Bjarni segir snilli fyrri ríkisstjórnar að koma í ljós Heimir Már Pétursson skrifar 23. mars 2017 12:37 Bjarni Benediktsson er formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra. vísir/ernir Forsætisráðherra segir að viðskipti með hlutabréf kaupþings í Arion banka sýni snildina í skilyrðum sem síðasta ríkisstjórn setti Kaupþingi, sem komi í veg fyrir að kröfuhafar komist með tugi milljarða úr landi með tilheyrandi áfalli fyrir krónuna. Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins spurði Bjarna Benediktsson forsætisráðherra á Alþingi í morgun út í sölu Kaupþings á 29 prósenta hlut í Arion banka, en þeirra á meðal væru vogunarsjóðir sem almennt þættu kvikir fjárfestar. Vitnaði Sigurður Ingi í forsætisráðherra um að þessi kaup væru til marks um traust á aðstæðum á Íslandi. Það væri athyglivert að forsætisráðherra teldi vogunarsjóði öfluga langtíma fjárfesta. „Þá vil ég einnig ynna hann eftir því hvort hann telji það siðferðilega verjandi að einn af sjóðunum sem keypti Arion banka hafi orðið uppvís að stórfelldu misferli í Afríku og hafi þurft að greiða hundruð milljóna dala í sekt fyrir vikið og sé nú kominn með lánshæfismat í ruslflokk. Fyrir utan að vera með slóð eignarhalds upp á 17 prósent í Arion banka sem endar á Cayman eyjum, samkvæmt þeim opinberu upplýsngum sem eru tiltækar en eru þó litlar. Er forsætisráðherra sáttur við þetta fyrirkomulag,“ spurði Sigurður Ingi. Forsætisráðherra sagði íslenska ríkið ekki vera að selja banka. Fyrri ríkisstjórn hefði hins vegar séð til þess að slitabú Kaupþings afhenti ríkinu skuldabréf upp á 84 milljarða. Þannig hafi verið komið í veg fyrir að þeir fjármunir rynnu út úr hagkerfinu með áfalli fyrir krónuna. Þá hafi verið séð fyrir að nýir eigendur bankans myndu leita nýrra fjárfesta. „Ég vildi fagna hér í upphfi þessarar viku þegar það skref sem við sjáum nú skína í að það takist að skrá bankann og það horfir til þess í fyrsta skipti frá hruni að við fáum banka sem fær eitthvert framtíðar eignarhald. Háttvirtur þingmaður segir hér að ég hafi verið að fagna því að einhverjir tilteknir aðilar ætli að gerast kjölfestufjárfestar. Þetta er bara alrangt. Lögin gera ráð fyrir því að kjölfestufjárfestar séu þeir sem eru komnir yfir 10% og þeir munu þurfa að fara í gegnum nálarauga Fjármálaeftirlitsins, ekki satt,“ sagði Bjarni. Hann treysti Fjármálaeftirlitinu til að skoða það mál. „Það er rétt eins og kemur fram hjá hæstvirtum forsætisráðherra að við vildum ekki að allir þessir fjármunir renni út úr íslensku efnahagslífi. En er ekki akkúrat það sem er að gerast? Að vogunarsjóðirnir eru að ná í þessa fjármuni og fara með þá úr landi,“ spurði formaður Framsóknarflokksins. „Það er misskilningur í gangi hér varðandi það að það séu meiri fjármunir að fara út úr landinu fyrir það að erlendir aðilar koma inn með nýtt fjármagn heldur en ella hefði verið. Þetta er einmitt öfugt. Það eru að koma nýir fjármunir inn sem losa um veð. Þetta er snilldin í þeim samningum sem síðasta ríkisstjórn gerði. Menn komast ekki undan þessu. Menn komast ekki undan skiyrðunum sem við settum,“ sagði Bjarni Benediktsson. Alþingi Tengdar fréttir Ætlar að gera allt sem í hennar valdi stendur til að koma í veg fyrir að bankarnir falli á almenning Sagði nokkra af nýjum eigendum í Arion vilja eignast stærri hlut í bankanum. 21. mars 2017 21:38 Kaupþing undir þrýstingi FME um að skrá Arion banka á markað Kaupþing er undir óbeinum þrýstingi af hálfu Fjármálaeftirlitsins (FME) um að selja stóran hlut í Arion banka síðar á árinu í almennu hlutafjárútboði og í kjölfarið skrá bankann á markað. 22. mars 2017 07:00 Stjórnarþingmaður um söluna á Arion banka: „Þjóðin á betra skilið“ Þingmaður Bjartrar framtíðar er ekki sátt við nýja eigendur Arion. 