„Þyngra en tárum taki“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 23. mars 2017 13:58 Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna. vísir/sigurjón ólason „Það hvernig mál hafa skipast varðandi samgönguáætlun er eiginlega þyngra en tárum taki,“ sagði Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, í sérstökum umræðum um samgönguáætlun ríkisstjórnarinnar. Kolbeinn, og fleiri þingmenn stjórnarandstöðunnar, gagnrýndu niðurskurð á þeirri samgönguáætlun sem samþykkt var, mótatkvæðalaust, á þingi í október síðastliðnum. Jón Gunnarsson samgönguráðherra sagði að vissulega hafi verið skorið niður – en að öllum sé ljóst að áherslurnar hafi verið á heilbrigðismálin. Hann sagðist binda vonir við ða auknu fjármagni verði varið í samgöngur í þessu ári.Sama krónan ekki notuð tvisvar sinnum „Menn geta velt sér endalaust upp úr þessari umræðu að það hefur ekki verið fjármögnuð samgönguáætlun sem var unnin í október. Það er alveg rétt og það hefur ekki farið fram hjá neinum. En eins og ég hef sagt áður að staðan í því máli og var á þeim tíma þannig að menn höfðu miklar væntingar til þess sem yrði til ráðstöfunar á þessu ári,“ sagði hann. „Síðan þegar þingið settist yfir það og náð tiltölulega ágætri sátt um hvert skyldi halda þá voru áherslurnar þær sem við þekkjum öll í þessum sal, þær voru á heilbrigðis- og velferðarmál. Og sama krónan er ekki notuð tvisvar sinnum.“ Einar Brynjólfsson, þingmaður Pírata, vakti máls á slagorði Sjálfstæðisflokksins, flokki Jóns Gunnarssonar. „Fyrir síðustu alþingiskosningar var eitt helsta slagorð Sjálfstæðisflokksins „Á réttri leið“. Ég ætla nú ekki að eyða mörgum orðum í það slagorð en vil þó benda á að sú leið verður ansi torsótt ef hún verður farin eftir íslensku vegakerfi,“ sagði hann. Vilji þingheims hvað þessi málefni varðar hafi endurspeglað vilja almennings fullkomlega. „Margumrædd samgönguáætlun sem samþykkt var í október síðastliðnum var mjög metnaðarfull. Liggur við að segja að hún hafi verið alveg frábær. Hún var samþykkt í breiðri sátt allra flokka sem hér sátu á þingi, eftir því sem ég best veit, og vil meina að fá mál af þessari stærðargráðu hafi notið jafn mikillar velþóknunar almennings og þetta gerði,“ sagði Einar. Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fleiri fréttir Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Sjá meira
„Það hvernig mál hafa skipast varðandi samgönguáætlun er eiginlega þyngra en tárum taki,“ sagði Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, í sérstökum umræðum um samgönguáætlun ríkisstjórnarinnar. Kolbeinn, og fleiri þingmenn stjórnarandstöðunnar, gagnrýndu niðurskurð á þeirri samgönguáætlun sem samþykkt var, mótatkvæðalaust, á þingi í október síðastliðnum. Jón Gunnarsson samgönguráðherra sagði að vissulega hafi verið skorið niður – en að öllum sé ljóst að áherslurnar hafi verið á heilbrigðismálin. Hann sagðist binda vonir við ða auknu fjármagni verði varið í samgöngur í þessu ári.Sama krónan ekki notuð tvisvar sinnum „Menn geta velt sér endalaust upp úr þessari umræðu að það hefur ekki verið fjármögnuð samgönguáætlun sem var unnin í október. Það er alveg rétt og það hefur ekki farið fram hjá neinum. En eins og ég hef sagt áður að staðan í því máli og var á þeim tíma þannig að menn höfðu miklar væntingar til þess sem yrði til ráðstöfunar á þessu ári,“ sagði hann. „Síðan þegar þingið settist yfir það og náð tiltölulega ágætri sátt um hvert skyldi halda þá voru áherslurnar þær sem við þekkjum öll í þessum sal, þær voru á heilbrigðis- og velferðarmál. Og sama krónan er ekki notuð tvisvar sinnum.“ Einar Brynjólfsson, þingmaður Pírata, vakti máls á slagorði Sjálfstæðisflokksins, flokki Jóns Gunnarssonar. „Fyrir síðustu alþingiskosningar var eitt helsta slagorð Sjálfstæðisflokksins „Á réttri leið“. Ég ætla nú ekki að eyða mörgum orðum í það slagorð en vil þó benda á að sú leið verður ansi torsótt ef hún verður farin eftir íslensku vegakerfi,“ sagði hann. Vilji þingheims hvað þessi málefni varðar hafi endurspeglað vilja almennings fullkomlega. „Margumrædd samgönguáætlun sem samþykkt var í október síðastliðnum var mjög metnaðarfull. Liggur við að segja að hún hafi verið alveg frábær. Hún var samþykkt í breiðri sátt allra flokka sem hér sátu á þingi, eftir því sem ég best veit, og vil meina að fá mál af þessari stærðargráðu hafi notið jafn mikillar velþóknunar almennings og þetta gerði,“ sagði Einar.
Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fleiri fréttir Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Sjá meira