Faðir Lubitz vill nýja rannsókn Samúel Karl Ólason skrifar 24. mars 2017 13:59 Günter Lubitz á blaðamannafundinum í dag. Vísir/AFP Günter Lubitz er fullur efasemda um að sonur sinn Andreas Lupitz hafi flogið vísvitandi á fjall í frönsku ölupunum fyrir tveimur árum. 150 manns voru um borð og allir létu lífið. Hann segir son sinn ekki hafa verið í sjálfsmorðshugleiðingum og kallar eftir nýrri rannsókn. Þetta kom fram á blaðamannafundi Günter Lubitz og blaðamanns í dag. Blaðamaðurinn Tim van Beveren, sem Lubitz réð til að fara yfir gögn málsins með sér, segir ekkert hafa verið sannað varðandi það af hverju flugstjóri Germanwings A320 flugsins frá Barcelona til Duesseldorf hafi ekki komist aftur inn í flugstjórnarklefann eftir að hann fór á klósettið. Hann sagði einnig að ókyrrð hafi mögulega neytt Lubitz til að lækka flugið og að ekki hafi verið sannað að Lubitz hafi verið með meðvitund þegar flugvélin lækkaði flugið. Þetta var í fyrsta sinn sem Günter Lubitz ræddi við fjölmiðla í þessi tvö ár. Hann lýsti því yfir að það hefði slegið fjölskyldu hans verulega að rannsakendur hefðu lýst því yfir, einungis nokkrum dögum eftir brotlendinguna, að sonur hans hefði flogið viljandi á fjallið. „Við höfum þurft að lifa með því að honum hefur verið stillt upp sem fjöldamorðingja í fjölmiðllum,“ sagði hann samkvæmt Reuters. Þegar hann var spurður hvort hann trúði því að sonur sinn væri saklaus, svaraði Günter á þá leið að hann væri „að leita sannleikans“. Lufthansa, móðurfélag Germanwings, segir enga ástæðu til að trúa ekki niðurstöðum rannsakenda. Saksóknarinn Christoph Kumpa slær á svipaða strengi og segir að ekki eigi að opna rannsóknina að nýju. Ekkert tilefni sé til þess. Hljóðupptökur úr flugstjórnarklefanum sýna fram á að flugstjórinn reyndi að brjóta hurðina niður með öxi áður en flugvélin lenti á fjallinu. Lubitz er sagður hafa hægt á vélinni og byrjað að lækka flugið eftir að flugstjórinn fór á klósettið, skömmu eftir flugtak. Frakkland Fréttir af flugi Germanwings 4U9525 Þýskaland Tengdar fréttir Faðir Lubitz: Vill hreinsa mannorð sonar síns Faðir Andreas Lubitz segist ekki trúa því að hann hafi flogið viljandi á fjall í Frakklandi. 21. mars 2017 13:15 Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Fleiri fréttir Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Sjá meira
Günter Lubitz er fullur efasemda um að sonur sinn Andreas Lupitz hafi flogið vísvitandi á fjall í frönsku ölupunum fyrir tveimur árum. 150 manns voru um borð og allir létu lífið. Hann segir son sinn ekki hafa verið í sjálfsmorðshugleiðingum og kallar eftir nýrri rannsókn. Þetta kom fram á blaðamannafundi Günter Lubitz og blaðamanns í dag. Blaðamaðurinn Tim van Beveren, sem Lubitz réð til að fara yfir gögn málsins með sér, segir ekkert hafa verið sannað varðandi það af hverju flugstjóri Germanwings A320 flugsins frá Barcelona til Duesseldorf hafi ekki komist aftur inn í flugstjórnarklefann eftir að hann fór á klósettið. Hann sagði einnig að ókyrrð hafi mögulega neytt Lubitz til að lækka flugið og að ekki hafi verið sannað að Lubitz hafi verið með meðvitund þegar flugvélin lækkaði flugið. Þetta var í fyrsta sinn sem Günter Lubitz ræddi við fjölmiðla í þessi tvö ár. Hann lýsti því yfir að það hefði slegið fjölskyldu hans verulega að rannsakendur hefðu lýst því yfir, einungis nokkrum dögum eftir brotlendinguna, að sonur hans hefði flogið viljandi á fjallið. „Við höfum þurft að lifa með því að honum hefur verið stillt upp sem fjöldamorðingja í fjölmiðllum,“ sagði hann samkvæmt Reuters. Þegar hann var spurður hvort hann trúði því að sonur sinn væri saklaus, svaraði Günter á þá leið að hann væri „að leita sannleikans“. Lufthansa, móðurfélag Germanwings, segir enga ástæðu til að trúa ekki niðurstöðum rannsakenda. Saksóknarinn Christoph Kumpa slær á svipaða strengi og segir að ekki eigi að opna rannsóknina að nýju. Ekkert tilefni sé til þess. Hljóðupptökur úr flugstjórnarklefanum sýna fram á að flugstjórinn reyndi að brjóta hurðina niður með öxi áður en flugvélin lenti á fjallinu. Lubitz er sagður hafa hægt á vélinni og byrjað að lækka flugið eftir að flugstjórinn fór á klósettið, skömmu eftir flugtak.
Frakkland Fréttir af flugi Germanwings 4U9525 Þýskaland Tengdar fréttir Faðir Lubitz: Vill hreinsa mannorð sonar síns Faðir Andreas Lubitz segist ekki trúa því að hann hafi flogið viljandi á fjall í Frakklandi. 21. mars 2017 13:15 Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Fleiri fréttir Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Sjá meira
Faðir Lubitz: Vill hreinsa mannorð sonar síns Faðir Andreas Lubitz segist ekki trúa því að hann hafi flogið viljandi á fjall í Frakklandi. 21. mars 2017 13:15