21. mars 2017 14:33 Sigmundur Davíð segir vogunarsjóðina ekki kaupa Arion til að innleiða ný vinnubrögð í bankastarfsemi Hann spyr hver sé raunverulegur tilgangur kaupanna og efast um að þau sé gerð með hagsmuni íslensks samfélags að sjónarmiði. 20. mars 2017 19:49 Lilja segir ekki víst að allir eigendur Kaupþings séu æskilegir eigendur Arion Höskuldur Ólafsson, bankastjóri Arion banka, kom fyrir efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis í morgun. 22. mars 2017 12:55 Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Erlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fleiri fréttir Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Sjá meira
Forsætisráðherra segir að viðskipti með hlutabréf kaupþings í Arion banka sýni snildina í skilyrðum sem síðasta ríkisstjórn setti Kaupþingi, sem komi í veg fyrir að kröfuhafar komist með tugi milljarða úr landi með tilheyrandi áfalli fyrir krónuna. Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins spurði Bjarna Benediktsson forsætisráðherra á Alþingi í morgun út í sölu Kaupþings á 29 prósenta hlut í Arion banka, en þeirra á meðal væru vogunarsjóðir sem almennt þættu kvikir fjárfestar. Vitnaði Sigurður Ingi í forsætisráðherra um að þessi kaup væru til marks um traust á aðstæðum á Íslandi. Það væri athyglivert að forsætisráðherra teldi vogunarsjóði öfluga langtíma fjárfesta. „Þá vil ég einnig ynna hann eftir því hvort hann telji það siðferðilega verjandi að einn af sjóðunum sem keypti Arion banka hafi orðið uppvís að stórfelldu misferli í Afríku og hafi þurft að greiða hundruð milljóna dala í sekt fyrir vikið og sé nú kominn með lánshæfismat í ruslflokk. Fyrir utan að vera með slóð eignarhalds upp á 17 prósent í Arion banka sem endar á Cayman eyjum, samkvæmt þeim opinberu upplýsngum sem eru tiltækar en eru þó litlar. Er forsætisráðherra sáttur við þetta fyrirkomulag,“ spurði Sigurður Ingi. Forsætisráðherra sagði íslenska ríkið ekki vera að selja banka. Fyrri ríkisstjórn hefði hins vegar séð til þess að slitabú Kaupþings afhenti ríkinu skuldabréf upp á 84 milljarða. Þannig hafi verið komið í veg fyrir að þeir fjármunir rynnu út úr hagkerfinu með áfalli fyrir krónuna. Þá hafi verið séð fyrir að nýir eigendur bankans myndu leita nýrra fjárfesta. „Ég vildi fagna hér í upphfi þessarar viku þegar það skref sem við sjáum nú skína í að það takist að skrá bankann og það horfir til þess í fyrsta skipti frá hruni að við fáum banka sem fær eitthvert framtíðar eignarhald. Háttvirtur þingmaður segir hér að ég hafi verið að fagna því að einhverjir tilteknir aðilar ætli að gerast kjölfestufjárfestar. Þetta er bara alrangt. Lögin gera ráð fyrir því að kjölfestufjárfestar séu þeir sem eru komnir yfir 10% og þeir munu þurfa að fara í gegnum nálarauga Fjármálaeftirlitsins, ekki satt,“ sagði Bjarni. Hann treysti Fjármálaeftirlitinu til að skoða það mál. „Það er rétt eins og kemur fram hjá hæstvirtum forsætisráðherra að við vildum ekki að allir þessir fjármunir renni út úr íslensku efnahagslífi. En er ekki akkúrat það sem er að gerast? Að vogunarsjóðirnir eru að ná í þessa fjármuni og fara með þá úr landi,“ spurði formaður Framsóknarflokksins. „Það er misskilningur í gangi hér varðandi það að það séu meiri fjármunir að fara út úr landinu fyrir það að erlendir aðilar koma inn með nýtt fjármagn heldur en ella hefði verið. Þetta er einmitt öfugt. Það eru að koma nýir fjármunir inn sem losa um veð. Þetta er snilldin í þeim samningum sem síðasta ríkisstjórn gerði. Menn komast ekki undan þessu. Menn komast ekki undan skiyrðunum sem við settum,“ sagði Bjarni Benediktsson.
