir í níu mánaða gömlu barni hér á landi. Aðeins þrír hafa greinst með sjúkdóminn á síðustu 20 árum og voru það allt óbólusettir einstaklingar. Sóttvarnalæknir hefur áhyggjur af því að sjúkdómurinn geti breiðst út og segir mikilvægt að allir séu bólusettir. Barnið hafði dvalist með fjölskyldu sinn í Taílandi og kom til landsins 2. mars en veiktist 14. mars síðastliðinn með hita, útbrotum og öndunarfæraeinkennum. Leitað var með barnið á bráðamóttöku Barnaspítala Hringsins þann 19. mars síðastliðinn og voru tekin sýni sem staðfestu mislinga. Barnið var óbólusett vegna ungs aldurs. Mislingar er veirusjúkdómur sem er mjög smitandi og einkennist af hita og útbrotum um allan líkamann. Hann getur verið hættulegur og jafnvel valdið dauða. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að þetta sé í þriðja sinn á 20 árum sem mislingar greinast á Íslandi. „Þau hafa öll smitast erlendis, allt óbólusettir einstaklingar,“ segir Þórólfur. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknirVísir/StefánHefur embættið áhyggjur af þessu smiti?„Já, við höfum alltaf ákveðnar áhyggjur af því að mislingar geti breiðst út. Mislingar geta verið alvarlegir en ef að margir einstaklingar eru bólusettir eru litlar líkur á því að við fáum hér einhvern stóran faraldur,“ segir Þórólfur. Þórólfur segir að Landspítalinn og heilsugæsla höfuðborgasvæðisins muni hafa samband við foreldra óbólusettra barna sem hugsanlega gætu hafa smitast af viðkomandi barni. „Þetta níu mánaða barn hefur ekki verið á leikskóla. Það hefur verið heima þannig að það hefur verið með takmarkaðan umgang við önnur börn. Næstu skref eru að finna þá sem hafa hugsanlega komist í tæri við þetta barn meðan það var veikt, rannsaka það og bjóða því bólusetningu ef það er hægt. Og svo fylgjast með fólki vegna þess að það tekur um tólf daga að veikjast. “ Alltaf megi þó gera ráð fyrir því að óbólusettir einstaklingar geti smitast af mislingum. Umrætt barn umgangist fólk því sem minnst. „Barnið er bara heima og er þar í hálfgerðri einangrun. Það er mælst til þess að fólk sé ekki að koma að heimsækja þessa fjölskyldu á meðan veikindin standa yfir. Þetta brýnir okkur í því að hvetja fólk til þess að mæta með sín börn í bólusetningar eins og mælst er til þannig að við getum haldið þessum sjúkdómi frá Íslandi.“ Tengdar fréttir Íslenskt barn greint með mislinga Níu mánaða barn greindist með mislinga. 21. mars 2017 16:18 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Erlent Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Innlent Fleiri fréttir „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Sjá meira
Mislingar hafa verið staðfestir í níu mánaða gömlu barni hér á landi. Aðeins þrír hafa greinst með sjúkdóminn á síðustu 20 árum og voru það allt óbólusettir einstaklingar. Sóttvarnalæknir hefur áhyggjur af því að sjúkdómurinn geti breiðst út og segir mikilvægt að allir séu bólusettir. Barnið hafði dvalist með fjölskyldu sinn í Taílandi og kom til landsins 2. mars en veiktist 14. mars síðastliðinn með hita, útbrotum og öndunarfæraeinkennum. Leitað var með barnið á bráðamóttöku Barnaspítala Hringsins þann 19. mars síðastliðinn og voru tekin sýni sem staðfestu mislinga. Barnið var óbólusett vegna ungs aldurs. Mislingar er veirusjúkdómur sem er mjög smitandi og einkennist af hita og útbrotum um allan líkamann. Hann getur verið hættulegur og jafnvel valdið dauða. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að þetta sé í þriðja sinn á 20 árum sem mislingar greinast á Íslandi. „Þau hafa öll smitast erlendis, allt óbólusettir einstaklingar,“ segir Þórólfur. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknirVísir/StefánHefur embættið áhyggjur af þessu smiti?„Já, við höfum alltaf ákveðnar áhyggjur af því að mislingar geti breiðst út. Mislingar geta verið alvarlegir en ef að margir einstaklingar eru bólusettir eru litlar líkur á því að við fáum hér einhvern stóran faraldur,“ segir Þórólfur. Þórólfur segir að Landspítalinn og heilsugæsla höfuðborgasvæðisins muni hafa samband við foreldra óbólusettra barna sem hugsanlega gætu hafa smitast af viðkomandi barni. „Þetta níu mánaða barn hefur ekki verið á leikskóla. Það hefur verið heima þannig að það hefur verið með takmarkaðan umgang við önnur börn. Næstu skref eru að finna þá sem hafa hugsanlega komist í tæri við þetta barn meðan það var veikt, rannsaka það og bjóða því bólusetningu ef það er hægt. Og svo fylgjast með fólki vegna þess að það tekur um tólf daga að veikjast. “ Alltaf megi þó gera ráð fyrir því að óbólusettir einstaklingar geti smitast af mislingum. Umrætt barn umgangist fólk því sem minnst. „Barnið er bara heima og er þar í hálfgerðri einangrun. Það er mælst til þess að fólk sé ekki að koma að heimsækja þessa fjölskyldu á meðan veikindin standa yfir. Þetta brýnir okkur í því að hvetja fólk til þess að mæta með sín börn í bólusetningar eins og mælst er til þannig að við getum haldið þessum sjúkdómi frá Íslandi.“
Tengdar fréttir Íslenskt barn greint með mislinga Níu mánaða barn greindist með mislinga. 21. mars 2017 16:18 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Erlent Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Innlent Fleiri fréttir „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Sjá meira