Alþingi Tengdar fréttir Ætlar að gera allt sem í hennar valdi stendur til að koma í veg fyrir að bankarnir falli á almenning Sagði nokkra af nýjum eigendum í Arion vilja eignast stærri hlut í bankanum. 21. mars 2017 21:38 Kaupþing undir þrýstingi FME um að skrá Arion banka á markað Kaupþing er undir óbeinum þrýstingi af hálfu Fjármálaeftirlitsins (FME) um að selja stóran hlut í Arion banka síðar á árinu í almennu hlutafjárútboði og í kjölfarið skrá bankann á markað. 22. mars 2017 07:00 Stjórnarþingmaður um söluna á Arion banka: „Þjóðin á betra skilið“ Þingmaður Bjartrar framtíðar er ekki sátt við nýja eigendur Arion. 21. mars 2017 14:33 Sigmundur Davíð segir vogunarsjóðina ekki kaupa Arion til að innleiða ný vinnubrögð í bankastarfsemi Hann spyr hver sé raunverulegur tilgangur kaupanna og efast um að þau sé gerð með hagsmuni íslensks samfélags að sjónarmiði. 20. mars 2017 19:49 Lilja segir ekki víst að allir eigendur Kaupþings séu æskilegir eigendur Arion Höskuldur Ólafsson, bankastjóri Arion banka, kom fyrir efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis í morgun. 22. mars 2017 12:55 Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Erlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fleiri fréttir Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Sjá meira
Ætlar að gera allt sem í hennar valdi stendur til að koma í veg fyrir að bankarnir falli á almenning Sagði nokkra af nýjum eigendum í Arion vilja eignast stærri hlut í bankanum. 21. mars 2017 21:38
Kaupþing undir þrýstingi FME um að skrá Arion banka á markað Kaupþing er undir óbeinum þrýstingi af hálfu Fjármálaeftirlitsins (FME) um að selja stóran hlut í Arion banka síðar á árinu í almennu hlutafjárútboði og í kjölfarið skrá bankann á markað. 22. mars 2017 07:00
Stjórnarþingmaður um söluna á Arion banka: „Þjóðin á betra skilið“ Þingmaður Bjartrar framtíðar er ekki sátt við nýja eigendur Arion. 21. mars 2017 14:33
Sigmundur Davíð segir vogunarsjóðina ekki kaupa Arion til að innleiða ný vinnubrögð í bankastarfsemi Hann spyr hver sé raunverulegur tilgangur kaupanna og efast um að þau sé gerð með hagsmuni íslensks samfélags að sjónarmiði. 20. mars 2017 19:49
Lilja segir ekki víst að allir eigendur Kaupþings séu æskilegir eigendur Arion Höskuldur Ólafsson, bankastjóri Arion banka, kom fyrir efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis í morgun. 22. mars 2017 12:55